Það verður hægt að komast á bílaséns á fimmtudaginn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.09.2023
kl. 11.15
Hraðstefnumót Öskju hófst fyrir viku þar sem valdir bílar frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart freista þess að finna verðuga lífsförunauta á landsbyggðinni. Fyrsta Hraðstefnumótið var haldið í Vestmannaeyjum en bílarnir hafa í kjölfarið haldið austur fyrir land og eru nú á norðurleið. Á fimmtudag verður Hraðstefnumót á Sauðárkrók, Ísafjörð og Stykkishólm. Öskjumenn verða á Sauðárkróki frá kl. 12-16 og verða bílarnir til sýnis á bílaplani KS við Ártorg.
Meira