Skýjaþjónusta IBM til liðs við Borealis Data Center
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
06.07.2023
kl. 12.15
Húnahornið segir frá því að Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á Blönduósi, Reykjanesi og í Reykjavík, hefur gert samning við IBM Cloud um að hýsa hluta skýjaþjónustu IBM á Íslandi. „Það gerir viðskiptavinum fyrirtækjanna kleift að bjóða viðskiptavinum sínum aðgang að grænni skýjaþjónustu hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Markmiðið með samningnum er að finna sjálfbæra leið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem vill lækka kolefnisspor sitt með því að veita umhverfisvæna skýjaþjónustu,“ segir í fréttinni.
Meira
