Til hamingju sjómenn :: Leiðari Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.06.2023
kl. 07.35
Næstkomandi sunnudag er sjómannadagurinn og víða á landinu haldinn hátíðlegur sjómönnum til heiðurs og þeirra fjölskyldum. Sums staðar fara hátíðahöld fram á laugardeginum með alls kyns viðburðum og skemmtilegheitum. Nú eru liðin 85 ár frá því að sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti en það var hinn 6. júní árið 1938 á tveimur stöðum á landinu, í Reykjavík og á Ísafirði. Það eru hins vegar ekki nema 36 ár síðan dagurinn varð lögskipaður frídagur sjómanna eða 1987 og jafnframt gerður að almennum fánadegi. Fram að því var það undir útgerðinni komið hvort sjómenn gátu glaðst í landi þann daginn.
Meira
