Hesturinn, stelpan og hálendið. Svo nefnist myndlistarsýning sem núna er í gangi á Listamiðstöðinni í Bæ á Höfðaströnd.Listakonan Michelle Bird, sem kemur upphaflega frá Bandaríkjunum, sýnir þar verk sín.
Það kom fram í viðtali vegna Hofsós heim í Feyki að gengið hefði verið frá pöntun á góðu veðri fyrir helgina. Það skilaði sér upp á tíu því veðursæld var allan tímann – aðeins hálftíma hellidemba á laugardagskvöldinu til að kæla gesti niður.
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls vill vekja athygli á því að í dag, mánudaginn 23. júní, verða spilaðir tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli. Fyrri leikurinn byrjar kl. 16:00 en þá tekur THK á móti Þór í 4. flokki karla. Seinni leikurinn er hjá 3. flokki karla og taka þeir á móti KA kl. 19:00. Allir á völlinn!
Opna skákmótið Húnabyggð Open 2025 fór fram í Krúttinu á Blönduósi á föstudaginn og var leikið eftir svissnesku aðferðinni. Tefldar voru fimm umferðir með tímamörkunum 5+2.
Æsispennandi Íslandsmóti í skák lauk í gær á Blönduósi með sigri Vignis Vatnars Stefánssonar, stórmeistara í skák, og hann stóð því uppi sem Íslandsmeistari í skák með sex og hálfan vinning að loknum átta umferðum. Fyrir lokaumferðina voru fjórir skákmenn efstir og jafnir með 5,5 vinning.
Leikið var á Vogaídýfuvellinum í Vogum á Vatnsleysuströnd í gær í 2. deildinni en þar mættust heimamenn í Þrótti og lið Kormáks/Hvatar. Heimamenn náðu forystunni rétt fyrir hálfleik en einum fleiri jöfnuðu Húnvetningar áður en heimamenn stálu stigunum með sigurmarki þegar langt var liðið á uppbótartíma. Lokatölur 2-1.
Tindastólsmenn léku við lið KV á KR-vellinum í Vesturbæ Reykjavíkur sl. föstudagskvöld. Stólarnir voru þá ofar í töflunni en Vesturbæingarnir voru skammt undan. Jafnt var í hálfleik eftir jöfnunarmark KV á markamínútunni en næstu tvö mörk voru heimamanna og þó Stólarnir klóruðu í bakkann þá kom jöfnunarmarkið ekki. Lokatölur 3-2.
Sögusetur íslenska hestsins var opnað aftur 3 júní eftir vetrarlokun. Sögusetrið er sjálfseignarstofnun í eigu Háskólans á Hólum og sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í ár er safnið 15 ára en það var opnað 2010. Fyrsti safnvörður var Arna Björg Bjarnadóttir en nú stýrir Kristín Halldórsdóttir safninu. Ný sýning var opnuð á efri hæð sama húsnæðis og hýst hefur safnið og var af því tilefni sérstök opnunarathöfn þar sem mætti margt góðra gesta.
Það ætti ekki að væsa um heimamenn og gesti sem heimsækja Skagafjörðinn þessa helgina. Bæjarhátíðin Hofsós heim hófst í gær þó Sóli Hólm hafi tekið forskot á sæluna sl. fimmtudagskvöld þegar fullt var út úr dyrum á uppistandi hans í Höfðaborg. Uppselt var á seinna standið hans í gærkvöldi fyrir löngu en dagskrá Hofsósinga er stútfull af alls konar oh heldur fjörið áfram í dag. Þess má geta að í ár eru 30 ár frá fyrstu Jónsmessuhátíðinni á Hofsósi. Á Króknum fer síðan af stað Króksmót ÓB á laugardagsmorgni og stendur fram á sunnudag.
Tíunda umferð Bestu deildar kvenna hófst í gærkvöldi og tvö neðstu liðin mættust í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Þar tóku heimastúlkur í FHL á móti Stólastúlkum og bæði lið vildu stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn var fjörugur og jafn en reynsla Stólastúlkna og meiri gæði í fremstu víglínu skiptu sköpum. Lokatölur 1-4 og lið Tindastóls þokaði sér úr níunda sæti í það sjöunda – í það minnsta um stundarsakir.
Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.
Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.
Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Það er alltaf stutt í gleðina og glensið hjá Gunnari Rögnvaldssyni á Löngumýri í Skagafirði. Hannar er fæddur á Hrauni á Skaga árið 1967, sonur heiðurshjónanna Valda og Gillu. Gunni er gítareigandi og er lunkinn að setja saman texta og syngja, oftar en ekki með Jóni Halli Ingólfssyni. Nú á dögunum setti hann, í félagi við marga fína tónlistarmenn í Skagafirði, á svið barnalagatónleikana Ara og Alladín í Miðgarði í Varmahlíð. Helsta afrek sitt á tónlistarsviðinu segir hann þó vera að eiga helminginn í þremur músíkkölskum börnum, en það eru þau Jakob, Sigvaldi Helgi og Dagný.
Húnavaka er árleg menningar- og fjölskylduhátíð sem haldin er í Húnabyggð ár hvert. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi. Hátíðin stendur frá miðvikudegi fram á sunnudag. Þetta árið er hún haldin 16. júlí - 20. júlí.
Bríet ætlar að ferðast um landið í sumar með vinum sínum Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari og spila fyrir ykkur uppáhalds lögin ykkar og kynna fyrir ykkur glæný lög í leiðinni.
Utanvegarhlaup í Skagafirði – fyrir alla aldurshópa og getustig!
Núna er komið að spennandi utanvegarhlaupi í fallegu umhverfi Skagafjarðar! Þetta er einstakt tækifæri til að njóta náttúrunnar, hreyfa sig og eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum. Hlaupið hentar öllum – hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin í hlaupaheiminum, ert áhugahlaupari að leita að áskorun, eða faghlaupari að bæta tímann þinn. Fjölbreyttar vegalengdir og frábær stemning, allir munu getað fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Af erlendum hljómsveitum voru það Pearl Jam, Nirvana, R.E.M og U2 en af íslenskum Ný dönsk, SSSól og Sálin.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Er frekar slappur í eldhúsinu en nokkuð liðtækur þegar kemur að því að grilla.