V-Húnavatnssýsla

Jólahúnar komu tónleikagestum í jólaskap

Á Húnahorninu er haft eftir Jólahúnum að tónleikarnir hafi allstaðar gengið vel og viðtökur verið afskaplega góðar. Til marks um ánægju tónleikagesti hafi þeir fengið óspart hrós og hamingjuóskir og eru þeir mjög þakklátir fyrir það. Aðsókn var með ágætum og má nefna að um 180 tónleikagestir mættu á tvenna tónleika á Laugarbakka.
Meira

Leitin að engli dauðans komin út

Út er komin bókin Leitin að engli dauðans eftir Húnvetninginn Jóhann Fönix Arinbjarnarson. Sagan gerist í framtíðinni og fjallar um veröld sem alveg eins gæti orðið að veruleika. Útgáfan túrí ehf. á Laugarbakka sér um dreifingu.
Meira

Vill deiliskipuleggja Borgarvirki

Ásta Hermannsdóttir hefur fyrir hönd Minjastofnunar Íslands óskað eftir heimild til að deiliskipuleggja Borgarvirki í Vesturhópi og næsta nágrenni þess. Skipulaginu er ætlað að stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu og gera þær aðgengilegri fyrir ferðamenn sem koma að virkinu.
Meira

Lagt til að sveitarfélögum verið fækkað úr 74 í níu

Í nýrri skýrslu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins um stöðu atvinnulífsins er lagt til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu. Lagt er til að Norðurland vestra, frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri, verði eitt sveitarfélag. Vísir.is greindi frá þessu í dag.
Meira

Glæsileg sýning í nýjum búningnum

Síðustu þrjú ár hafa hestafimleikakrakkar á Hvammstanga verið á ferðinni og safnað dósum og flöskum en upphafslegt markmið var að stofna sjóð til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Í ár var hins vegar brugðið út af þeim áætlunum og ákveðið að safna fyrir nýjum búningum. "Og það tókst!" segir Irina Kamp hjá hestamannafélaginu Þyt og þakkar fólki á Hvammstanga fyrir að taka svo vel á móti krökkunum að draumurinn þeirra rættist.
Meira

Hátíðarstemning á Hvammstanga á morgun

Það verður hátíðarstemning á morgun þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu við Félagsheimilið á Hvammstanga. Athöfnin hefst klukkan 17 en þar mun Aðalsteinn G. Guðmundsson leika jólalög og börn úr 4. og 5. bekk sjá um söng. Frést hefur að jólasveinar ætli að mæta á staðinn með góðgæti fyrir þægu börnin.
Meira

Þrjú heilsársstörf líffræðinga á Selasetrinu

Selasetur Íslands og Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafamiðstöð hafs og vatna, undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára þann 25. nóvember 2016. Samningurinn gengur í gildi 1. janúar 2017.
Meira

Ekkert svar borist vegna áhættumats

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á mánudaginn var lagt fram tölvubréf Páls Björnssonar lögreglustjóra frá 18. nóvember sl. með svari við fyrirspurn vegna slyss sem varð við Hvammstangahöfn þann 24. ágúst sl.
Meira

Enginn grunnskólakennari sagt upp vegna kjaradeilu á Norðurlandi vestra

Í gær undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara nýjan kjarasamning. Samningurinn tekur gildir frá 1. desember 2016 til 30. nóvember 2017 og fer nú í kynningu meðal grunnskólakennara og sveitarstjórnarmanna. Samkvæmt heimasíðu KÍ mun niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn liggja fyrir mánudaginn 12. desember.
Meira

Svipað og málning sem ekki þornar

Vegagerðin varaði við blæðandi slitlagi á köflum á þjóðvegi 1 á veginum um Holtavörðuheiði, úr Borgarfirði og ofan í Hrútafjörð um síðustu helgi. Lentu menn í verulegum óþægindum vegna þessa. Hjá Vörumiðlun var það að frétta að einn flutningabíll hefði lent í þessum óskunda undir miðnættið á föstudagskvöld.
Meira