Eldislax fannst að líkindum í Blöndu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.09.2023
kl. 08.43
Sagt er frá því á rúv.is að Blanda hafi um helgina bæst í hóp þeirra laxveiðiáa þar sem nýgenginn eldislax hefur fundist upp á síðkastið. „Það vildi þannig til að Guðmundur Haukur Jakobsson fór að laxastiganum í Blöndu til að hreinsa teljara. Það þarf að gera þegar áin er á yfirfalli. Þegar hann lokaði teljarahólfinu var í honum lúsugur lax. Hann háfaði tvo þeirra upp, drap þá og þótti þeir bera öll merki eldislax,“ segir í fréttinni.
Meira
