A-Húnavatnssýsla

Vel lukkuð vígsluafmælishátíð Blönduóskirkju

Þrjátíu ára vígsluafmælishátíð Blönduóskirkju fór fram sunnudaginn 30. apríl og var hún vel sótt. Fram kemur í frétt Húnahornsins að á hátíðinni tilkynni formaður sóknarnefndar, Jón Aðalbjörn Sæbjörnsson, að hjónin Elín S. Sigurðardóttir og Jóhannes Torfason á Torfalæk ætli að gefa orgelsjóði kirkjunnar eina milljón króna. Peningana fengu þau með Landstólpanum, samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, sem þau hlutu í síðustu viku.
Meira

Elín og Jóhannes á Torfalæk fengu Landstólpa Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var á Fosshótel Húsavík á dögunum, var hjónunum Elínu S. Sigurðardóttur og Jóhannesi Torfasyni, á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu, afhentur Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar fyrir árið 2023.
Meira

Mikil og góð stemning á lokatónleikum Sóldísar

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á skínandi góða Júróvisjónupphitun sl. laugardagskvöld í Höfðaborg á Hofsósi með söngprógrammi sínu sem einnig setti endapunktinn á vetrarstarfið. Kórinn hafði haldið fimm tónleika fyrir þetta kvöld bæði innan héraðs og utan.
Meira

Samstaða býður til kaffisamsætis í tilefni 1. maí

Dagur verkalýðsins er í dag 1. maí og er haldinn hátíðlegur víða á jarðarkringlunni. Í ár eru 100 ár frá því að íslenskt launafólk fagnaði 1. maí og hvetur Alþýðusamband Íslands, á Facebooksíðu sinni, fólk að sameinast um að standa vörð um unna sigra og halda baráttunni ótrauð áfram. Réttlæti - jöfnuður – velferð, er yfirskrift 1. maí hátíðarhaldanna í ár.
Meira

Það er bara þannig dagur í Skagafirði í dag

Það er standandi partý í Skagafirði í dag; söngur, sport og gleði. Undanfarin Sæluvikunnar býður oft upp á mesta fjörið og það lýtur flest út fyrir að svo verði núna. Þó margt sé í boði í dag þá bíða snnilega flestir spenntir eftir körfuboltaleiknum í kvöld en Tindastóll og Njarðvík eiga við í fjórða leiknum í einvígi liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Ekkert er mikilvægara en körfubolti á þessum árstíma – það er bara þannig í Skagafirði.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigurvegari Meistaradeildar KS 2023

„Frábæru tímabili Meistaradeildar KS er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld,“ segir í tilkynningu deildarinnar en lokakeppni fór fram í gærkvöldi þegar keppt var í tölti og skeiði. Védís Huld Sigurðardóttir kom sá og sigraði en hún reið til úrslita í öllum greinum vetrarins og var krýnd sigurvegari Meistaradeildar KS 2023.
Meira

30 ára vígsluafmæli Blönduóskirkju

Í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Blönduóskirkju er öllum boðið til afmælishátíðar þann 30. apríl næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu kirkjunnar er greint frá því að hátíðarmessa hefjist kl. 13:00 en þar mun sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup prédika, sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir þjónar fyrir altari og kirkjukór Blönduóskirkju leiðir safnaðarsöng við undirleik Eyþórs Franzsonar Wechner, organista. Sr. Magnús Magnússon og sr. Bryndís Valbjarnardóttir lesa ritningarlestra og meðhjálpari er Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson.
Meira

Matvælaráðherra kynnir breytta nálgun við útrýmingu riðu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira

Áfall í kjölfar riðu - Halla Signý skrifar

Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum. Þær reglur og aðferðir sem nú eru í gildi þegar riðuveiki greinist í sauðkind miða að því að aflífa allan fjárstofninn á bænum. Verkferlar MAST snúa að því að greina sjúkdóminn og með staðfestu smiti þarf að aflífa stofninn, ráðast í smitrakningu og hefja hreinsunaraðgerðir á bænum sem tekur nokkurn tíma.
Meira

Gleðilegt sumar! – Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er skrifaður, á sumardeginum fyrsta, er 24 stiga hiti úti og að mestu heiðskýrt. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og jafnvel að hitastigið muni stíga frekar upp. Hér er gróður vel á veg kominn í görðum og torgum enda vökvaðir reglulega. Helst til þurrt fyrir úthagagróður og hagi er enginn. Mannlífið er gott, fólk spókar sig á stuttbuxunum dag hvern og lætur sér líða vel og hótel og matsölustaðir eru við hvert fótmál.
Meira