Undanfarin ár hefur Sæluvikan hafist síðasta sunnudag aprílmánaðar og staðið yfir í viku. Nú er til skoðunar hvort færa eigi Sæluviku fram um tvær vikur, þannig að hún hefjist um miðjan apríl.
Feykir hafði samband við Arnar þjálfara í morgun eftir góðan sigur Tindastóls á Manchester og byrjaði að spyrja hvað hann var ánægðastur með í leik Tindastóls. „Ég var sérstaklega ánægður með orkuna í húsinu. Áhorfendur voru alveg stórkostlegir í gær. Mér fannst leikmenn mjög klókir að finna nyjar lausnir sóknarlega, þar sem Manchester gerði mjög vel að klippa á hluti sem við höfum gert vel í vetur. Strákarnir vour hinsvegar fljótir að sjá nýjar opnanir sem buðust við það.“
Boðuð hefur verið bygging húss skagfirskrar lista- og safnastarfsemi á Sauðárkróki sem á að vera tilbúin á næstu árum. Það er spennandi verkefni og mun efla samfélagið á Sauðárkróki og víðar. Varðandi starfsemi hússins hefur verið tekið fram að það verði leik- og safnahús en ekki aðstaða til tónlistarflutnings og að Miðgarður í Varmahlíð hafi það hlutverk.
Atvinnuleysi er lægst á landinu á Norðurlandi vestra, eða aðeins 1,3%, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Í frétt Húnahornsins segir að skráð atvinnuleysi á landinu öllu í október hafi verið 3,9% og hafði þá aukist um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í október 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,4%. Að meðaltali voru 8.030 atvinnulausir í október síðastliðnum, 4.661 karl og 3.369 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 682 manns milli mánaða.
Annar heimaleikur Tindastóls í ENBL Evrópukeppninni var spilaður í Síkinu í gærkvöldi fyrir framan um 600 áhorfendur. Frábær stemning var í Síkinu og buðu Stólarnir og gestir þeirra frá Manchester á Englandi upp á frábæra skemmtun, spennandi körfuboltaleik, dramatískar lokasekúndur og þá var auðvitað frábært að sigurinn lenti okkar megin. Lokatölur 100-96.
Það er miðvikudagurinn 12. nóvember í dag, styttist óðfluga í aðventuna og fólk þarf að fara að grafa upp jólalagalistana sína fyrr en varir. Jafnaðargeð hefur helst einkennt Vetur konung síðustu vikuna og útlit er fyrir að lítil breyting verði á því fram yfir helgi. Þó gæti aðeins bætt í vind seinni partinn á morgun - fimmtudag - og jafnvel boðið upp á lítils háttar snjókomu. Á föstudag lægir og sólin brýst fram.
Fjölda íbúa í sveitarfélögum á Íslandi fjölgaði um 1,3% milli ára samkvæmt tölum Þjóðskrár en miðað er við tímabilið frá 1. nóvember 2024 til 1. nóvember 2025. Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 60 milli ára, eða um 0,8%, en mest var fjölgunin í Skagafirði. Þar töldust íbúar vera 4.500 nú í byrjun mánaðar og hafði fjölgað um 69 frá fyrra ári en það er 1,6% fjölgun. Þá fjölgaði sömuleiðis í Húnaþingi vestra um 1% og teljast íbúar þar nú vera 1.362 en voru ári áður 1.249.
Sannkölluð tónlistarveisla verður í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardag 15. nóvember þegar tríóið Hljómbrá heldur tónleika ásamt hljómsveit og gestasöngvurum.
Það er langt frá því á hverjum degi sem lið Tindastóls og Manchester mætast á íþróttavellinum og sennilega má slá því föstu að leikur liðanna í Síkinu í kvöld sé í fyrsta sinn sem þess stórveldi í boltanum leiða saman hesta sína. Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna í Síkið og hvetja Stólana til sigurs, það er rennifæri og veðurspáin fín og hlýtt og gott í Síkinu.
Skagfirðingur hlaut á dögunum Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga sem veittur er árlega því félagi sem hefur skarað fram úr í æskulýðsstarfi á liðnu ári. Valið byggir, á innsendum æskulýðsnefndaskýrslum, og er það æskulýðsnefnd LH sem hefur það verkefni að velja handhafa bikarsins.
Fyrir helgi var tilkynnt um val Halldórs Jóns Sigurðssonar (Donna), landsliðsþjálfara U19 kvenna í knattspyrnu, á hópnum sem tekur þátt í undankeppni EM 2026. Tveir leikmanna Tindastóls, þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir, eru í hópnum auk þess sem Hrafnhildur Salka Pálmadóttir sem lék með Stólastúlkum í sumar, en var að láni frá Val, er í hópnum.
Boðuð hefur verið bygging húss skagfirskrar lista- og safnastarfsemi á Sauðárkróki sem á að vera tilbúin á næstu árum. Það er spennandi verkefni og mun efla samfélagið á Sauðárkróki og víðar. Varðandi starfsemi hússins hefur verið tekið fram að það verði leik- og safnahús en ekki aðstaða til tónlistarflutnings og að Miðgarður í Varmahlíð hafi það hlutverk.
Vegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi.
Fyrir rúmu ári lét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nú forsætisráðherra, þau orð falla í hlaðvarpinu Chess After Dark að ekki yrði auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu eftir að inn væri komið. Þá væri umsóknarferlið að sambandinu alls ekki einfalt. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Kristján Baldvinsson býr á Akranesi um þessar mundir. Kappinn er fæddur 1968 og ólst upp í gamla bænum á Sauðárkróki. Hljóðfærið hans Kidda er trommur og sá hann í nokkrar vertíðir um að halda taktinum í skagfirsku sveiflunni svo eitthvað sé nefnt.
Áhersla á heilaheilsu verður sífellt meiri og sýna rannsóknir að lífsstílstengdir þættir sem og fjölbreytt hugarþjálfun skipta sköpum þegar viðhalda á góðri heilaheilsu út lífið.
Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði í að brugga sinn eigin bjór heima. Það verður farið í gegnum þau mismunandi skref bruggunar og þann búnað sem þarf til heimabruggunar, sem er nokkuð einfaldur og þú bruggar þinn eigin bjór undir handleiðslu.
Lestrarstundir fyrir yngstu kynslóðina alla fimmtudaga kl. 16:30.
Lesefnið miðast við leikskólaaldur.
Öll velkomin, á öllum aldri, börn, foreldrar og aðrir aðstandendur.
Hið árlega rithöfundakvöld verður fimmtudagskvöldið 13. nóvember og hefst klukkan 20. Að vanda fer viðburðurinn fram í húsnæði safnsins á efri hæð Safnahússins við Faxatorg. Fimm höfundar mæta til leiks að þessu sinni og kynna sig og nýútkomnar bækur sínar.