Leitað að meira af heitu vatni við Reyki
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
28.06.2023
kl. 11.50
Nú í byrjun vikunnar hófst borun fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar á fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki, skammt frá Húnavöllum. Farið er í verkefnið til að finna meira heitt vatn fyrir veituna en afkastageta núverandi svæðis er að verða fullnýtt. Fram kemur í frétt á síðu RARIK að holurnar eru staðsettar að tillögu ÍSOR austan og vestan við núverandi vinnslusvæði í þeim tilgangi að leggja mat á stærð svæðisins, rannsaka hvort mögulega megi finna meira heitt vatn utan við núverandi vinnslusvæði og til að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholu, sem gert er ráð fyrir að boruð verði í framhaldinu.
Meira
