Stóra upplestrarkeppnin fór fram í bóknámshúsi FNV í gærkvöldi en keppnin hefur verið haldin í 24 ár í Skagafirði. Í frétt á vef Grunnskólans austan Vatna segir að þrettán keppendur frá grunnskólunum þremur; Árskóla, GaV og Varmahlíðarskóla, hafi komið saman og lesið bæði texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómnefnd. „Öll stóðu þau sig með einstakri prýði og voru skólum sínum til sóma,“ segir í fréttinni.
Það er líf og fjör í Fjölbraut á Króknum og aldrei hafa fleiri nemendur stundað nám við skólann en í vetur. Nýverið var ný skólanefnd skipuð til fjögurra ára fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en skipunin gildir frá 24. mars 2025.
Opinn kynningarfundur vegna endurskoðaða aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 verður haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði miðvikudaginn 2. apríl nk. og stendur frá kl. 16:30-18:30. Þar verður kynning á helstu breytingum í aðalskipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ákveðið úthlutun styrkja til framúrskarandi verkefna á árinu 2024. Þrjú verkefni hlutu styrk að þessu sinn en það voru Menningarfélag Húnaþings vestra fyrir stofnun Dansskóla Menningarfélags Húnaþings vestra, Foodsmart fyrir nýja framleiðsluaðferð á sæbjúgu og Jóhann Daði Gíslason fyrir jólatónleikana Jólin heima.
„Stemningin er mjög góð og við stelpurnar erum allar spenntar fyrir lokaleiknum í deildinni,“ segir Inga Sólveig Sigurðardóttir, leikmaður Tindastóls, en í kvöld mæta Stólastúlkur liði Stjörnunnar í síðustu umferð Bónus deildar kvenna og hefst leikurinn í Síkinu kl. 19:15 „Þetta er búið að vera krefjandi tímabil og við erum allar búnar að leggja mikið á okkur og bæta okkur þetta tímabil og ég efast ekki um það að sú vinna muni sjást í næstu leikjum hjá okkur.“
Þeir eru ófáir sem hafa fengið hjálp eða stuðning eftir að hafa haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins – 1717 – en nú vantar tugi milljóna til að standa undir rekstrinum. Stjórn Skagafjarðardeildar Rauða krossins hefur af þessu tilefnni ákveðið að afhenda Hjálparsímanum 1717 tvær milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu frá deildinni að vonast er til að aðrar deildir, félög og fyrirtæki fylgi fordæmi þeirra og styðji við þetta mikilvæga starf.
Feykir spurðist fyrir um stöðuna á hönnun á langþráðu menningarhúsi sem stefnt er á að rísi við hlið Safnahúss Skagfirðinga við Faxatorg, Það vita flestir að beðið hefur verið lengi eftir að framkvæmdir geti hafist og að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóri er forvali vegna útboðsins "Menningarhús í Skagafirði - Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði" nú lokið.
Skagfirska fésbókarsamfélagið sem kallast Skín við sólu heldur upp á fimm ára afmælið þessa dagana. Það var snillingurinn Ómar Bragi Stefánsson sem setti síðuna á flot í upphafi Covid-faraldursins í mars 2020 þegar fólk fór vart á fætur nema kyrfilega sprittað, dúðað og með andlitsgrímu og beið síðan óþreyjufullt eftir fréttum frá þríeykinu sem lagði Íslendingum línurnar næstu tvö árin.
Á dögunum var undirritaður samningur milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Húnaþings vestra fyrir verkefnið Orkuskipti í Húnaþingi vestra sem hlaut 7,2 milljóna kr. styrkveitingu. Það voru þær Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir framkvæmdastjóri SSNV sem undirrituðu samninginn en SSNV er umsjónaraðili fjárveitingarinnar fyrir hönd Byggðastofnunar.
Opnaður hefur verið verkefnavefur þar sem hægt er að kynna sér vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Kynning vinnslutillögu er fram til 25. apríl nk. Á vef Skagafjarðar segir að markmið með gerð verkefnavefsins sé að kynna vinnslutillögu nýs aðalskipulags vel fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 12. mars síðastliðinn var tekin ákvörun um að sveitarfélagið segði sig frá aðild að sjálfseignarstofnuninni um Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að ákvörðunin hafi verið tekin í tengslum við slit á Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál sem unnið hefur verið að síðustu misseri.
Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur.
Tryggð innlán í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.490 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) sem nemur um þriðjungi vergrar landsframleiðslu á síðasta ári. Tryggð innlán jukust um 131 milljarð króna frá því að staðan var tekin í upphafi síðasta árs. Í byrjun árs 2021 voru tryggð innlán á Íslandi um 1.000 milljarðar króna og hafa þau þannig aukizt um tæplega 50% á einungis síðustu fjórum árum.
Sl. laugardag afhenti FISK Seafood Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit nýjan björgunarbát að gjöf. Andvirði bátsins, sem hlotið hefur nafnið Aldan, er um 20 milljónir króna og boðar koma hans á Sauðárkrók byltingu í búnaði til sjóbjörgunar og sömuleiðis björgunarstörf á hinum mikilfenglegu en um leið viðsjárverðu vötnum héraðsins. Með tilkomu Öldunnar eru tveir öflugir harðbotna björgunarbátar beggja vegna í Skagafirðinum. Aldan er í vestri en að austanverðu er Skafti í eigu björgunarsveitarinnar Grettis.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Kvöldmessa kl. 20 - lögin hans Villa.
Í ár hefði tónlistarmaðurinn ástsæli Vilhjálmur Vilhjálmsson orðið áttræður. Af því tilefni ætla Ingi Sigþór Gunnarsson að flytja lög sem Vilhjálmur söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Sr. Karl V. Matthíasson leiðir stundina.
Verið velkomin!
Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar “VETRARSÓL” með því að halda tónleika í Blönduóskirkju sunnudaginn 6. apríl kl. 17:00. Forsala miða er á tix.is en einnig verður selt inn við hurð og er miðaverð 4.900 kr.
Tónleikarnir í Blönduóskirkju byrja klukkan 17:00 og opnar húsið kl. 16:30
Fjölskylduhagir: Þeir eru eins og best verður á kosið, maðurinn minn er Pétur í Víðidal, börnin eru fjögur; Þorsteinn Frímann, Anna Lilja, Helga Sjöfn og Aron. Tengdadóttir...
„Út vil ek.“ sagði Snorri Sturlu í denn og hugðist stefna til gamla Norvegs. Nú rak á fjörur Tón-lystarinnar alíslenskur norskur þungarokkari sem fer fimum fingrum um bassa í hljómsveitinni Dark Delirium – sem er svona sveit sem getur stillt magnarann á ellefu svo vitnað sé í þá ágætu rokk-sveitarmynd, Spinal Tap. Það er Króksarinn Daníel Logi Þorsteinsson sem um er að ræða.