Höfðaskóli sigursæll í Framsagnarkeppninn grunnskólanna
Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi fór fram í Húnavallaskóla í gær en hún er hluti af Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er árlega um allt land. Húnvetningar tileinka sína keppni Grími Gíslasyni sem var fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi til fjölda ára.
Skólarnir fjórir í Húnaþingi áttu allir fulltrúa í keppninni sem valdir voru í forkeppni sem haldin var í hverjum skóla fyrir sig, þ.e. í Höfðaskóla, Blönduskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra en hver skóli sendi þrjá þátttakendur í lokakeppnina.
Allir keppendur stóðu sig frábærlega vel en efstu þrjú sætin hrepptu nemendur Höfðaskóla, þær Sólveig Erla Baldvinsdóttir, Ísabella Líf Tryggvadóttir og Sóley Sif Jónsdóttir sem bar sigur úr býtumí keppninni.