„Ekki okkar besta frammistaða og hefði mátt vera mikið betri. En svona er boltinn, maður vinnur og tapar, áfram gakk,“ segir Eva Rún Dagsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í körfunni, aðspurð um frammistöðu Stólastúlkna í vetur, en árangur liðsins í 1. deildinni var ekki á pari við væntingar.
Í tilkynningu Lögreglunnar á Austurlandi kemur fram að fundað hafi verið með Veðurstofu í morgun þar sem staðan var metin á Austfjörðum m.t.t. snjóflóðahættu og veðurs framundan. Ákveðið var að aflétta rýmingu á svæði 18 í Neskaupstað.
Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga. Það er vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess.
Tindastuð 2023 var haldið í þriðja skiptið sl. laugardag á skíðasvæði Tindastóls. Það var mikið um að vera frá morgni til kvölds, Íslandsmeistaramót í snocrossi, skíða- og snjóbrettaupplifun í brekkunum og tónleikar um kvöldið. Sigurður Hauksson, staðarhaldari skíðasvæðisins, sagðist vera að ná sér eftir átök helgarinnar er Feykir náði tali af honum gær.
Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig og segir á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að flóðið hafi farið yfir Strandgötu og í sjó fram.
Kvennalið Tindastóls í körfunni kláraði tímabilið í vetur með því að spila þrjá leiki á einni viku og því miður töpuðust þeir allir. Það kom kannski ekki á óvart að liðið tapaði gegn toppliði Stjörnunnar og sterku liði KR en í fyrsta leik þessarar þrennu mættu Stólastúlkur liði Ármanns í leik sem átti að vera séns á að taka. Þá var hins vegar Jayla Johnson í leikbanni og gestirnir unnu öruggan sigur.
Að halda og heimsækja atvinnulífssýningu í Skagafirði er bæði gefandi og gaman. Tekin hefur verið ákvörðun þess efnis að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 20.–21. maí næstkomandi og hefur nú verið opnað fyrir skráningar. Síðustu skipti sem atvinnulífssýning hefur verið sett upp á Króknum hefur það verið á kosningaári en ekki reyndist unnt að halda sýningu í fyrra.
Alls bárust 232 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2023. Veittir voru styrkir til 207 verkefna. Úthlutað var 308.600.000 kr., en sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna. Hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra hlaut Silfrastaðakirkja (fimm millj.) sem nú er verið að gera upp á Sauðárkróki en þangað var hún flutt í október 2021. Næst hæsti styrkurinn fór á Blönduós 4,5 m.kr. vegna Pétursborgar og Holtastaðakirkja fékk 4 m.kr.
Á 103. ársþingi UMSS, sem haldið var fyrir skömmu, var m.a. skrifað undir samstarfsamning ULM 2023 sem fram fer á Sauðárkróki daganna 3.-6. ágúst nk. Þá voru veitt Silfurmerki ÍSÍ og Gullmerki UMFÍ.
Þegar ég byrjaði að keyra fyrir verkefnið Smáframleiðendur á ferðinni, sumarið 2020 hafði ég ekki hugsað mikið út í smáframleiðendur. Ég vissi að þeim færi fjölgandi enn hafði ekki velt fyrir mér tilveru þeirra eða tilgangi. Á síðustu tveimur árum hef ég fengið að kynnast breidd smáframleiðenda sem hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart.
Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi hefur verið í stöðugri sókn allt frá stofnun Textílseturs Íslands árið 2005 og ekki síður eftir að það, ásamt Þekkingarsetrinu á Blönduósi sem stofnað var 2012, leiddu saman hesta sína 8. janúar 2019 og úr varð sú Textílmiðstöð sem við þekkjum í dag. Vel útbúið TextílLab Textílmiðstöðvarinnar stendur fólki til boða og kíkti Feykir í heimsókn á dögunum.
Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga. Það er vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess.
Þegar ég byrjaði að keyra fyrir verkefnið Smáframleiðendur á ferðinni, sumarið 2020 hafði ég ekki hugsað mikið út í smáframleiðendur. Ég vissi að þeim færi fjölgandi enn hafði ekki velt fyrir mér tilveru þeirra eða tilgangi. Á síðustu tveimur árum hef ég fengið að kynnast breidd smáframleiðenda sem hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart.
Með ákvörðunum sveitarstjórna Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Húnabyggðar og Ásahrepps um að staldra við í skipulagsmálum orkumannvirkja þar sem orkuvinnsla í núverandi lagaumgjörð þjóni ekki hagsmunum sveitarfélaganna er í raun komið virkjanastopp á Íslandi. Það þykir að sjálfsögðu bagalegt, sem það er. Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar er fullnýtt og ekki er til meiri orka á sama tíma og orkuskiptin eru framundan. Það verður því að bretta upp ermar og byrja að virkja fyrir þjóðina!
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Fyrr í þessum mánuði hratt húnvetnski tónlistarmaðurinn Haraldur Ægir Guðmundsson af stað Karolinafund/söfnun upp í framleiðslu á vinyl plötu með nýrri eigin tónlist. Á Facebook-síðu sinni greinir Haraldur frá því að Andrés Þór gítarleikari og Matthías Hemstock hafi unnið tónlistina með honum en upptökum og hljóðblöndun stjórnaði Ómar Guðjónsson.
Fjölskylduhagir: Maðurinn minn, til næstum 50 ára, er Aðalsteinn J. Maríusson. Eigum tvo syni + tengdadætur og fjögur barnabörn.
Búseta: Sauðárkrókur síðan 1975, komum frá Reykjavík.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég fæddist í baðstofunni á Barkarstöðum í Svartárdal, dóttir hjónanna Halldóru Bjarnadóttur og Sigurðar Þorkelssonar. Ólst þar upp í miklu eftirlæti.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Arfahreinsa garðinn.
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari, er fæddur árið 1986, alinn upp á Króknum og sonur Maríu Bjarkar Ingvadóttur og Ómars Braga Stefánssonar. Ingvi Hrannar lærði á blokkflautu eins og svo margir en spurður um helstu tónlistarafrek segist hann hafa verið bjartasta vonin í Tónlistarskóla Skagafjarðar vorið 1992. „Reyndar held ég að það hafi ekki verið formleg kosning en ég var að verða mjög frambærilegur á blokkflautuna og hefði líklega átt að halda áfram á þeirri braut,“ segir Ingvi Hrannar fjallbrattur.