A-Húnavatnssýsla

Fyrir hvern setur þú upp kolluna? - Lífið er núna dagurinn - 9. febrúar

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.
Meira

Davis Geks nýr leikmaður Tindastóls - Uppfært: Leik Tindastóls og Hattar frestað

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við lettneska leikmanninn Davis Geks um að leika með karlaliðinu út tímabilið. Í tilkynningu deildarinnar kemur fram að Geks sé skotbakvörður og komi til liðsins úr eistnesku deildinni þar sem hann spilaði með BK Liepja.
Meira

Þungir knapar bannaðir - Leiðari Feykis

Nú eru uppi umræður innan hestasamfélagsins að knapar ættu ekki vigta meira en 20% af þunga hestsins. Það segir manni að flestir fullorðnir karlmenn ættu að snúa sér að öðru en útreiðum því 20% af meðalþyngd hests, sem mun vera um 350 kg, er 70 kíló. Einhver kann að halda að hér sé á ferðinni eitthvert grín en svo er alls ekki.
Meira

Landsbankinn tekur í notkun hraðbanka og þjónusturými á Blönduósi

Í gær opnaði Landsbankinn nýjan hraðbanka og þjónustuskrifstofu í verslunarkjarnanum að Húnabraut 4 á Blönduósi en húsnæðið er í eigu Ámundakinnar. Í þjónusturýminu mun starfsfólk bankans veita viðskiptavinum á Blönduósi ráðgjöf og aðstoð á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 12-15.
Meira

Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu hefst í dag

Hið árlega heilsu- og hvatningarverkefni Ólympíusambands Íslands, Lífshlaupið, hefst í dag, 1. febrúar 2023, og stendur til 21. febrúar. Lífshlaupið höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
Meira

,,Heldurðu þræði?” - Nýsköpunarnámskeið fyrir frumkvöðla í textíl vorið 2023

Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands býður upp á nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu. Námskeiðið nefnist „Heldurðu þræði?“ og hefst 7. febrúar - með kynningarfundi. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða eru í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Meira

Oríon sigurvegarar í Stíl

Félagsmiðstöðin Oríon í Húnaþingi vestra fór með tvö lið á Stíl 2023 sem haldin var í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi þann 21. janúar sl. og gerði sér lítið fyrir og fór annað þeirra með sigur af hólmi.
Meira

Bindin fram í febrúar, landsátak um hálsbindi er hafið á ný

Á morgun 1. febrúar hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í ellefta sinn á Íslandi. Átakið er hvatning til allra um að nota bindi í febrúarmánuði. Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði við hversdagsleg og hátíðleg tækifæri óháð aldri, kyni og starfi.
Meira

Graflax en engin sósa

Í haust samdi SSNV við ráðgjafafyrirtæki Hjartar Smárasonar um gerð stöðugreiningar og stefnumótunar fyrir Norðurland vestra sem áfangastaðar. Hjörtur hefur um árabil unnið að verkefnum tengdum ímyndarmálum landssvæða og þróun ferðaþjónustu. Nú um ármótin lauk fyrsta hluta í stefnumótunarvinnunnar Kúrsinn stilltur og má finna skýrslu þar sem farið er yfir helstu niðurstöður Hjartar.
Meira

BioPol á Skagaströnd fær 64,8 milljóna styrk úr Rannsóknasjóði Rannís

Á heimasíðu Skagastrandar er sagt frá því að dr. Bettina Scholz starfsmaður BioPol á Skagaströnd hafi, ásamt samstarfsaðilum, hlotið 64,8 milljóna króna rannsóknastyrk frá Rannsóknasjóði Rannís. Rannsóknaverkefnið er til þriggja ára og dreifist því styrkupphæðin á árin 2023-2025.
Meira