Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 43. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 27. maí 2022. Í þetta skiptið að viðstöddu fjölmenni í fyrsta sinn í tvö ár. Alls voru gefin út 125 prófskírteini.
Háskóli Íslands hefur fallist á ósk heilbrigðisráðuneytisins um að flýta útgáfu brautskráningarskírteina þeirra nemenda í læknis- hjúkrunar- og lyfjafræði sem útskrifast í vor. Þetta er gert svo unnt sé að afgreiða starfsleyfi þessara stétta sem fyrst.
Nýverið var undirrituð samstarfsyfirlýsing milli SSNV, SSNE, Eims og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um Norðanátt, verkefni sem styður við nýsköpun með áherslu á loftlagsmál og hringrásarhagkerfið. Um er að ræða stuðning í gegnum Sóknaráætlanir landshlutanna.
Fágætir og sjaldséðir fuglar á Íslandi hafa prýtt forsíðu Feykis síðustu tveggja blaða en þar voru á ferðinni bleshæna við Blönduós, sem Höskuldur Birkir Erlingsson náði að mynda, og hvítur hrossagaukur sem Elvar Már Jóhannsson fangaði á mynd við Hofsós.
Á heimasíðu Blönduskóla kemur fram að í gær afhenti Grímur Rúnar Lárusson fyrir hönd foreldrafélags Blönduskóla skólanum nýjan 3D prentara af gerðinni Prusa MK3S+ frá 3D verk ehf.
Út er komin á vínyl 5. breiðskífa Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar), Bláturnablús. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen undir handleiðslu Sigfúsar Arnars Benediktssonar 2020-2021 og gefin út rafrænt þann 22. febrúar síðastliðinn.
Kylfingar taka fram kylfurnar með hækkandi sól. Hlíðarendavöllur heillar á Nöfunum. Þar er gott að vera í góðum félagsskap, njóta náttúrufegurðar, kyrrðar og góðrar íþróttar. Félagar í GSS eru þar á sælureit en gestir eru ávallt velkomnir.
Í gær var skrifað undir málefnasamning um meirihlutasamstarf milli B lista Framsóknar og annarra framfarasinna og D lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþing vestra.
Stólastúlkur spiluðu þriðja heimaleik sinn í Lengjudeildinni í kvöld, enn einn leikurinn í ísköldum maímánuði og stuðningsmenn flestir frosnir við stúkuna. Í kvöld mættu Haukar úr Hafnarfirði í heimsókn og reyndist leikurinn ekki sérlega rismikill. Kannski var smá skjálfti í heimastúlkum eftir tap heima gegn HK í síðustu umferð, í það minnsta var fátt um færi framan af leik en eitt gullkorn frá Murr dugði til sigurs. Lokatölur 1-0.
Lokaviðburður Norðansprota 2022 fór fram föstudaginn 20. maí í Háskólanum á Akureyri. Þar var leitað að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands á sviði matar, vatns og orku.
Kylfingar taka fram kylfurnar með hækkandi sól. Hlíðarendavöllur heillar á Nöfunum. Þar er gott að vera í góðum félagsskap, njóta náttúrufegurðar, kyrrðar og góðrar íþróttar. Félagar í GSS eru þar á sælureit en gestir eru ávallt velkomnir.
Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt.
Víða um land hefur verið erfitt að manna ákveðnar starfsstéttir, starfsstéttir sem nauðsynlegar eru til að halda uppi ákveðinni grunnþjónustu við íbúa samfélagsins. Ákall er víða á landsbyggðinni eftir heilbrigðismenntuðu fólki, læknum og hjúkrunarfræðingum, sérfræðingum í geðheilsuteymin og sem og sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Lið Íslands hefur undanfarna daga tekið þátt í Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Serbíu. Eftir nokkuð magurt gengi síðustu árin eftir kynslóðaskipti í liðinu voru menn nokkuð bjartsýnir á gengi liðsins þó árangurinn hafi í raun farið fram úr væntingum að þessu sinni...
Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Út er komin á vínyl 5. breiðskífa Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar), Bláturnablús. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen undir handleiðslu Sigfúsar Arnars Benediktssonar 2020-2021 og gefin út rafrænt þann 22. febrúar síðastliðinn.
Fjölskylduhagir: Gift Halldóri Þorleifs Stefánssyni frá Laugamýri í Lýtingstaðahreppi. Við eigum þrjú börn, Nínu Margréti 13 ára, Sigurð Hákon 8 ára og Magnús Pálma 6 ára.
Búseta: Undanfarin 13 ár í Luxemborg, hjarta Evrópu, eins og heimamenn kalla það.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er dóttir Sigurðar Ágústssonar, fyrrum Rafveitustjóra á Sauðárkróki og Önnu Rósu Skarphéðinsdóttir, fyrrum heimilisfræðikennara við Árskóla. Æskuheimilið er á Hólaveginum þar sem stutt var yfir til Erlings eða í Verslunina Tindastól, eins og hún hét, þar sem Silló stóð vaktina.
Kristján B. Jónasson fæddist 1967, alinn upp á Syðri-Hofdölum og á Sauðárkróki, en býr nú Skerjafirðinum í Reykjavík og er eigandi og útgefandi hjá Crymogeu. Kristján kann ekki á hljóðfæri þannig að hann telur sitt helsta tónlistarafrek að hafa verið plötusnúður á Hótel Mælifelli árin 1982-83.