List fyrir alla hefur staðið fyrir listatengdum verkefnum í grunnskólum á Íslandi síðustu ár. Í gær fékk hópur stúlkna í Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra þær fréttir að lag sem þær höfðu samið og sent inn í keppni á vegum Listar fyrir alla hafði verið valið sem eitt af þremur lögum sem keppa til úrslita. Það var Valdimar Gunnlaugsson, tónlistarstjóri húsbandsins í skólanum, sem fékk skemmtilega upphringingu frá Hörpu Rut Hilmarsdóttur, sem ein þeirra sem er í forsvari fyrir List fyrir alla, með þessum fínu fréttum.
Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Stormi sem hófst 3. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SSNV.
Tólf prósent kjósenda myndi greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.
Skagstrendingarnir og Tindastólsstúlkurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa síðustu daga verið með U17 landsliði Íslands í knattspyrnu en liðið hefur nýlokið þátttöku í undankeppni EM 2024/25 en keppnin fór fram í Skotlandi. Liðið lék þrjá leiki, mættu Skotum, Pólverjum og Norður-Írum og vann einn leik en tapaði tveimur. Feykir lagði í morgun nokkrar spurningar fyrir Elísu Bríeti.
Færð á vegum á Norðurlandi vestra er alla jafna góð nú að morgni en víðast hvar er greiðfært. Þó eru hálkublettir í Blönduhlíð og á Öxnadalsheiði og sömuleiðis á Þverárfjalli og á stöku stað á þjóðvegi 1 í Húnavatnssýslum. Útlit er fyrir ágætis veður í dag en með kvöldinu þykknar upp og má búast við snjókomu í nótt en dregur úr með morgninum.
Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Stjörnunnar í Síkinu í kvöld í annari umferð Bónus deildarinnar. Margir óttuðust erfiðan leik gegn spútnikliði síðasta tímabils, Stjörnunni, sem hafði lagt Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrstu umferð á meðan lið Tindastóls steinlá í sveiflukenndum leik gegn Aþenu. En það er ekki á vísan að róa þegar kemur að íþróttum og í kvöld hefði mátt halda að það hefði verið lið Tindastóls, ekki Stjörnunnar, sem stóð sig með glæsibrag í efstu deild á síðasta tímabili. Stólastúlkur leiddu frá fyrstu til síðustu mínútu í leiknum og unnu öruggan 26 stiga sigur, 103-77.
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 10. október, heldur húnvetnska tónlistarkonan Sigurdís tónleikana „Bergmál fjallanna” í Djúpinu í Hafnarstræti í Reykjavík. Sigurdís er lagasmiður, píanóleikari og söngkona, búsett í Danmörku, en alin upp í Ártúnum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu.
Valur Freyr Halldórsson verður nýr slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember næstkomandi. Starfið, sem er 75% starf, var auglýst laust til umsóknar í síðasta mánuði með umsóknarfresti 1. október. Ein umsókn barst. Hvanndalsbróðirinn Valur hefur raunar gegnt starfinu frá í fyrra en þá var staðan auglýst til eins árs.
„Best hefði verið fyrir sveitina að áfram væri búskapur á jörðinni en það lá fyrir við búskaparlok fyrri eigenda að líklega væri hefðbundnum búskap í Forsæludal lokið,“ segir Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal, aðspurður um kaup Orkusölunnar á jörðinni Forsæludal sem er fremsta byggða ból í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Gengið var frá kaupunum í síðasta mánuði.
Tólf prósent kjósenda myndi greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.
„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Sumarið (júní-ágúst) 2024 var sérstakt og einkenndist fyrst og fremst af bleytu, sólarleysi og kulda, meiri bleytu og að lokum enn meiri bleytu. En hvernig er samanburðurinn við önnur sumur á okkar svæði? Taka skal fram að úrkoma á Norðurlandi vestra er almennt mjög lítil og á ársgrundvelli víða á láglendi um og undir 500mm og undir 400mm þar sem þurrast er og með því þurrasta hér á landi. Nokkuð meiri úrkoma er í útsveitum og svo víða mun meiri á hálendinu.
Herra Hundfúll er viðkvæmur að eðlisfari og má ekkert aumt sjá né heyra. Í gærkvöldi settist hann í makindum niður fyrir framan imbakassann til að horfa á körfuboltaleik milli Aþenu og Tindastóls sem fram fór í Breiðholti. Eftir nokkurra mínútna áhorf gafst hann upp eftir að hafa hlustað á svívirðingar og munnsöfnuð þjálfara heimaliðsins í garð eigin leikmanna.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.
Tónlistaráhugakonan Elísabet J. Gunnarsdóttir er Króksari í húð og hár, uppalinn á Öldustígnum frá því snemmsumars 1970 og síðan á Suðurgötunni. Elísabet spilar ekki á neitt hljóðfæri en hefur þó verið beðin um að syngja sem henni finnst nokkuð merkilegt afrek.Uppáhalds Júróvisjónlagið hennar er Wild Dances með hinn úkrönsku Ruslönu.