Laugardaginn 4. janúar s.l. fór fram Hraðskákmót Skagastrandar og eru nú liðnir nokkrir áratugir síðan slíkt mót fór fram en fyrirhugað er að það verði árlegur viðburður. Mótið var hið skemmtilegasta en hraðskákmeistari Skagastrandar árið 2025 er Halldór Ólafsson. Í öðru sæti var Jens Jakob Sigurðarson og Lárus Ægir Guðmundson í þriðja sæti, segir á heimasíðu Skagastrandar.
Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 og hefur frá stofnun verið úthlutað um 20 milljónum króna til 30 fjölnbreyttra verkefna.
Á heimasíðu Eiðfaxa segir að þann 11. janúar var undirritaður samningur milli Eiðfaxa TV og Áhugamannadeildar Norðurlands um að Eiðfaxi TV sýni beint frá deildinni í vetur. En deildin hefst þann 22. febrúar á keppni í fjórgangi en alls verða mótin þrjú talsins.
Í dag er haldinn ljósadagur í Skagafirði og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár.
Í Raftahlíðinni á Króknum býr Nína Júlía Þórðardóttir og er dóttir Sylvíu Daggar Gunnarsdóttur og Þórðar Inga Pálmarssonar. Nína á tvo eldri bræður, þá Alexander Franz og Bjartmar Dag. Feykir hafði samband við Nínu og spurði hana hvort hún væri til í að svara nokkrum spurningum um gæludýrin sín því hún á tvær kisur, Emil og Lady, hún á einnig nokkra fallega og skrautlega gullfiska.
Félagar í Golfklúbbi Skagafjarðar þekkja vel til viðmælanda Feykis sem var í tbl 30 í fyrra en það var Karen Lilja Owolabi. Karen hefur nefnilega staðið vaktina uppi í golfskála síðastliðin fimm sumur og staðið sig frábærlega vel í að aðstoða iðkendur við allt sem viðkemur golfinu. En það eru kannski fáir sem vita hver Karen er og hvað hún hefur verið að sýsla. Feykir ákvað því að kynnast henni aðeins betur og sendi henni nokkrar spurningar.
Matgæðingar vikunnar í tbl 38, 2023, voru Sandra Hilmarsdóttir, starfar sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun, og Birkir Fannar Gunnlaugsson, starfar hjá Steinullinni. Sandra er fædd og uppalin á Króknum en Birkir er innfluttur frá Siglufirði. Sandra og Birkir hafa búið á Króknum síðan 2015 og eiga saman tvo drengi, Hauk Frey og Kára Þór.
Margir hafa furðað sig á því af hverju Skíðasvæði Tindastóls sé ekki búið að opna fyrir skíðavina sína því ekki er vöntun á snjónum um þessar mundir. Rétt í þessu kom tilkynning frá formanni skíðadeildarinnar, Helgu Daníelsdóttur sem segir;
Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí 2025. Er þetta samkvæmt ákvörðun fyrrum heilbrigðisráðherra Willums Þórs í kjölfarið á uppsögn Félags- og skólaþjónustu A-Hún bs. á samningum um rekstur heimilisins. Rekstur heimilisins hefur þyngst á undanförnum árum og verið dragbítur á rekstri þeirra sveitarfélaga sem að rekstrinum hafa staðið, segir á heimasíðu Skagastrandar.
FISK Seafood fagnar á þessu ári 70 ára afmæli sínu. Fyrstu skrefin í sögu félagsins voru stigin á Þorláksmessu árið 1955 þegar Fiskiðja Sauðárkróks hf. var stofnuð. Ekki verður annað sagt en að síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í metnaðarfullri uppbyggingu starfseminnar. Við stefnum að því að fagna þessum tímamótum með margvíslegum hætti þegar líður á árið og finna okkur m.a. verðug verkefni til þess að styðja við bæði í starfsmannahópi okkar og nærsamfélagi.
„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. Tilefnið var frumvarp sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hugðist leggja fram í annað sinn varðandi svonefnda bókun 35 við EES-samninginn sem felur í sér að almenn lög hér á landi sem eigi uppruna sinn í regluverki Evrópusambandsins í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem er innlend að uppruna.
Anna litla sat úti í einu horninu á litlu lóðinni kringum húsið og lék sér með tuskudúkkuna sína. Það var sólskin og blíða og hún var þarna ein að dunda sér. Henni fannst svo mikils virði að fá að vera í friði með sín hugðarefni. Það var svo sjaldan hægt að fá frið, því systkinin voru mörg og oft svo hávaðasamt á heimilinu. Eldri bræður hennar þóttust orðnir heilmiklir karlar og litu á hana sem smábarn og stóra systir gat stundum verið svo mikil skessa við hana. Önnu litlu fannst hún oft vera ein í heiminum. Það var eins og enginn skildi hana eða vildi gefa sér tíma til að sinna henni.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.
Fjölskylduhagir: Bý með Einari Gunnarssyni, við eigum þrjú börn, erum líka hlutaðeigendur í fjórða barni.
Búseta: Flatatungu, Akrahrepp.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Lúðvík Baldursson, Bíldælingur, var faðir minn, Ida Haralds Patreksfirðingur er móðir mín. Ég ólst upp m.a. í Reykjavík, Reykjadal, á Sauðárkrók, í Keflavík og Bandaríkjunum. Svavar Jóseps og Baddý Sig sem er móðursystir mín, ólu mig að hluta til upp og útskýrir það heilmargt í mínu fari.
Áfram heldur Feykir að banka upp á og biðja fólk um að svara Tón-lystinni. Nú er það Guðrún Helga Jónsdóttir sem býr í Miðhúsum í Akrahreppi hinum forna sem kemur til dyra. Hún segist vera af hinum óviðjafnanlega 1975 árgangi og hafa alist upp við dásamlegar aðstæður í Miðhúsum. „Pabbi, Jón Stefán Gíslason, er borinn þar og barnfæddur en mamma, Sigríður Garðarsdóttir, er ættuð úr Neðra Ási,“ segir Guðrún Helga.