Ismael með tvö á Týsvelli
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
28.05.2023
kl. 16.27
Í gær hélt lið Kormáks/Hvatar út í Eyjar og lék við lið KFS á Týsvelli. Síðustu árin hafa Eyjapeyjar þótt erfiðir heim að sækja og langt frá því sjálfgefið að sækja þangað stig og hvað þá þrjú líkt og Húnvetningar gerðu. Ingvi Rafn Ingvarsson stýrði skútu gestanna til sigurs í sínum fyrsta leik sem þjálfari í 3. deildinni og situr lið Kormáks/Hvatar nú í þéttum pakka um miðja deild. Lokastaðan var 1-2.
Meira
