V-Húnavatnssýsla

Átta sóttu um Fab Lab stöðuna

Fyrir nokkru var auglýst laust starf verkefnastjóra við Fab Lab smiðjuna á Sauðárkróki og sóttu átta manns um stöðuna. Að sögn Hildar Sifjar Arnardóttur upplýsingafulltrúa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður fljótlega gengið frá ráðningu.
Meira

Hrafnhildur Ýr í Superbattle

Húnvetnska söngdívan, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, mun verða í eldlínunni í sjónvarpsþættinum Voice í kvöld í Sjónvarpi Símans er hún reynir að slá út mótherja sinn í svokölluðu Superbattle. Hrafnhildur er í liði Sölku Sólar og með sigri kemst hún áfram þar sem þættirnir eru sýndir í beinni útsendingu.
Meira

Lykilmaður hjá Keflavík

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var kjörin íþróttamaður USVH fyrir árið 2016 en hún hefur verið lykilmaður hjá Keflavík í Dominos deild kvenna í vetur. Salbjörg byrjaði að æfa körfu í 4. bekk með Kormáki og spilaði með þeim meðan hún var í grunnskóla. Í Feyki þessarar viku er viðtal við Salbjörgu en þar kemur m.a. fram að hún hefur afrekað það að skora sjálfskörfu.
Meira

Senn líður að þorrablótum

Feyki hafa borist eftirfarandi upplýsingar um dagsetningar þorrablóta á Norðurlandi vestra og hjá átthagafélögum Skagfirðinga og Húnvetninga árið 2017. Listinn telur alls fimmtán blót.
Meira

Þjóðsögur og efniviður úr umhverfinu skapa sýninguna Tröll

Í brúðuleikhúsinu Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, er nú unnið hörðum höndum að uppsetningu á nýju brúðuleikverki sem nefnist Tröll, en það verður frumsýnt á Akureyri 11. febrúar næstkomandi.
Meira

Markvisst verður unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var undirrituð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á eflingu velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfa og að stöðugleiki í efnahagslífinu verði festur í sessi til hagsbóta fyrir samfélagið allt eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum þremur.
Meira

Málþing um Harald Bessason á 30 ára afmæli Háskólans á Akureyri

Formleg afmælisdagskrá Háskólans á Akureyri hefst föstudaginn 13. janúar með málþingi sem nefnist Haraldur Bessason og mótunarárin. Erindi verða flutt um Harald Bessason sem fræðimann og kennara, svo og fyrstu ár skólans út frá sjónarhóli starfsmanns og nemanda, auk þess sem rektor skólans mun fjalla um framtíðarsýnina.
Meira

Óvíst hvaða lægð stjórni veðrinu næstu daga

Vaxandi norðaustanátt er í kortum Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra en í nótt er gert ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á annesjum og Ströndum. Víða snjókoma, en slydda við sjóinn til morguns. Minnkandi vindur og úrkoma síðdegis á morgun. Norðaustan 8-13 og él annað kvöld, en hægari og þurrt að kalla í innsveitum.
Meira

Styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki eftir því sem kemur fram á heimasíðu sambandsins.
Meira

Brúðuleiksýningin Tröll frumsýnd á Akureyri í febrúar

Brúðuleiksýningin Tröll, sem er ljóðrænt og heillandi brúðuleikhús fyrir börn, verður frumsýnt í Menningarfélagi Akureyrar í Hofi á Akureyri 11. febrúar næstkomandi. Það er brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Hvammstanga, sem setur upp sýninguna.
Meira