Laugardaginn 7. desember kl. 14:00 verður haldinn fyrirlestur í aðalbyggingu Háskólans á Hólum um frumniðurstöður fornleifarannsóknar sem farið hefur fram í Hjaltadal undanfarin fjögur sumur.
Í alþingiskosningunum um liðna helgi kusu Norðvestlendingar bæjarstjórann á Ísafirði á þing. Ísfirðingar voru fljótir til og skipuðu Skagfirðing í embættið í stað Örnu Láru Jónsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Það er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Dalsmynni í Hjaltadal sem verður næsti bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Veðrið var kannski ekki í jólaskapi á laugardaginn þegar ljós voru tendruð á jólatré Króksara á Kirkjutorginu. En það var í það minnsta hvít jörð sem er jú alltaf jólalegra og bjartara. Sagt er frá því í frétt á vef Skagafjarðar að íbúar hafi ekki látið kuldann og vindinn á sig fá og var vel mætt – margir örugglega fullir af fjöri og krafti eftir að hafa skóflað í sig gómsætu á fjölmennu jólahlaðborði Rótarýklúbbsins.
Stólastúlkur mættu toppliði Hauka í Bónus deildinni í kvöld í kostulega sveiflukenndum leik. Gestirnir voru ellefu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn og höfðu spilað vel í öðrum og þriðja leikhluta og gjörsamlega slegið heimastúlkur út af laginu en þær höfðu átt glimrandi leik í fyrsta leikhluta. En Stólastúlkur gáfust ekki upp, snéru leiknum sér í hag og komust yfir með þristi frá Brynju Líf þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og þá var orkan okkar megin. Lokatölur 90-86 og sannarlega frábær sigur í höfn.
Á dögunum var undirritaður nýr styrktarsamningur Húnaþings vestra og hátíðarinnar Eldur í Húnaþingi sem haldin er í lok júlí ár hvert. Fram kemur í frétt á heimasíðu Húnaþings vestra að nýi samningurinn sé til fimm ára og er sveitarfélagið með honum að auka stuðning við hátíðina verulega, bæði hvað varðar bein fjárframlög sem og með gjaldfrjálsum afnotum af Félagsheimilinu Hvammstanga og húsnæði stofnana sveitarfélagsins.
Það styttist í tónleika Jólahúna sem fara fram í Félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 15. desember og hefjast á slaginu sex. Það er að mestu sami hópurinn sem kemur fram núna og var í fyrra en að sögn Árný Bjarkar Brynjólfsdóttur, yfirjólahúns, er algjörlega frábær stemning í hópnum, „Æfingarnar ganga eins og í sögu og einkennast fyrst og fremst af hlátri, samvinnu og góðri vináttu. Það er hreint út sagt ómetanlegt að hafa þau með sér í liði,“ segir Árný.
Rökkurganga Byggðasafns Skagfirðinga fór fram í Glaumbæ sunnudaginn 1. desember. Hús safnsins voru skreytt hátt og lágt og eins og hefð er fyrir þá var sögustund í baðstofunni sem var vel sótt að venju. Þá komu félagar úr þjóðháttafélaginu Handraðanum, konur úr Pilsaþyt og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni í heimsókn og voru með jólastarfsdag í gamla bænum. Andrúmsloftið í bænum var eins og við jólaundirbúning um 1900.
Miðvikudaginn 4. desember kynnir Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, bók sína, Dauðadómurinn, á Kaffi Krók á Sauðárkróki. Bókin byggir á rannsókn Steinunnar á aftökum eftir siðaskupti á Íslandsi og segir sögu Bjarna Bjarnasonar frá Sjöundá.
Kæru kjósendur og stuðningsmenn,
Við viljum senda ykkur innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning í aðdraganda kosninganna og það traust sem þið sýnduð okkur á kjördag. Markmið okkar var að verða aftur stærsti flokkurinn í kjördæminu og tryggja Ól...
Í Stúdíó Handbendi næstkomandi föstudag 6. desember kl. 20:00 verður hægt að upplifa leikhúslistina og njóta leiklestrar á Sögu úr dýragarðinum eftir Edward Albee, í frábærri þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Þetta nútíma klassíska verk er stutt, meinfyndið og áleitið og skilur mikið eftir sig. Leiklesið með tilþrifum af Arnari Hrólfssyni og Víkingi Leon Þórðarsyni með dyggri aðstoð Emelíu Írisar Benediktsdóttur, undir stjórn Sigurðar Líndal.
Kæru kjósendur og stuðningsmenn,
Við viljum senda ykkur innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning í aðdraganda kosninganna og það traust sem þið sýnduð okkur á kjördag. Markmið okkar var að verða aftur stærsti flokkurinn í kjördæminu og tryggja Ól...
Ólafur Adolfsson hefur allt til að bera sem þarf í hlutverk fyrsta þingmanns kjördæmisins. Djúpar rætur hans sem Snæfellings, landsþekkt forysta hans sem keppnismanns í íþróttum, farsæll, sigursæll og árangursríkur ferill sveitarstjórnarmanns á Akranesi og ekki síst óþreytandi barátta hans sem lyfsali á landsbyggðinni í baráttu við ofurefli.
Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.
Að þessu sinni er það íbúi í Kópavogi sem svarar Tón-lystinni, Gunnar Sigfús Björnsson, bassaleikari af árgangi 1991. „Ég er fæddur á Sauðárkróki og uppalinn að miklu leyti á Varmalæk í Lýtingsstaðahrepp. Foreldrar mínir eru Björn Sveinsson frá Varmalæk og Sólveig Sigríður Einarsdóttir frá Mosfelli. Ég flutti að Mosfelli í Austur-Húnavatnssýslu fyrir grunnskóla og var í Húnavallaskóla en var þó mikið í Skagafirði líka,“ segir Gunnar Sigfús.