V-Húnavatnssýsla

Tillögum stjórnvalda um fjármálastefnu og fjármálaáætlun fagnað af stjórn SSNV

Fjárlaganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn um tillögur til þingsályktana um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 og fjármálastefnu fyrir 2017-2021 en þær voru lagðar fram á alþingi í apríl síðastliðnum. Stjórn SSNV hefur nú skilað af sér umsögn en þar fagnar stjórnin tillögunum.
Meira

„Síðustu tíu mínúturnar voru nánast óbærilegar“

Mæðgurnar Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, og Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir eru staddar á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Þær verða á leik Íslands og Englands á Riviera-vellinum í Nice í kvöld og munu hvetja liðið áfram ásamt ríflega 3000 öðrum Íslendingum. Feykir ræddi við Guðnýju sem var á leik Íslands og Austurríkis síðastliðinn miðvikudag.
Meira

Vélhjólamaður festi hjól sitt á Arnarvatnsheiði

Björgunarsveitin Húnar og Björgunarfélagið Blanda voru kallaðar út til leitar á erlendum vélhjólamanni að Arnarvatnsheiði á laugardagskvöld, ásamt Björgunarsveitinni Ok. Samkvæmt Facebook-síðu Húna hafði vélhjólamaðurinn óskað aðstoðar og var einnig búinn að festa hjól sitt, en gat ekki gefið greinargóða lýsingu á staðsetningu sinni.
Meira

Úrslitin voru sætari á leik Íslands og Portúgals

Guðjón Loftsson og Ingibjörg Jónsdóttir frá Hvammstanga voru stödd fyrstu tveimur leikjum Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, þ.e. gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þau segja leikinn á móti Ungverjalandi hafi verið skemmtilegur þó svo að úrslitin hafi verið svekkelsi. „Leikurinn á móti Portúgal skemmtilegri þar sem að stemningin var betri sem og úrslitin sætari. Leikvangurinn var auk þess minni og var maður því í meiri nánd við leikinn,“ sagði Guðjón í samtali við Feyki.
Meira

Mjólkandi hryssu leitað fyrir móðurlaust folald

Leitað er að mjólkandi hryssu fyrir folald sem missti móður sína í nótt og vantar móðurást og umhyggju. Folaldið er Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu. „Ekki vill svo til að einhver viti um/eða sé með hryssu sem að hefur misst og gæti tekið það að sér?“ segir í tilkynningu frá Söru á Uppsölum.
Meira

Kjördeildir á Norðurlandi vestra

Íslendingar kjósa sér nýjan forseta í dag. Alls eru níu í framboði. Þeir sem eru í framboði eru:
Meira

Frjósemi á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi

Í Bændablaði vikunnar er sagt frá afurða frjósamri ær á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Tólf vetra ærin Höttubotna hefur borið 11 sinnum, samtals 36 lömbum.
Meira

Nýtt ómtæki afhent við Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga var afhent nýtt ómtæki þann 2. júní síðastliðinn. Á vef Norðanáttar kemur fram að safnað var fyrir kaupum á því síðasta vetur, söfnun gekk í alla staði vel og undirtektir voru mjög góðar.
Meira

Andri Snær, Stephan G. Skagfirðingar

Þegar ég ritaði ævisögu Stephans G. Stephanssonar vandi ég ferðir mínar í Skagafjörð, kynntist sögu héraðsins og ágætum Skagfirðingum. Síðan hefur mér verið hlýtt til héraðsins. Það hefur lengi loðað við ímynd Skagfirðinga að þeir séu djarfmæltir gleðimenn og hreinskilnir, þori að segja það sem segja þarf. Eitt þekktasta ljóð Stephans G. er Fjallið Einbúi og mörgum eru þessar ljóðlínur tamar: „Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd, / og hreinskilnin klöppuð úr bergi.“ (Andvökur I 378)
Meira

Íslenskur júní

Takk fyrir, það er fátt sem sameinar þjóðina betur en íþróttaafrek á erlendri grund, nema kannski náttúruhamfarir hér heima fyrir. Þá brýst fram tilfinningaveran sem blundar undir hörðum skráp sem aldagömul tilvera hefur búið okkur, og það má.
Meira