V-Húnavatnssýsla

Af hverju Píratar?

Kosningarnar í haust munu í raun snúast um tvær lykilspurningar. Þær eru: 1. Af hverju ættu kjósendur að kjósa það sama og síðast? Mörgum kjósendum finnst þeir eigi að gera það. Þeim bara finnst það og þeir gera það, alveg sama hvað er í boði. En það kostar og hefur kostað okkur sem þjóð. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur Ísland orðið að athlægi erlendis, einræðisleg afstaða og ákvörðun fyrrverandi utanríkisráðherra í málefnum Úkraínu hafði áhrif á atvinnu landverkafólks og kostaði atvinnurekendur milljarða.
Meira

Glæsilegt úrtökumót fyrir landsmót

Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Skagfirðings, Neista, Þyts og Glæsis verður haldin á Hólum 11.júní og 12.júní nk. Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní.
Meira

Leynigestur á barmi heimsfrægðar á Sumartónleikum Menningarfélags Húnaþings vestra

Menningarfélag Húnaþings vestra var formlega stofnað í desember síðastliðnum með það að markmiði að hlúa að hverskyns menningarstarfsemi í héraðinu, skapa umgjörð fyrir fólk til að iðka menningarstarf og að skipuleggja viðburði. Á morgun, laugardaginn 4. júní, verður fyrsti viðburðurinn á vegum félagsins haldinn, Sumartónleikar Menningarfélags Húnaþings vestra, sem fer fram í Sjávarborg á Hvammstanga og verða fjáröflunartónleikar til að renna stoðum undir starfsemi félagsins.
Meira

72 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 37. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 28. maí síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 72 nemendur.
Meira

Tollasamningur sem ógnar byggð og atvinnuöryggi

Búvörusamningur og tollasamningurinn við Evrópusambandið eru til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Hægt er að gagnrýna báða þessa samninga út frá mörgum sjónarmiðum. Eins og komið hefur fram hefur tollasamningurinn ekki verið unninn í neinu samráði við bændur, aðra hagsmunaaðila, neytendur eða aðra flokka en þá flokka sem sitja í ríkisstjórn.
Meira

Rallýið fer af stað um næstu helgi

Rallýáhugafólk er farið að setja sig í stellingar en fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallý 2016 verður ekin á Suðurnesjum dagana 3. og 4. júní næstkomandi. Að venju er það Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem sér um þessa fyrstu keppni en hún hefst með akstri á sérleið um Nikkel klukkan 18:10 á föstudeginum.
Meira

Rave-próflokaball með DJ Heiðari Austmann

Próflokaball verður haldið í Félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 4. júní og mun DJ Heiðar Austmann sjá um að þeyta skífum. Á ballinu verður Rave þema; UV blacklight, rosalegt ljósashow, glow sticks og Neon litir. Mælst er til þess að allir mæti í hvítum fötum.
Meira

Aðgerðir í þágu heimilanna

Í morgun fór fram opinn fundur um húsnæðismál. Þar voru húsnæðisfrumvörp félags – og húsnæðismálaráðherra til umræðu. Á fundinum fór undirrituð yfir þær breytingar sem nefndarmenn velferðarnefndar hefur gert á frumvörpunum og almennt yfir stöðu málanna í nefndinni.
Meira

Varað við hvassviðri norðvest­an­lands

Bú­ist er við hvassviðri eða stormi (15–23 m/​s) norðvest­an­lands seint í nótt og fram að há­degi á morg­un að sögn Veður­stofu Íslands sem hef­ur sent frá sér viðvör­un. „Skæðustu vind­streng­irn­ir verða þar sem suðvestan­átt­in stend­ur af fjöll­um og gætu þá trampólín átt erfitt með að halda kyrru fyr­ir,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Meira

Góðan daginn Íslandspóstur

Mig langar að leggja inn formlega kvörtun yfir póstþjónustunni á landsbyggðinni. Við búum útí sveit rétt hjá Varmahlíð og Sauðárkrók og hér er ekki lengur keyrður út póstur alla virka daga heldur einungis 3 daga vikunnar aðra vikuna og 2 hina vikuna.
Meira