Vel lukkuð vígsluafmælishátíð Blönduóskirkju
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
02.05.2023
kl. 14.39
Þrjátíu ára vígsluafmælishátíð Blönduóskirkju fór fram sunnudaginn 30. apríl og var hún vel sótt. Fram kemur í frétt Húnahornsins að á hátíðinni tilkynni formaður sóknarnefndar, Jón Aðalbjörn Sæbjörnsson, að hjónin Elín S. Sigurðardóttir og Jóhannes Torfason á Torfalæk ætli að gefa orgelsjóði kirkjunnar eina milljón króna. Peningana fengu þau með Landstólpanum, samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, sem þau hlutu í síðustu viku.
Meira