Feykir – fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
16 dagar til jóla
Upp er runninn föstudagur, ákaflega skýr og fagur eins og hefur einkennt síðustu daga svo mjög, skýrir og fallegir -16 dagar til jóla. Eins og spáin er, lítur út fyrir að þetta haldist óbreytt næstu daga. Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina, góða skemmtun á þeim viðburðum sem einhver ykkar sækið og klæðið ykkur í ull hún heldur á ykkur hita í frostinu.
-
Emelíana Lillý sigraði
Þann 6. desember var söngkeppni FNV haldin líkt og undanfarin ár, til þess að skera úr um hver fer fyrir hönd skólans í stóru Söngkeppni framhaldsskólanna 2024. -
Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum
Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tanja M. Ísfjörð var kjörin maður ársins fyrir árið 2022 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2023. -
Danssýning í Varmahlíðarskóla
Nemendur allra bekkja Varmahlíarskóla fengu danskennarann Ingunni Margréti Hallgrímsdóttur frá Dalvík til sín í upphafi vikunnar og sýndu svo afrakstur kennslunnar með danssýningu sem aðstandendum var boðið að koma á í gær. -
Tilmæli til notenda hitaveitu í Skagafirði
Frostið hefur nú verið í tveggja stafa tölu dag eftir dag og þegar þannig viðrar þurfum við notendur heita vatsins að fara sparlega með vatnið svo ekki komi til lokana. Skagafjarðarveitur villja koma þeim tilmælum til viðskiptavina sinna, og þá sérstaklega skal bent á að sleppa notkun á heitum pottum meðan kuldinn er sem mestur.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Minnihlutinn sá fyrir sér að búa á Norðurlandi vestra í framtíðinni
Vel heppnað Ungmennaþing SSNV, Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra, var haldið Í félagsheimilinu á Blönduósi áhuastdögum. Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að meðal athyglisvsverðustu niðurstaðna þingsins hafi verið að innan við helmingur af þátttakendum sáu fyrir sér að búa í landshlutanum í framtíðinni. „Þessar niðurstöður eru umhugsunarverðar fyrir stjórnmálafólk landshlutans því ef unga fólkið vill ekki búa hér í framtíðinni hver á þá að gera það? “ segir í fréttinni á vef SSNV. -
Varnarleikur Stólanna flottur í öruggum sigri á Hetti
Tindastóll og Höttur mættust í 10. umferð Subway-deildarinnar í Síkinu í gærkvöldi. Liðin voru með jafn mörg stig fyrir leikinn en Stólarnir náðu upp hörkuvörn og þó svo að þeir hafi aldrei náð að stinga Austlendingana af þá ógnuðu gestirnir ekki forystu heimamanna verulega. Eftir að hafa leitt með 15 stigum í hálfleik þá urðu lokatölur 83-71. -
Jólabókakvöld og jólatónleikar á Skagaströnd í dag
Gleðibankinn eini sanni á Skagaströnd stendur fyrir Jólabókakvöldi í Bjarmanesi, gamla barnaskólanum, í kvöld og hefst lesturinn kl. 20. Það eru heimamenn sem lesa upp úr átta sérvöldum bókum sem taka þátt í jólabókaflóðina þetta árið. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir en hægt verður að næla sér í kakó, kaffi og fleira í Bjarmanesi til að njóta alls í botn. -
Þríhöfði í Síkinu
Það verður þríhöfði í Síkinu í dag og vart þverfótað fyrir Austlendingum á Króknum þar sem þrjú lið Hattar á Egilsstöðum mæta heimamönnum í Tindastóli. Veislan hefst klukkan fjögur í dag og lýkur ekki fyrr en um ellefu leytið í kvöld. Um er að ræða viðureign meistaraflokka liðanna í Subway-deildinni og leiki 9.flokks drengja og ungmennaflokks drengja. -
Varað við klakamyndun á Sauðá
„Mikill kuldi hefur verið síðustu daga og vikur og vegna þessa er nú mikil klakamyndun og ísing á ám og lækjum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðar en biðlað er til foreldra og forráðamanna að brýna fyrir börnum að leika sér ekki á ísnum á Sauðá, né í kringum ána. -
17 dagar til jóla
17 dagar er nú til jóla, dagarnir líða og helgin handan við hornið. Það er hægt að leiða að því líkum að eitthvert ykkar sé á leiðinni á einhvern jólafögnuð sem í boði verður um helgina. Jólahlaðborð og eða tónleika. Jólalög eiga eftir að óma úr öllum helstu samkomuhúsum á Norðurlandi þessa helgina. Ef það er ekkert slíkt á dagskrá er ekki úr vegi að njóta heimavið, hita sér kakó í frostinu, byrja kannski að setja gjafir í pappír, finna sér gamla jólaklassík til að horfa á eða setja „Nú stendur mikið til“ með Sigurði Guðmundssyni og Menfismafíunni á fóninn. Kalt mat blaðamanns er að sú jólaplata er einhver sú allra besta sem búin hefur verið til.
Mest skoðað
Pistlar
-
Útrýmum riðuveikinni hjá sauðfé á Íslandi
Eftir að genið sem veitir nánast algert ónæmi sauðfjár gagnvart riðu fannst í fé á Þernunesi á síðasta ári opnaðist skyndilega möguleiki til útrýmingar riðu hjá sauðfé hér á landi.Meira -
Fiskeldi og flóttamenn : Magnús Jónsson skrifar
Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða um laxeldi í sjó hér við land þar sem mest hefur verið rætt um áhrif eldislax sem sleppur úr sjókerjum á hinn villta íslenska laxastofn. Ég hef alllengi efast um að þessi starfsemi eigi sér langa framtíð af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Fyrir nokkru horfði ég á heimildarþátt í sænska sjónvarpinu sem bar nafnið Rányrkja í Atlantshafi. Það er kveikjan að þessum skrifum.Meira -
Riða og bætur til bænda
Fyrir skömmu undirritaði matvælaráðherra breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé. Breytingin kveður á um að yfirdýralæknir geti framvegis lagt til við ráðherra niðurskurð á hluta þar sem riða greinist en ekki allrar hjarðarinnar líkt og reglugerðin hefur kveðið á um fram til þessa. Það er afar ánægjulegt að þessi breyting hafi loksins gengið í gegn og mikilvægt að vel takist til í framhaldinu.Meira
Hr. Hundfúll
-
Föstudagur 24. febrúar 2023
Hvar er sanngirnin í þessu?!?
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
SiggaSiggaSigga
-
Miðvikudagur 25. október 2023
Leiðari: Hvar er krummi?
Leiðari vikunnar er meira svona hugleiðing um hvað varð af krummanum hér á Króknum því á tal við Feykisfólkið kom ágætur áskrifandi sem hafði áhyggjur, já eða skildi ekki hvað hefði orðið af krumma. Þannig vill til að þar sem maðurinn heldur til við sín störf hafa yfirleitt verið nokkuð mörg krummapör í gegnum árin og hann fylgst með þeim og taldi, þegar mest var, um 17 pör.
Feykir á facebook
Uppskriftir frá lesendum
Það var lagið
Að þessu sinni mælir Feykir.is með
-
Dásamleg upplifun sælkera á Bjórhátíðinni á Hólum
Bjórhátíðin á Hólum verður haldin nk. laugardag 1. júlí og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stendur frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mæta helstu bjórframleiðendur landsins og kynna fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Hvað er að gerast
Sendu upplýsingar um viðburði á feykir@feykir.is
Rabb-a-babb
-
rabb-a-babb 63: Kári Kára
Nafn: Kári Kárason.
Árgangur: 1967.
Fjölskylduhagir: Giftur 4 barna faðir.
Starf / nám: Stöðvarstjóri Íslandspósts á Blönduósi.
Bifreið: Pajero.
Hestöfl: Jesus..næsta spurning.
Hvað er í deiglunni: Setja upp eldhúsinnréttingu....
Tón-Lystin
-
Folsom Prison Blues var fyrsta lagið sem Inga fílaði í botn / INGA SUSKA
Að þessu sinni er það Inga Rós Suska Hauksdóttir sem svarar Tón-lystinni en hún er Blönduósingar, fædd 2006. Hún er því alveg 16 ára gömul og þegar farin að láta til sín taka músíkinni. Hún steig á stokk á Húnavöku nú í sumar við fínar undirtektir og söng sig inn í hjörtu viðstaddra við gítarundirleik Elvars Loga tónlistarkennara. Í haust stefnir Inga síðan á söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri og ætlar að stunda nám á sviðslistabraut við MA. „Ég er rosalega spennt fyrir því!“ sagði hún þegar blaðamaður Feykis lagði fyrir hana nokkrar spurningar í Facebook-skilaboðum í lok júlí.