V-Húnavatnssýsla

Rokkbúðir fyrir stelpur og konur í sumar

Í sumar verður boðið upp á rokkbúðir fyrir stelpur og konur á Akureyri. Verkefnið er 5 ára í ár og búðirnar á Akureyri eru styrktar af Sóknaráætlun Norðurlands vestra og Akureyrarstofu.
Meira

Áframhaldandi eftirlitsverkefni með veitingahúsum

Nú í maí verður haldið áfram með eftirlitsverkefni, sem fór fyrst af stað með fyrir tveimur árum, á veitingahúsum á Norðurlandi vestra. Þetta kemur fram á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Meira

Efling eldvarna í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra og Akureyri hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
Meira

Vörumiðlun 20 ára - myndband

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu á laugardaginn. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð og gegnum Sauðárkróki og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Veðurklúbburinn spáir skánandi veðri eftir hvítasunnu

Þriðjudaginn 3. maí 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. „Fundarmenn voru sautján talsins, sem er óvenju fjölmennt og því meira lýðræði í veðurvæntingum eins og nú er haft í hámælum í þjóðmálaumræðunni,“ segir í fréttatilkynningu frá veðurklúbbnum.
Meira

Efnt til prófkjörs í haust

Aðalfundur Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var haldinn í Borgarnesi á laugardaginn. Þar var samþykkt að haldið yrði prófkjör fyrir Alþingiskosningarnar á komandi hausti, til að stilla upp á framboðslista flokksins í kjördæminu.
Meira

Nota 60 ára gamla búninga á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur á Hvammstanga sl. fimmtudag með hefðbundnum hætti. Vel viðraði til skrúðgöngu en það eru Sumardísin og Vetur konungur sem leiða skrúðgönguna á Hvammstanga, samkvæmt 60 ára gamalli hefð. Af því tilefni sló blaðamaður Feykis á þráðinn til Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu), sem hefur umsjón með hátíðarhöldunum og er ein þriggja kvenna sem saumuðu búninga sem notaðir hafa verið frá upphafi.
Meira

Akureyri og Húnaþing vestra í átak í eldvörnum

Akureyrarbær og Húnaþing vestra hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
Meira

Útivist og náttúruupplifun fyrir ferðamenn í tæpa fjóra áratugi

Á Brekkulæk í Húnaþingi vestra rekur Arinbjörn Jóhannsson ferðaþjónustufyrirtæki sem gerir út á að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir um land allt, með áherslu á útivist og náttúruupplifun auk þess að veita ferðamönnum innsýn í lífstíl fólks í dreifbýlinu. Fyrirtækið hlaut á dögunum verðlaun frá þýska Nordis forlaginu sem gefur út tímarit um málefni Norðurlandanna og hefur um áratuga skeið verið eitt það virtasta sinnar tegundar á þýsku málsvæði. Blaðamaður Feykis leit í heimsókn til Arinbjarnar og fjölskyldu á fallegum vordegi.
Meira

Ný stjórn Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins

Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði á fundi þann 20. apríl síðastliðinn nýja stjórn RML en stjórnin hefur að mestu leyti verið óbreytt frá stofnun fyrirtækisins. Fyrirkomulagi varafulltrúa í stjórn var einnig breytt en fram til þessa hafa verið varamenn fyrir hvern og einn stjórnarmann. Nú verður því háttað þannig að varamenn verða tveir, 1. og 2. varamaður.
Meira