A-Húnavatnssýsla

Hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun - UPPFÆRT

Á morgun, föstudagskvöldið 28. apríl, fer fram lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum þar sem keppt verður í tölti og skeiði. Þá kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar eftir spennandi Meistaradeildarkeppni í vetur. Þá verða kennslusýningar á laugardaginn og veislan verður svo toppuð með stórsýningunni Tekið til kostanna.
Meira

Varmahlíðarskóli flaug í úrslit í Skólahreysti eftir allt

Það var heldur betur boðið upp á drama þegar Skólahreysti grunnskólanema hófst í gær. Keppt var í íþróttahöllinni á Akureyri og fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku þátt í fyrra úrtakinu sem hóf keppni klukkan fimm í gær í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þar tóku fulltrúar Árskóla, Grunnskólans austan Vatna, Húnaskóla og Varmahlíðarskóla á honum stóra sínum. Þegar upp var staðið kom í ljós að Varmahlíðarskóli bar sigur úr býtum þrátt fyrir að Brúarásskóli á Egilsstöðum hafi verið kynntur sigurvegari í beinni.
Meira

Yfirleitt mjög góð stemning fyrir keppni í Skólahreysti

Skólahreysti fer af stað í dag en þá mætast fulltrúar skólanna á Norðurlandi í mikilli keppni í íþróttahöllinni á Akureyri. Fulltrúar grunnskólanna á Norðurlandi vestra hafa staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina og þeir munu væntanlega ekki gefa þumlung eftir í dag. Keppnin hefst kl. 17 og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu í Sjónvarpi allra landsmanna. Grunnskólinn austan Vatna lætur ekki sitt eftir liggja og Feykir sendi nokkrar spurningar á Jóhann Bjarnason skólastjóra.
Meira

Sóldís með Júrótónleika í Blönduóskirkju í kvöld

Kvennakórinn Sóldís bregður undir sig betri fætinum í dag og heldur á Blönduós en þar mun kórinn, sem er að mestu skipaður skagfirskum söngfuglum með nokkrum húnvetnskum undantekningum, halda tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir kl. 20. Um er að ræða stórskemmtilega dagskrá sem þær kalla Eitt lag enn – Eurovision glimmer og gleði, og er eðli málsins samkvæmt stútfull af Eurovision-lögum.
Meira

„Við komum reynslunni ríkari inn í deildina í ár,“ segir Bryndís Rut

Keppni í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld og á Króknum spilar lið Tindastóls fyrsta leikinn gegn liði Keflavíkur. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Stólastúlkna, segist vera mjööög spennt fyrir tímabilinu þegar Feykir hafði samband. „Eiginlega of peppuð! Við komum reynslumeiri inn í deildina í ár og erum virkilega ánægðar að vera mættar aftur í efstu deild!“ Leikurinn hefst kl. 18:00 á gervigrasinu góða.
Meira

Plokkað á Skagaströnd á sunnudaginn kemur

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir á vef Skagastrandar en sveitarfélagið stendur fyrir plokkdegi nú á sunnudag, þann 30. apríl. Þá eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að skanna sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið.
Meira

Dýrið og Blíða er fyrsta verkefni Leikfélags Blönduóss í níu ár

„Dýrið og Blíða er fjölskylduleikrit frá 1951, byggt á ævintýrinu sígilda. Disney-myndin vinsæla byggir á sömu sögu en efnistökin eru nokkuð ólík. Höfundur verksins [Nicholas Stuart Gray] er eitt ástsælasta barnaleikskáld Breta og verkið er leiftrandi af breskum húmor. Ævintýrið er fallegt og aðeins sorglegt, smekkfullt af töfrum. Verkið hentar allri fjölskyldunni nema kannski allra yngstu börnunum,“ sagði Sigurður Líndal, leikstjóri, þegar Feykir spurði hann út í verkið sem Leikfélag Blönduóss frumsýnir laugardaginn 29. apríl. Í spjalli Feykis við Evu Guðbjartsdóttur, forynju félagsins, hvetur hún heimafólk til að mæta í leikhús. „Ykkar stuðningur skiptir menningarlíf samfélagins öllu máli, því án leikhúsgesta er ekkert leikhús.“
Meira

Njarðvíkingar koma á Krókinn í kvöld

Það er leikur í kvöld í Síkinu. Tindastóll fær þá lið Njarðvíkinga í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en veislan byrjar klukkan 15:30. Þá verður partýtjaldið opnað sunnan Síkis en þar geta stuðningsmenn liðanna krækt sér í grillaða hammara og gos, alls konar varningur merktur Tindastóli verður til sölu og Helgi Sæmundur og gestir halda upp stuðinu.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Síðustu daga vetrarins hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra og farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum, segir á vef Náttúrustofu Norðurlands vestra. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana.
Meira

Mig hefur alltaf langað til að verða bóndi :: Áskorandinn Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir Norðurhaga Húnabyggð

Þegar Jón Kristófer hafði samband og spurði mig hvort ég gæti tekið við áskoranda pennanum þá gat ég auðvitað ekki sagt nei, eins og vanalega þegar ég er spurð að einhverju. Ég hins vegar vissi ekkert hvað ég átti að skrifa um en lét til skara skríða.
Meira