Jólastemning í gamla bænum sl. föstudag á Blönduósi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.11.2023
kl. 15.04
Það var margt um manninn og notaleg jólastemning í Húnabyggð á föstudaginn þegar jólaljósin voru tendruð á tréinu í gamla bænum fyrir framan Hillebrantshúsið. Dansað var í kringum jólatréið, jólasveinarnir komu, lifandi tónlist, grillaðir voru sykurpúðar yfir opnum eldi og ekki má gleyma að jólamarkaður var í Hillebrantshúsinu frá kl. 16-20 um kvöldið. Þar var einnig hægt að kaupa kaffi, súkkulaði og vöfflur.
Meira
