feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
05.07.2024
kl. 14.58
oli@feykir.is
Á morgun, laugardaginn 6. júlí kl. 13:00, opnar Dóra Sigurðardóttir áhugaverða sýningu í galleríi sínu, Listakot Dóru, á jörð sinni á Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu, aðeins tvo kílómetra suður af Hringveginum. Sýningin sækir innblástur frá nágrenninu og í Flóabardaga, einn af frægustu bardögum Sturlungaaldar og einu sjóorrustuna sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið.
Meira