Ný deiliskipulagstillaga fyrir Kálfshamarsvík
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
24.02.2023
kl. 11.50
Á fundi sveitarstjórnar Skagabyggðar þann 16. febrúar sl. var samþykkt að endurauglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Kálfshamarsvík. Deiliskipulagssvæðið er um 20 hektarar að stærð og er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Kálfshamarsvík er á náttúruminjaskrá en í byrjun 20. aldar var þar útgerð um 100 manna byggð en var komin í eyði um 1940. Svæðið er nú vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem kallar á uppbyggingu á þjónustu og bætt aðgengi.
Meira