Íris Björk og Ívar Örn í úrslitum Gulleggsins
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.02.2023
kl. 11.19
Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is þar sem topp tíu verkefnin verða kynnt. Gulleggið er stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands og þar hafa fjölmörg sprotafyrirtæki stigið sín fyrstu skref og má þar nefna Controlant, Meniga og SolidClouds. Eitt frumkvöðlateymi af landsbyggðinni er í úrslitunum í ár en það er PellisCol, skipað systkinunum Írisi Björk og Ívari Örn Marteinsbörnum frá Sauðárkróki.
Meira