V-Húnavatnssýsla

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý lokið

Þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý fór fram í Skagafirði dagana 22. og 23. júlí síðastliðinn en það var Bílaklúbbur Skagafjarðar sem átti veg og vanda að henni. Keppnin, sem er árlegur viðburður, er ávallt vinsæl hjá rallýáhugafólki enda skipulag og verklag hið besta hjá Bílaklúbbnum. Í ár voru tæplega tuttugu áhafnir mættar til leiks ásamt fylgiliði en keppnin er vinsæl útileguhelgi rallýfólks. Veður og færð gerðu áhöfnum erfitt fyrir, mikið hafði rignt dagana fyrir keppni og voru vegir því sleipir auk þess sem mikil þoka takmarkaði skyggni ökumanna.
Meira

Landið allt í byggð!

Einn af þeim málaflokkum sem ég er að takast á við þessa dagana eru byggðamál. Þrátt fyrir góðan vilja hefur ekki tekist með fullnægjandi hætti að sporna við þeim raunveruleika að sumar byggðir í landinu þurfi stanslaust að standa í baráttu við að verja sinn hlut og berjast gegn því að þjónusta minnki og að fólki fækki.
Meira

Heldur hefur hægst á veiði í Blöndu

Samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi veiðifélaga frá 20. júlí, hafa 1492 laxar bitið á agnið það sem af er sumri. Undanfarið hefur þó hægst á laxveiðinni í Blöndu. Frá því er sagt á Húnahorninu.
Meira

Synti yfir Miðfjörð

Það er ekki á hverjum degi sem björgunarsveitirnar á Íslandi fá skemmtileg verkefni í hendurnar en það gerðist síðastliðinn laugardag er Björgunarsveitin Húnar í Húnaþingi vestra fylgu sundkappa yfir Miðfjörð. Frá þessu segir á Facebooksíðu björgunarsveitarinnar.
Meira

Selatalningin mikla 2016

Síðastliðinn föstudag, 21. júlí, fór fram Selatalningin mikla 2016 en um árlegan viðburð er að ræða. Talningin fór fram á Vatnsnesi og Heggstaðanesi á Vestur-Húnavatnssýslu. Selasetur Íslands hélt utan um talninguna.
Meira

Blanda áfram í þriðja sæti

Blanda er nú í þriðja sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og hefur heldur hægst á veiðinni þar, en í síðustu viku skipaði áin annað sætið á listanum. Vikuveiðin þar var 192 laxar, samkvæmt nýjustu veiðitölum á angling.is. Á sama tíma var vikuveiðin i Miðfjarðará 382 laxar.
Meira

Sigríður Thorlacius í Borgarvirki í kvöld

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi er hafin og í kvöld verða tónleikar í Borgarvirki, sem eru einn af hápunktum hátíðarinnar. Að þessu sinni mun Sigríður Thorlacius skemmta á tónleikunum. Umhverfið í Borgarvirki er einstakt og hljómburðurinn frábær í þessu stuðlabergsvirki sem stendur skammt frá þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra.
Meira

Heyskapur hefur gengið vel í eindæma tíðarfari

Fyrri slætti er víðast hvað lokið á Norðurlandi vestra og hefur heyskapur almennt gengið vel, enda tíðarfar með eindæmum gott. Bændur sem Feykir hafði samband við létu vel af heyjum og tíðarfari, þó að sums staðar sé töluvert um kal. Þá lítur vel út með kornrækt og gæti þresking hafist í byrjun september.
Meira

Með þingmann í maganum?

„Ertu með þingmann í maganum? Auglýst er eftir framboðum í flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Frambjóðendur í flokksvalinu geta þeir verið sem eru félagar í Samfylkingunni og hafa kjörgengi í kjördæminu,“ segir í tilkynningu frá kjörstjórn Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Norðanpaunk 2016 - Fréttatilkynning

Árlegt ættarmót pönkara verður haldið á Laugarbakka verslunarmannahelgina 2016 dagana 29. til 31. júlí. Skráning á ættarmótið fer aðeins fram á heimasíðu félags áhugamanna um Íslenska jaðartónlist:www.nordanpaunk.org (engir miðar við hurð!)
Meira