A-Húnavatnssýsla

Verðlaun fyrir áhugaverðustu nýsköpunina

Á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að nú á vorönn 2023 fór skólinn af stað með áfanga sem kenndur er á landsvísu í samstarfi við Unga frumkvöðla. Ungir frumkvöðlar er metnaðarfullt verkefni sem snýst um að nemendur í framhaldsskólum landsins stofni eigið fyrirtæki utan um viðskiptahugmynd og miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.
Meira

Halli á rekstri Skagabyggðar minni en áætlun gerði ráð fyrir

Í frétt á Húnahorninu segir af því að sveitarfélagið Skagabyggð var rekið með 6,8 milljón króna halla árið 2022.Afkoman er þó nokkuð betri en áætlun gerðir ráð fyrir, sem var halli upp á 9,7 milljónir. Skatttekjur voru 9 milljónum hærri en áætlun en stærstu útgjaldaliðir sveitarfélagsins, sem eru félagsþjónusta og fræðslu- og uppeldismál, voru á pari við áætlun. Stærsta neikvæða frávikið frá áætlun var á sameiginlegum kostnaði.
Meira

Straumhvörf fyrir sauðfjárbændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Sjúkdómurinn er erfiður viðureignar og ekki hefur verið fundið upp bóluefni til þess að verjast honum. Sú aðferð sem hefur verið notuð hér á landi, þegar upp hefur komið riða á bæ, hefur verið að slátra öllu fé á bænum, fara í jarðvegsskipti, hreinsa, brenna og sótthreinsa. Hér er um er að ræða verulega íþyngjandi aðgerð með tilheyrandi áfalli fyrir alla sem málið snertir.
Meira

Nýtt vín á gömlum belgjum :: Leiðari Feykis

Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst og er ýmislegt þar að finna af alls kyns afþreyingu og listviðburðum eins og lesa má um hér í blaðinu. Söngur, leikur, tónlist, bíó, myndlist, íþróttakappleikir og fjörugt mannlíf.
Meira

Menningarstarf Alþýðuhússins á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, sem afhent var í átjánda sinn í gær við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin.
Meira

„Góður leikur af okkar hálfu,“ segir Donni þjálfari þrátt fyrir tap Stólastúlkna

„Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta,“ segir í frétt íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports sem spáir liðinu 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Stólastúlkum er hins vegar spáð 9. sæti og þar með falli niður Lengjudeildina eftir sumarið. Liðið sýndi í gær að það er á annarri skoðun og mættar til að vera.
Meira

Vel lukkuð vígsluafmælishátíð Blönduóskirkju

Þrjátíu ára vígsluafmælishátíð Blönduóskirkju fór fram sunnudaginn 30. apríl og var hún vel sótt. Fram kemur í frétt Húnahornsins að á hátíðinni tilkynni formaður sóknarnefndar, Jón Aðalbjörn Sæbjörnsson, að hjónin Elín S. Sigurðardóttir og Jóhannes Torfason á Torfalæk ætli að gefa orgelsjóði kirkjunnar eina milljón króna. Peningana fengu þau með Landstólpanum, samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, sem þau hlutu í síðustu viku.
Meira

Elín og Jóhannes á Torfalæk fengu Landstólpa Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var á Fosshótel Húsavík á dögunum, var hjónunum Elínu S. Sigurðardóttur og Jóhannesi Torfasyni, á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu, afhentur Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar fyrir árið 2023.
Meira

Mikil og góð stemning á lokatónleikum Sóldísar

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á skínandi góða Júróvisjónupphitun sl. laugardagskvöld í Höfðaborg á Hofsósi með söngprógrammi sínu sem einnig setti endapunktinn á vetrarstarfið. Kórinn hafði haldið fimm tónleika fyrir þetta kvöld bæði innan héraðs og utan.
Meira

Samstaða býður til kaffisamsætis í tilefni 1. maí

Dagur verkalýðsins er í dag 1. maí og er haldinn hátíðlegur víða á jarðarkringlunni. Í ár eru 100 ár frá því að íslenskt launafólk fagnaði 1. maí og hvetur Alþýðusamband Íslands, á Facebooksíðu sinni, fólk að sameinast um að standa vörð um unna sigra og halda baráttunni ótrauð áfram. Réttlæti - jöfnuður – velferð, er yfirskrift 1. maí hátíðarhaldanna í ár.
Meira