V-Húnavatnssýsla

Endurbætur á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Húsnæði Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna fær andlitslyftingu utandyra þessa dagana. Það eru nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra sem skreyta veggina með myndum og málningu. norðanátt.is greinir frá.
Meira

Húnaþing vestra tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ

Húnaþing vestra tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ annað árið í röð en hún hófst í gær og stendur til 29. maí næstkomandi. Tilgangur Hreyfivikunnar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum þannig að fólk hreyfi sig að minnsta kosti 30 mínútur á dag.
Meira

Fimm verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki úr Safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum úr Safnasjóði 2016 til safna um allt land. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Byggðasafn Skagfirðinga og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlutu verkefnastyrki, auk þess sem þau hlutu 800.000 kr. rekstarstyrki hvert fyrir sig.
Meira

Rekstur sveitasjóðs í góðu jafnvægi

Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs Húnaþings vestra var jákvæður um 60,3 milljónir á síðasta ári, en áætlanir gerðu ráð fyrir 200 þúsund króna neikvæðum rekstri. Niðurstaða samstæðu A og B hluta var jákvæð um 82,3 milljónir en hafði verið áætluð jákvæð um 4,3 milljónir. Í fundargerði sveitarstjórnar frá 12. maí sl. kemur fram að sveitarstjórn sé afar ánægð með niðurstöðuna.
Meira

Stórt skref til framtíðar

Uppbygging á 2300 leiguíbúðum er rétt handan við hornið en önnur umræða um frumvarp um almennar félagsíbúðir fór fram á Alþingi í vikunni. Þessi mikilvæga uppbygging er því rétt handan við hornið. Þetta er ein sú mesta uppbygging sem verið hefur á leigumarkaði frá árinu 1965 eða þegar Breiðholtið var byggt. Nú er tekið stórt skref til framtíðar með gríðarlegri uppbyggingu og stöðugleika á leigumarkaði. Hér er um að ræða uppbyggingu á kerfi þar sem stuðlað er að félagslegri blöndun íbúanna.
Meira

Vill beita skattkerfinu til að styrkja byggðir landsins

Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar-, sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra, hyggst láta skoða hvernig beita megi skattkerfinu á því hvernig beita megi skattkerfinu við að styrkja byggðir landsins.
Meira

Bílalest á 20 ára afmæli Vörumiðlunar - myndir

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu um síðustu helgi. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð um Varmahlíð og Sauðárkrók og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp endurútgefin síðsumars

Mikill áhugi er á bókinni Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp sem endurútgefin verður síðsumars, að sögn Bjarna Harðarsonar hjá bókaútgáfunni Sæmundi. „Texti bókarinnar er algjört konfekt og sögur Ásgeirs lifna við. Stundum finnst mér eins og hann sé að lýsa sögupersónum Íslendingasagnanna,“ segir Bjarni.
Meira

Hjálpar til við uppbyggingu eftir jarðskjálftana í Ekvador

Ung kona frá Hvammstanga, Hildur Valsdóttir hefur dvalið í Ekvador síðan í janúar á þessu ári. Hún var stödd þar ytra þegar jarðskjálfti af stærðinni 7,8 reið þar yfir í apríl. Síðan hefur hún haldið úti söfnun fyrir fjölskyldur á svæðinu. Feykir hafði samband við Hildi og spurðist fyrir um starf hennar þar.
Meira

Stærsta hótel á Norðurlandi vestra opnað eftir viku

Nýtt hótel, Hótel Laugarbakki, verður opnað þann 17.maí á Laugarbakka í Miðfirði í húsnæði sem áður hýsti grunnskóla héraðsins á veturna en Edduhótel á sumrin. Eigendur hótelsins eru hjónin Hildur Ýr Arnarsdóttir danskennari og ferðamálafræðingur og Örn Arnarson iðnrekstrarfræðingur.
Meira