A-Húnavatnssýsla

Dýrið og Blíða :: Þorgerður Þóra Hlynsdóttir skrifar

„Eftir níu ára hlé setti Leikfélag Blönduóss upp leikritið Dýrið og Blíða eftir Nicholas Stuart Gray. Sigurður Líndal leikstýrði verkinu. Að þessu sinni var leikhópurinn bæði ungur og óreyndur. En það var hvorki að sjá né heyra. En byrjum á byrjuninni. – Skrifar Þorgerður Þóra Hlynsdóttir.
Meira

„Ég segi topp sex, annað væri vonbrigði!“

„Sumarið leggst mjög vel í mig, við erum komnir með mjög sterka leikmenn til liðs við okkur en það mun taka tíma að spila okkur saman. Við þurfum að treysta á einstaklingsgæði í fyrstu leikjunum,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar. Húnvetningar hefja leik í 3. deildinni í knattspyrnu annað sumarið í röð í dag þegar þeir mæta liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Tólf lið munu slást í deildinni í sumar og á dögunum birti Fótbolti.net spá þjálfara deildarinnar og þar var liði Húnvetninga spáð níunda sæti.
Meira

Samfylkingin boðar til opinna funda á Norðurlandi vestra :: Heilbrigðismálin í forgrunni og öllum velkomið að taka þátt

Samfylkingin hefur upp á síðkastið boðað til fjölda opinna funda um heilbrigðismál um land allt. Fundirnir eru opnir öllum og liður í nýju og umfangsmiklu málefnastarfi sem Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hefur ýtt úr vör. Þrír slíkir fundir um heilbrigðismál verða á Norðurlandi vestra dagana 8. og 9. maí.
Meira

„Það er vont að vera í óvissu“ segir Unnur Valborg

Það var þungt högg fyrir samfélagið í Húnaþingi vestra þegar riða kom upp á Bergsstöðum í Miðfirði á vordögum og fella þurfti allt fé á bænum. Ekki leið á löngu þar til riða uppgötvaðist á bænum Syðri-Urriðá sem einnig er í Miðfjarðarhólfi og þar þurfti einnig að fella allt fé. Í kjölfarið hafa vaknað miklar umræður um hvað er til ráða gegn riðunni en bændur hafa fengið sig fullsadda á þeim reglum sem fylgt er í dag þar sem allur fjárstofninn er skorinn.
Meira

Verðlaun fyrir áhugaverðustu nýsköpunina

Á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að nú á vorönn 2023 fór skólinn af stað með áfanga sem kenndur er á landsvísu í samstarfi við Unga frumkvöðla. Ungir frumkvöðlar er metnaðarfullt verkefni sem snýst um að nemendur í framhaldsskólum landsins stofni eigið fyrirtæki utan um viðskiptahugmynd og miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.
Meira

Halli á rekstri Skagabyggðar minni en áætlun gerði ráð fyrir

Í frétt á Húnahorninu segir af því að sveitarfélagið Skagabyggð var rekið með 6,8 milljón króna halla árið 2022.Afkoman er þó nokkuð betri en áætlun gerðir ráð fyrir, sem var halli upp á 9,7 milljónir. Skatttekjur voru 9 milljónum hærri en áætlun en stærstu útgjaldaliðir sveitarfélagsins, sem eru félagsþjónusta og fræðslu- og uppeldismál, voru á pari við áætlun. Stærsta neikvæða frávikið frá áætlun var á sameiginlegum kostnaði.
Meira

Straumhvörf fyrir sauðfjárbændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Sjúkdómurinn er erfiður viðureignar og ekki hefur verið fundið upp bóluefni til þess að verjast honum. Sú aðferð sem hefur verið notuð hér á landi, þegar upp hefur komið riða á bæ, hefur verið að slátra öllu fé á bænum, fara í jarðvegsskipti, hreinsa, brenna og sótthreinsa. Hér er um er að ræða verulega íþyngjandi aðgerð með tilheyrandi áfalli fyrir alla sem málið snertir.
Meira

Nýtt vín á gömlum belgjum :: Leiðari Feykis

Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst og er ýmislegt þar að finna af alls kyns afþreyingu og listviðburðum eins og lesa má um hér í blaðinu. Söngur, leikur, tónlist, bíó, myndlist, íþróttakappleikir og fjörugt mannlíf.
Meira

Menningarstarf Alþýðuhússins á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, sem afhent var í átjánda sinn í gær við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin.
Meira

„Góður leikur af okkar hálfu,“ segir Donni þjálfari þrátt fyrir tap Stólastúlkna

„Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta,“ segir í frétt íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports sem spáir liðinu 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Stólastúlkum er hins vegar spáð 9. sæti og þar með falli niður Lengjudeildina eftir sumarið. Liðið sýndi í gær að það er á annarri skoðun og mættar til að vera.
Meira