A-Húnavatnssýsla

Fyrsta brúin yfir Laxá byggð 1876

Fyrir skömmu birti Feykir frétt af brúarsmíði yfir Laxá í Refasveit fyrir um 100 árum síðan og með fylgdi mynd sem áður hafði birst á vef Skagastrandar. Segir í myndatexta að þar sé fyrsta brúin yfir Laxá í Refasveit, byggð á árunum 1924-1927, og sú brú sem nú er í smíðum væri sú þriðja.
Meira

Pantaði eitt kíló af flestum litum og fékk tvo fulla ruslapoka

Unnur Sævarsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði og hefur búið með honum Sævari sínum á Hamri í Hegranesi í 33 ár.
Meira

Gerir ekkert nema fá borgað fyrir það | Ég og gæludýrið mitt

Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Meira

Kjúklingaréttur og súkkulaðimús

Í tbl. 30, 2022, var matgæðingur vikunnar Viktoría Eik Elvarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og hefur búið alla sína tíð. Viktoría útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum árið 2020 með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu og starfar í dag við tamningar og þjálfun á Syðra-Skörðugili.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps náði loks að blása til mannfagnaðar

Loks náði Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps að halda árshátíð sína eftir tvo Covid-takmarkandi vetur en síðasta hátíð þar á undan fór fram í janúar 2020. Samkvæmt venju var samkoman haldin í Húnaveri sl. laugardag og var vel sótt.
Meira

Bóndadagur í dag

Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur þorra sem er fjórði mánuður vetrar að forníslensku tímatali og mun upphaf hans upphaflega hafa miðast við fyrsta nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf. Þorri hefst alltaf á föstudegi í 13. viku vetrar á bilinu 19. til 25. janúar
Meira

Hyggilegt að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í hláku morgundagsins

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið vegna veðurs en varað er við asahláku á morgun þegar frostið gefur eftir fyrir hlýjum sunnanþey. Í athugasemd veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar kemur fram að spáð er suðaustan hvassviðri eða stormi sunnan- og vestanlands seint í nótt og framan af morgundegi með úrkomu og hlýnandi veðri.
Meira

Nauðsynlegt að klæða Blönduósflugvöll

Í júní 2021 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnuhóp með það hlutverk að leggja mat á lendingarstaði út frá öryggishlutverki þeirra og var gefin út skýrsla sem kom út í nóvember sama ár. Þar kemur fram að til að flugvöllurinn á Blönduósi nýtist flugvélum Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugvélum við erfiðar aðstæður þurfi að leggja á hann bundið slitlag.
Meira

Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda

Lands­virkj­un hef­ur nú ákveðið og skráð að öll raf­orka sem fyr­ir­tækið sel­ur hér á landi sé nú fram­leidd með kol­um, olíu eða kjarn­orku. Ef smá­sal­ar, sem selja raf­magn til al­menn­ings, vilja grænt raf­magn þurfa þeir að borga fyr­ir vott­un eða bjóða not­end­um sín­um að gera það. Not­andi sem kaup­ir grænt raf­magn, fram­leitt á Íslandi, þarf því sam­kvæmt þessu að greiða sér­stak­lega fyr­ir það. Sam­kvæmt frétt­um er hér um 15% hækk­un á grænni raf­orku að ræða. Orku sem er og hef­ur alltaf verið GRÆN!
Meira

Átján kindum bjargað úr afrétt

Síðastliðinn föstudag náði Andrés bóndi í Tungu í Gönguskörðum við annan mann að koma sautján kindum til byggða úr Vesturfjöllum sem voru, þrátt fyrir fannfergi og kulda, í ágætu ásigkomulagi. Nokkrum dögum áður hafði Andrés staðsett féð og náð að handsama eitt lamb og flutt með sér heim.
Meira