Fyrsta Króksmótið í þrjú ár fór fram á Sauðárkróksvelli nú um helgina og tókst í alla staði vel til. Keppendur og gesti dreif að í sumarblíðunni á föstudag og þó sólargeislarnir hafi ekki verið margir laugardag og sunnudag var veðrið prýðilegt til tuðrusparks. Um 500 krakkar frá 19 félögum tóku þátt á mótinu og með þeim talsvert fylgdarlið eins og gengur.
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi um helgina og er óhætt að segja að systurnar Hjördís Halla og Þórgunnur Þórarinsdætur á Sauðárkróki hafi staðið sig afburða vel með reiðskjóta sína.
Fram kemur á vef SSNV að í Samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar mál nr. 122/2022, Drög að frumvarpi til laga um sýslumann með umsagnarfresti til 31. júlí 2022.
á 76. fundi stjórnar SSNV, sem haldin var 5. apríl 2022, var brugðist við bréfi frá dómsmálaráðherra vegna fyrirhugaðrar endurskipulagningar sýslumannsembætta. Þar kemur fram að stjórn SSNV hafi áhyggjur af því að sýslumannsembættin verði sameinuð í eitt og gagnrýnir að ekki hafi verið haft samráð við sveitarfélögin í undirbúningi þeirrar endurskipulagningar. Í bréfi dómsmálaráðherra er vísað er í hraða stafræna þróun og að núverandi skipulag skipulag henti illa af þeim sökum.
Hin árlega Hólahátíð fer fram um næstu helgi þar sem ýmislegt verður á dagskránni. Byrjað verður á pílagrímagöngu frá Gröf á Höfðaströnd og heim að Hólum á laugardagsmorgni en boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fram á sunnudageftirmiðdegi. Meðal dagskrárliða mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja sr. Gísla Gunnarsson til embættis vígslubiskups í Hólaumdæmi.
Barna- og unglingaráð KKD Tindastóls hefur samið við bandaríkjamanninn Kalvin V. Lewis um að sjá um þjálfun ásamt því að hjálpa til við uppbyggingu á starfi yngri flokka deildarinnar.
Lið Kormáks/Hvatar fékk Hornfirðingana í Sindra í heimsókn á Blönduósvöll í gærdag. Fyrir umferðina sat lið heimamanna þægilega í efri hluta 3. deildarinnar en gestirnir hafa verið að gera sig digra í toppbaráttunni og máttu illa við því að tapa stigum. Allt stefndi þó í að liðin skiptu stigunum á milli sín en skömmu fyrir leikslok tókst Sindra að koma boltanum í mark heimamanna og fóru því alsælir heim á Höfn. Lokatölur 0-1.
Lilja býr ásamt manni sínum Val Valssyni og Ásrúnu dóttir þeirra í Áshildarholti. Þó það séu kannski ekki hannyrðir en þá gerðum þau hjónin húsið upp ásamt góðu fólki, en föðuramma Lilju átti húsið og þar finnst þeim dásamlegt að vera.
Snemma árs 2020 segir í frétt í Feyki að Kvennakórinn Sóldís ætlaði að fagna tíu ára starfsafmæli sínu en fyrstu tónleikar kórsins voru haldnir í menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð á konudaginn, sem þá bar upp á 20. febrúar. Kórinn hóf starfsemi um haustið áður og segir í annarri frétt í Feyki að hann hafi slegið eftirminnilega í gegn á kvennafrídeginum er hann söng á samkomu sem haldinn var í tilefni dagsins í Miðgarði þann 24. október 2011.
Stólastúlkur sprettu úr spori í Reykjanesbæ í kvöld líkt og strákarnir nema þær fengu að spila utanhúss. Andstæðingarnir voru lið Hauka sem sitja á botni Lengjudeildarinnar með aðeins fjögur stig líkt og lið Fjölnis. Það mátti því gera ráð fyrir sigri Tindastóls og sú varð raunin. Lokatölur 0-5 og baráttan um sæti í Bestu deild kvenna hreint út sagt grjóthörð.
Tindastólsmenn spiluðu í kvöld í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ fyrir framan tíu áhorfendur en andstæðingarnir voru lið RB. Heimaliðið hefur á að skipa ágætu liði en sat engu að síður í sjötta sæti B-riðils 4. deildar fyrir leikinn, já og sitja þar enn því gestirnir að norðan unnu leikinn 1-2.
Á vef Húnaþings kemur fram að í sumar hafi íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga borist vegleg gjöf frá Gærunum, en þær halda úti nytjamarkaðinum á þar á bæ. Var þetta í þriðja skiptið sem íþróttamiðstöðin naut góðs af því góða starfi sem Gærurnar halda úti.
Mánudagurinn 23. maí var að venju tekinn snemma og héldum við nú áleiðis til Opatja, sem er lítill sumarleyfisbær á Istruskaganum við hreinar strendur Adríahafsins. Árið 1974 dvaldist Ágúst í Opatja í þrjár vikur í skólaferðalagi Menntaskólans á Akureyri og hafði hann gaman af endurkomunni. Eftir að hafa spókað okkur í 28 gráðu hita í Opatja lögðum við af stað til Pula sem er syðst á skaganum og fengum gistingu á Vam hotel. Í bænum bjuggu um 83 þúsund manns þegar Uxarnir voru þarna á ferð og flugi. Í borginni er merkilegt hringleikahús byggt af Rómverjum árið 123 fyrir Krist, ekki ósvipað því sem er í Róm, þó minna að gerð.
Fimmtudaginn 19. maí voru Molduxarnir komnir á fætur kl. 7 eins og aðra morgna í ferðinni. Að loknum morgunverði ókum við af stað til Zagreb í níu manna bifreið er við höfðum tekið á leigu. Um morguninn hafði mágur Petars, Ivo bóndi, komið með bílinn frá Króatíu. Leiðin lá um fallegar sveitir Slóveníu að landamærum Króatíu þar sem við sóttum um vegabréfsáritun og gekk það nokkurn veginn þrautalaust fyrir sig. Ekki fór þó á milli mála við umsókn um dvalarleyfi að við vorum komnir að járntjaldinu sem var nýlega fallið.
Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur.
Lið Íslands hefur undanfarna daga tekið þátt í Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Serbíu. Eftir nokkuð magurt gengi síðustu árin eftir kynslóðaskipti í liðinu voru menn nokkuð bjartsýnir á gengi liðsins þó árangurinn hafi í raun farið fram úr væntingum að þessu sinni...
Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Hvað eiga Freyja, Stormur, Ormur, Píka, Skör og Funi sameiginlegt? Jú, allt eru þetta hestanöfn sem koma fyrir í texta á Hestamóti, nýju lagi Slagarasveitarinnar sem komið er á Spotify. Textinn fjallar um hóp fólks sem er ríðandi milli landshluta eða sveita á leið á næsta hestamót. Það er stemmning og tilhlökkun hjá öllum og dregin er upp mynd af ferðalaginu og því sem bíður á hestamótinu. Þar verður hópur góðra vina og kunningja og nú skal njóta stundarinnar.
Það er Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem svarar lipurlega Tón-lystinni að þessu sinni. Hún er alin upp í Mosfellsdal, dóttir Huldu Jónasar sem er frá Sauðárkróki og er dóttir Erlu Gígju og Ninna. Hún er söngkona en spilar einnig á þverflautu, piccolo flautu og gítar.