V-Húnavatnssýsla

Landsmót hestamanna sett á Hólum

Landsmót hestamanna var sett á Hólum í gærkvöldi og var gerður góður rómur að þó aðeins hafi dropað á mótsgesti en fjölmennt var við setninguna. Margir tóku til máls við athöfnina, m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga, og ræddu um hve ánægjulegt væri að halda landsmótið þar sem æðsta menntastofnun íslenska hestsins er í heiminum.
Meira

Þóra á Þóri sigraði B-úrslit í unglingaflokki

Þóra Birna Ingvarsdóttir úr Létti á Þóri frá Hólum sigraði B-úrslit í unglingaflokki. Hlutu þau 8,68 í einkunn. Í öðru sæti var Kári Kristinsson á Kolfinni frá Efri-Gegnishólum með 8,66 í einkunn. Þá var það Benjamín Sandur Ingólfsson á Stígi frá Halldórsstöðum en hlutu þeir 8,60 í einkunn.
Meira

„Gjörsamlega trylltumst þegar seinna mark okkar kom“

Feðgarnir Ómar Bragi Stefánsson, Ingvi Hrannar og Stefán Arnar Ómarssynir frá Sauðárkróki fóru saman á leik Íslands og Englands sl. mánudag. Feykir samband við Ingva Hrannar og fékk að heyra nánar um upplifun hans af þessum magnaða leik en Ingvi Hrannar ætlar að skella sér aftur til Frakklands um helgina, til að styðja íslenska landsliðið gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn.
Meira

U18 landslið stúlkna í körfuknattleik fékk bronsið

Nú er nýafstaðið Norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik. Norðurland vestra á sína fulltrúa í U18 landsliði stúlkna en það eru þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir, frá Reykjum í Hrútafirði, Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir, úr Skagafirðinum.
Meira

Gamlar hrossaræktunarlínur komin út á ensku

Í tilefni Landsmóts hestamanna á Hólum er komin út enska útgáfa bókar um gamlar hrossaræktunarlínur sem hefur undanfarið verið mjög vinsæl í þýskumælandi löndum.
Meira

„Fjarlægðin við fólkið og kjördæmið reyndist erfið“

Síðustu ár hafa verið umhleypingasöm í stjórnmálasögu Íslands og óhætt að segja að pólitíska landslagið sé gjörólíkt því sem áður var. Gunnar Bragi Sveinsson hefur verið í þungamiðju þessara breytinga frá því hann settist á þing fyrir Norðvesturkjördæmi árið 2009 og hefur síðan þá gegnt tveimur ráðherraembættum.
Meira

Egill og Saga frá Skriðu efst í unglingaflokki

Egill Már Þórsson og Saga frá Skriðu laumuðu sér í efsta sætið í milliriðlum unglingaflokks á Landsmóti hestamanna í dag. Þau koma því efst inn í A-úrslitin með 8,66.
Meira

Tvö efst og jöfn í ungmennaflokki

Dagmar Öder Einarsdóttir á Glóeyju frá Halakoti og Gústaf Ásgeir Hinriksson á Pósti frá Litla-Dal eru efst og jöfn með 8,66 eftir milliriðla í ungmennaflokki á Landsmóti hestamanna. Keppnin fór fram í gær en B-úrslit ungmenna hefjast kl. 15 á morgun föstudag og A-úrslit ungmenna kl. 9 á laugardagsmorgun.
Meira

Júlía Kristín á Kjarval efst eftir milliriðla

Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi er efst inn í A-úrslit í barnaflokki á Landsmóti hestamanna, að loknum milliriðlum í gær. Hlutu þau 8,82 í einkunn. Næstar á eftir fylgja þær Glódís Líf Gunnarsdóttir á Magna frá Spágilsstöðum og Védís Huld Sigurðardóttur á Baldvin frá Stangarholti.
Meira

Valgarð og Sirkus efstir og jafnir

Tveir hestar eru efstir og jafnir í flokki 4v stóðhesta eftir fordóma í gærmorgun. Það eru þeir Valgarð frá Kirkjubæ, sýndur af Guðmundir Fr. Björgvinssyni og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Hlutu þessir hestar 8,45 í aðaleinkunn.
Meira