A-Húnavatnssýsla

Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna

Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (Rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin.
Meira

Opið hús á Hvanneyri

Laugardaginn næsta, 13. maí, verður opið hús á Hvanneyri milli klukkan 13 og 15 þar sem hægt verður að kynna sér allar námsleiðir til hlítar. Aðalbygging skólans verður opin og hægt verður að spjalla við starfsfólk og nemendur og fá nánari upplýsingar um námið og lífið í LBHÍ.
Meira

Byggjum upp Kjalveg – Leiðari Feykis

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd en með heilsársvegi væri mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða.
Meira

Ferðamaður slasaðist eftir fall við Hvítserk

Í gærkvöldi voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Húnavatnssýslum og Skagafirði boðaðar út vegna ferðamanns sem féll niður bratta brekku við Hvítserk, við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu.
Meira

Opið bréf til fræðslunefndar, sveitarstjórnar og sveitarstjóra í Húnabyggð

Nú stöndum við íbúar í þéttbýli Húnabyggðar frammi fyrir því að keyra með yngstu börnin okkar á Vallaból sem er staðsett á Húnavöllum þar sem eingöngu er farið eftir kennitölum þegar kemur að því að taka börn inn í leikskólana eftir sameiningu sveitarfélaganna. Leikskólinn Barnabær sem er staðsettur á Blönduósi hefur verið yfirfullur og umræður um nýjan leikskóla staðið í mörg ár.
Meira

Ferðamönnum í ógöngum bjargað af Kjalvegi

Óbreytt stjórn er hjá Björgunarfélaginu Blöndu í Húnabyggð en aðalfundur var haldinn í apríl. Á Facebook-síðu félagsins kemur fram að skemmst sé frá því að segja að það urðu engar breytingar á stjórninni þar sem Þorgils Magnússon formaður, Kristófer Kristjánsson, gjaldkeri og Arnar Freyr Ómarsson, varaformaður.
Meira

Alor og Straumlind í samstarf

Raforkusalinn Straumlind og nýsköpunarfyrirtækið Alor, sem stjórnað er af Skagfirðingum, hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf sem snýr að því að þróa lausnir í því skyni að bæta orkunýtingu rafmagns, jafna álag og selja hagkvæmt rafmagn til heimila landsins.
Meira

1238 efst á lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu afþreyingarmöguleika landsins

Tom Lundmark, sænskur sagnfræðingur og meistaranemi í stafrænum hugvísindum við Háskólann í Uppsala í Svíþjóð, segir sérstöðu 1238 einkum fólgna í áherslu á hugmyndafræði leikjavæðingar og nýstárlegri framsetningu á menningararfinum með stafrænni tækni til að höfða til breiðari hóps. Tom var í heimsókn hjá 1238, í tvær vikur í mars og apríl við rannsóknarstörf.
Meira

Hæglætis veður en mest norðlægar áttir með ágætis köldu vori

Spámenn Veðurklúbbs Dalbæjar hittust þann áttunda maí sl. til að rýna í veðurútlit mánaðarins en í fundargerð segir að vegna veikinda hafi fundurinn verið í seinna lagi. Að þessu sinni voru mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Sigríður Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Krían mætti í Hólminn um miðnætti

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri heyrði í kríunni í Hólminum í nótt og til varð vísa sem hann límdi síðan við mynd á Facebook af samveru Benjamíns Kristinssonar, safnvarðar á Reykjum í Hrútafirði, með einni ákveðinni af þessari tegund fugla.
Meira