Mér finnst áberandi hve það kemur flatt upp á ýmsa nemendur mína þegar ég segi að Ísland sé í hópi ríkustu samfélaga í heimi. Sýni ég þeim gjarnan einhverja lista þar sem við kannski rólum í kringum fimmtánda sæti og eftir að búið er að taka út einhvers konar borgríki, sjálfstjórnarsvæði og jafnvel olíuríki með mikla sérstöðu blasir við að við erum á topp tíu ef ekki topp fimm meðal samfélaga sem við viljum bera okkur saman við þ.e. Vestræn lýðræðisríki. Ef litið er til samanburðar sem tekur til fleiri lífskjaraþátta heldur en tekna, þá komum við alla jafna nokkuð vel út þegar litið er til ungbarnadauða, lífaldurs, heilsu, jafnréttis, friðsældar, mannréttinda, menntunar o.fl. slíkra þátta
Króksarar halda að venju snemma upp á sjómannadaginn og halda sína SjávarSælu í dag sem hefst með skemmtisiglingu nú um hádegið. Fjölskylduhátíð verður síðan á syðri bryggjunni frá klukkan eitt, hátíðarkvöldverður undir veislustjórn Gísla Einars í Síkinu í kvöld og ef það er ekki nógu sexý fyrir flesta þá mætir mister sexý sjálfur, Helgi Björns, ásamt fríðu föruneyti og heldur uppi fjöri eins og honum einum er lagið.
Nú aðra vikuna í maí hélt fríður flokkur af landi brott í fimm daga reisu til Noregs. Það voru allt í allt 35 starfsmenn Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna sem brugðu undir sig betri fætinum í þeim tilgangi að fræðast um stefnur og strauma, áherslur og verkefni annarra innan byggða-, atvinnu-, nýsköpunar- og atvinnumála. Þessir aðilar, þ.e. Byggðastofnun og landshlutasamtökin, fara reglulega í sameiginlegar náms- og kynnisferðir til nágrannalandanna. Feykir hafði samband við Ragnhildi Friðriksdóttur, sérfræðing á þróunarsviði Byggðastofnunar, sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja ferðina ásamt samstarfsfólki sínu, og spurði aðeins út í ferðalagið.
Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Pavel Ermolinskij, sem nýlega leiddi Tindastól til frækilegs sigurs í Íslandsmótinu í körfubolta, verði áfram hjá félaginu. Um það var gerður samningur til tveggja ára og mun Pavel til viðbótar við meistaraflokkinn og Subway deildina einnig aðstoða með ýmsum hætti við unglingastarf Tindastóls bæði í karla og kvennaflokkum.
Byggðarráð Skagafjarðar hefur ákveðið að leikskóla- og fæðisgjöld þeirra barna sem sannarlega geta ekki nýtt sinn rétt á leikskólanum vegna verkfalla, verði innheimt í hlutfalli við þann vistunartíma sem úthlutað er.
Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, nemandi 6. bekkjar Árskóla á Sauðárkóki, stóð uppi sem sigurvegari í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023, hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla landsins. Hugmynd Jóhönnu Maríu kallast Ultimo sem bæði er hlutur og app. Með appinu er hægt að skanna matvæli og hvenær hann rennur út sem sendir svo skilaboð á skjá sem er t.d. fest við kæliskáp.
Næstkomandi sunnudag er sjómannadagurinn og víða á landinu haldinn hátíðlegur sjómönnum til heiðurs og þeirra fjölskyldum. Sums staðar fara hátíðahöld fram á laugardeginum með alls kyns viðburðum og skemmtilegheitum. Nú eru liðin 85 ár frá því að sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti en það var hinn 6. júní árið 1938 á tveimur stöðum á landinu, í Reykjavík og á Ísafirði. Það eru hins vegar ekki nema 36 ár síðan dagurinn varð lögskipaður frídagur sjómanna eða 1987 og jafnframt gerður að almennum fánadegi. Fram að því var það undir útgerðinni komið hvort sjómenn gátu glaðst í landi þann daginn.
Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, er kominn út. Að þessu sinni 44. árgangur. Birtar eru fréttir síðasta árs úr öllum „gömlu sveitarfélögunum“ sem mynda Húnaþing vestra og minnst þeirra sem létust á síðasta ári á svæðinu. Einnig eru í ritinu frásagnir, ljóð og annar fróðleikur úr héraði.
Nú stendur yfir þriðji dagur verkfalls hjá þeim félagsmönnum Kjalar stéttarfélags, er starfa í leikskólum Skagafjarðar. Á morgun ganga þeir aftur til starfa, en ef ekki tekst að semja, munu þeir hefja tveggja vikna verkfall mánudaginn 5. júní.
Þær Guðrún Sigurjónsdóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir láta af störfum vegna aldurs við skólalok Húnaskóla en þær hafa báðar unnið við skóla í Austur-Húnavatnssýslu til fjölda ára.
Lið Tindastóls bar sigurorð af ÍBV í Eyjum í gær og gerði Melissa Garcia bæði mörk Stólastúlkna í 1-2 sigri. Feykir bað Melissu að leik loknum að lýsa mörkunum sem hún gerði í Eyjum en hún sagði að þau hefðu bæði komið eftir frábærar sendingar, fyrst frá Aldísi en síðari Murr. „Ég tók hlaupin á nærstöngina í báðum mörkunum til að koma boltanum í netið. Bæði mörkin komu eftir frábæra uppbyggingu sem allt liðið átti þátt í að skapa.“
Mér finnst áberandi hve það kemur flatt upp á ýmsa nemendur mína þegar ég segi að Ísland sé í hópi ríkustu samfélaga í heimi. Sýni ég þeim gjarnan einhverja lista þar sem við kannski rólum í kringum fimmtánda sæti og eftir að búið er að taka út einhvers konar borgríki, sjálfstjórnarsvæði og jafnvel olíuríki með mikla sérstöðu blasir við að við erum á topp tíu ef ekki topp fimm meðal samfélaga sem við viljum bera okkur saman við þ.e. Vestræn lýðræðisríki. Ef litið er til samanburðar sem tekur til fleiri lífskjaraþátta heldur en tekna, þá komum við alla jafna nokkuð vel út þegar litið er til ungbarnadauða, lífaldurs, heilsu, jafnréttis, friðsældar, mannréttinda, menntunar o.fl. slíkra þátta
Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi.
Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núverandi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottinum á veiðitímabilinu sem stendur í 48 daga frá maí til ágúst. Líklegt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri 48 vegna skorts á aflaheimildum. hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur tæpum fimm prósentum.
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Næstkomandi sunnudag hefst Sæluvika Skagfirðinga með allri sinni dýrð og samkvæmt hefð frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks sitt leikrit um kvöldið. Að þessu sinni varð gamanleikurinn Á svið fyrir valinu eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Feykir sendi Sigurlaugu Dóru Ingimundardóttur, formanns félagsins, nokkrar spurningar og forvitnaðist um verkið.
Fjölskylduhagir: Gift Kára Bragasyni, saman eigum við Aron Óla 12 ára og Ara Karl 5 ára, ég átti áður Karen Ástu 17 ára og svo á ég stjúpsoninn Dag Smára 16 ára.
Búseta: Hvammstangi.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er fædd og uppalin á Siglufirði þar sem hjartað slær. Er dóttir Óla Birgis (Bigga Run) og Fríðu Alexanders.
Skólamanninn Sölva Sveinsson kannast eflaust flestir við en hann er cand. mag. í sagnfræði og hefur lengst af starfað við kennslu og skólastjórnun, ásamt ritstörfum, fæddur árið 1950, alinn upp á Króknum, aðallega í fjörunni segir hann.