V-Húnavatnssýsla

Mjótt á mununum í Húnvetnsku liðakeppninni

Þá er lokamóti Húnvetnsku liðakeppninnar lokið. Fjólubláliðið sigraði liðakeppnina að þessu sinni en mjög mjótt var á munum. Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:
Meira

Ráslistar fyrir úrtökumótið um helgina

Það ríkir mikil spenna vegna úrtökumóts fyrir komandi Landsmót hestamanna á Hólum enda óðum að styttast í það. Eins og fram kom í viðtali við Lárus Á. Hannesson, framkvæmdastjóra LH, í nýjasta tölublaði Feyki, gengur undirbúningur vel og búist er við feikna sterku og skemmtilegu móti.
Meira

Óskað eftir tillögum að nafni

Grunnskóli Húnaþings vestra óskar eftir tillögum að nafni á skólann og eru allir þeir sem áhuga hafa hvattir til að koma með tillögur sem eru lýsandi og þjálar fyrir skólann, samfélag og umhverfið skólans.
Meira

Leyfi veitt til töku kalkþörunga í Miðfirði

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra sl. mánudag var greint frá því að Orkustofnun hefði gefið út leyfi til handa Icecal ehf. til töku kalkþörungasets, allt að 1200 rúmmetra á ári, af hafsbotni í vestanverðum Miðfirði við Húnaflóa. Gildir leyfið í 30 ár.
Meira

Leikskólinn Ásgarður fær annan Grænfána

Í Leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga ríkir mikil gleði og eftirvænting. Sumarhátíð leikskólans er í dag og í ár fær Ásgarður afhentan sinn annan grænfána, sem að sögn Guðrúnar Láru Magnúsdóttur leikskólastjóra gerir hátíðina enn ánægjulegri.
Meira

Svar Íslandspósts vegna ályktunar aðalfundar LK um póstþjónustu

Eins og Feyki hefur ítrekað fjallað um var póstdreifingardögum fækkað í dreifbýli 1. apríl sl. Sveitarfélög, fyrirtæki og ýmis hagsmunasamtök hafa sent frá sér ályktanir vegna þessa. Meðal annarra aðalfundur Landssambands kúabænda 2016, sem samþykkti svofellda ályktun um póstþjónustu, sem send var til Íslandspósts:
Meira

Heldur minna sólfar og ekki verulegur lofthiti

Þriðjudaginn 7. júní 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í blíðskaparveðri, sólskini og 15 stiga hita, en í síðustu spá veðurklúbbsins hafði einmitt verið gert ráð fyrir góðu veðri þennan dag.
Meira

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu var ekin um helgina

Fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallý var ekin í blíðskaparveðri á Suðurnesjum dagana 3. og 4. júní en keppnin var haldin af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja. Mikil spenna var í loftinu strax í upphafi, fjórtán áhafnir voru skráðar til leiks og ljóst var að barist yrði um verðlaunasæti.
Meira

Leikskólinn Ásgarður fær gjafir frá Bjarma

Fulltrúar frá Lionsklúbbnum Bjarma, þeir Guðmundur Haukur Sigurðsson og Eggert Karlson, komu færandi hendi og gáfu leikskólanum Ásgarði barnahjól, fjögur til nota utandyra og tvö til nota innandyra. „Það ríkti mikil eftirvænting hjá nemendum leikskólans þegar þau fengu að opna pakkann. Þessa dagana er mikill áhugi hjá nemendum að komast í Útgarð og hjóla enda leikur veðrið við okkur,“ segir í fréttatilkynningu frá leikskólanum.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands. Laugardaginn 25. júní 2016 í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra verður sem hér segir:
Meira