Rauð viðvörun er í dag á Degi leikskólans og allt skólahald liggur niðri í Skagafirði. Leikskólinn minn er lokaður og hefur reyndar verið lítið um að börn hafi fengið að koma þangað síðustu daga vegna verkfalls. Vikurnar fyrir verkfall þurftum við líka að loka deildum og senda börn heim vegna manneklu. Þá þurftu kennarar og annað starfsfólk að hlaupa hraðar til að láta daginn ganga upp. Er það það sem við viljum? Náum við að vinna okkar faglega starf þannig? Náum við að horfa á þarfir hvers og eins og grípa þá sem þurfa meiri aðstoð? Nei, nei það getum við ekki og það er ekki það sem við viljum.
Undirbúningstímabil knattspyrnufólks hefst fyrir alvöru um helgina þegar Lengjubikarinn fer í gang. Þrjú lið af Norðurlandi vestra taka þátt í keppninni þennan veturinn; Bestu deildar lið Tindastólskvenna spilar í riðli 1 í A deild, Kormákur/Hvöt tekur aldrei þessu vant þátt í Lengjubikarnum en Dominic Furness þjálfari mætir til leiks með sína kappa í 1. riðli B deildar og þá mætir Konni með Tindastólspiltana í riðil 4 í B deild.
Það er kannski ekki merkileg frétt alla jafna að flugvél taki á loft í Skagafirði en í illviðrinu síðasta sólarhringinn þá tókst sýningarvél, sem staðsett var á túninu neðan Samgöngusafnsins í Stóragerði, á loft og endaði á hvolfi.
FISK Seafood og Kaupfélag Skagfirðinga hafa ráðist í framkvæmdir á Eyrinni á Króknum en þar stendur til að reisa nýja frystigeymslu sem nýtist þá bæði FISK Seafood og Kjötafurðastöð KS. Að sögn Jóns Kristins Guðmundssonar, verkefna- og þróunarstjóra hjá FISK Seafood, þá var hafist handa þann 15. nóvember sl. að taka frost og aftengja gamlar frystigeymslur sem fyrir voru á svæðinu þar sem ný geymsla mun rísa. „Strax í kjölfarið var farið að rífa þær byggingar og lauk því verki í byrjun janúar. Þessar byggingar voru reistar árið 1949 samkvæmt fasteignaskrá,“ segir Jón Kristinn.
Matgæðingar vikunnar í tbl. 18, 2024, voru Árni Gunnarsson og Elenóra Jónsdóttir á Sauðárkróki. Árni er frá Flatatungu í Akrahreppi, hinum forna, og eru foreldrar hans Gunnar heitinn Oddsson, bóndi í Flatatungu, og Helga Árnadóttir, húsfreyja, en Helga er fædd og uppalin á Akranesi. Árni ólst upp í firðinum fagra en flutti til Reykjavíkur eftir stúdentspróf til að nema sagnfræði við HÍ og síðar Háskólann í Bielefeld í Þýskalandi og vann þar sem blaða- og fréttamaður með náminu. Elenóra er fædd og uppalin í Reykjavík en foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson og Guðfinna Erla Jörundsdóttir.
Rauð veðurviðvörun tekur gildi á ný hér á Norðurlandi vestra kl. 10 og stendur til kl. 15 í dag. Vegagerðin ítrekar að ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga alls ekki að vera á ferli milli landshluta í dag. Margir vegir eru á óvissustigi og geta því lokað með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum.
Vikuna 22.-29. mars nk. mun Rokkkórinn úr Húnaþingi vestra fara á stjá með þrenna tónleika. Já, það er ekki bara farið suður á höfuborgarsvæðið 22. mars, heldur líka austur í Skagafjörð fimmtudaginn 27. mars og svo heima á Hvammstanga 29. mars. Síðustu helgina í apríl mun kórinn svo halda vestur í Búðardal og koma fram á Jörfagleðinni. Það er því nóg fyrir stafni hjá kórnum á næstunni en hafa æfingar staðið yfir með hléum frá því um haustið 2023.
Á heimasíðu Mílu eru til kynningaráform um lagningu ljósleiðara á Laugarbakka sumarið 2025. Í framhaldi af lagningu og tengingu ljósleiðarans í hús verða koparlínur aflagðar, segir á vef Húnaþings vestra.
Óskað er eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna matvælaráðuneytisins sem atvinnuvegaráðherra veitir árlega í tengslum við Búnaðarþing. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar um bændabýli eða önnur landbúnaðarfyrirtæki og félög sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í íslenskum landbúnaði á síðasta ári.
Veðurstofa Íslands hefur nú uppfært úr appelsínugulri viðvörun yfir í rauða fyrir Norðurland vestra og Strandir í dag og á morgun. Útlit er sem hér segir af vef veðurstofunnar. Fréttamiðlar hafa ekki undan að skrifa veðurfréttir og uppfæra áður skrifaðar fréttir því veðurspáin versnar stöðugt og nú er ekki annað hægt en að vona að nú sé toppnum náð.
Í Fellstúninu á Króknum býr Orri Freyr Tómasson og hundurinn Tindur. Foreldrar Orra eru Tómas Pétur Heiðarsson og Agnes Ósk Gunnarsdóttir en Orri á einnig tvær systur sem heita Klara Sjöfn og Fanney Embla. Hundurinn hans Orra, Tindur, er smáhundur af tegundinni Bichon Frise og það sem einkennir þá útlitslega er að þeir er yfirleitt mjallahvítir en geta stundum verið með ljósbrúna bletti í sér fyrir 12 mánaða aldur.
Rauð viðvörun er í dag á Degi leikskólans og allt skólahald liggur niðri í Skagafirði. Leikskólinn minn er lokaður og hefur reyndar verið lítið um að börn hafi fengið að koma þangað síðustu daga vegna verkfalls. Vikurnar fyrir verkfall þurftum við líka að loka deildum og senda börn heim vegna manneklu. Þá þurftu kennarar og annað starfsfólk að hlaupa hraðar til að láta daginn ganga upp. Er það það sem við viljum? Náum við að vinna okkar faglega starf þannig? Náum við að horfa á þarfir hvers og eins og grípa þá sem þurfa meiri aðstoð? Nei, nei það getum við ekki og það er ekki það sem við viljum.
Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.
Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki hvað síst við í íþróttum og hvergi meir en í þjóðaríþróttinni, handbolta, þar sem vonir og væntingar eiga það til að rjúka upp í svo miklar hæðir að ekkert blasir við annað en hyldýpið þegar sætir draumarnir breytast í skelfilega martröð.
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.
Nafn: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Búseta: Búsett með maka í Bretlandi, en með annan fótinn á Íslandi. Hvað er í deiglunni: Það er ýmislegt. Ég starfa sem stendur sem dálkahöfundur hjá dagblaðinu Metro í Bretlandi, ásamt því að reka kvikmyndaverkefnið My Genderation, sem snýr að því að búa til heimildarmyndir og annað efni um transfólk og reynslu þeirra. Svo er ég líka á fullu í réttindabaráttu fyrir hinsegin fólk bæði í Bretlandi og á Íslandi. Ætli ég skelli mér ekki bara í pólítík fyrir einhvern sniðugan flokk á næstu árum? Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Ég nota óspart: „Víða er pottur brotinn“.
Berglind Óladóttir er íbúi í sveitarfélaginu Reykjavík og af þeim ágæta árgangi´77. Helstu tónlistarafrek: Fyrsta stigs, og þá meina ég fyrsta, próf á píanó og fumlaus flutningur með The Big Band, skólahljómsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks, á tónleikum í Danmörku árið 1992.