A-Húnavatnssýsla

Njarðvíkingar koma á Krókinn í kvöld

Það er leikur í kvöld í Síkinu. Tindastóll fær þá lið Njarðvíkinga í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en veislan byrjar klukkan 15:30. Þá verður partýtjaldið opnað sunnan Síkis en þar geta stuðningsmenn liðanna krækt sér í grillaða hammara og gos, alls konar varningur merktur Tindastóli verður til sölu og Helgi Sæmundur og gestir halda upp stuðinu.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Síðustu daga vetrarins hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra og farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum, segir á vef Náttúrustofu Norðurlands vestra. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana.
Meira

Mig hefur alltaf langað til að verða bóndi :: Áskorandinn Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir Norðurhaga Húnabyggð

Þegar Jón Kristófer hafði samband og spurði mig hvort ég gæti tekið við áskoranda pennanum þá gat ég auðvitað ekki sagt nei, eins og vanalega þegar ég er spurð að einhverju. Ég hins vegar vissi ekkert hvað ég átti að skrifa um en lét til skara skríða.
Meira

Þetta ætti ekki að geta klikkað

Það styttist í Sæluviku og einn af forsæluréttunum í ár er Kántrýkvöld í Gránu á Sauðárkróki. Það eru engir aukvisar sem þar stíga á svið en sönginn annast Magni Ásgeirs, Malen og Sóla Áskelsdætur og Sigvaldi Gunnars og þau eru bökkuð upp af geggjuðu bandi skipað þeim Reyni Snæ, Gunnari Sigfúsi, Bergi Einari og Baldvin Snæ. „Þetta ætti ekki að geta klikkað og okkur þætti vænt um að sjá sem flesta!“ segir Sigvaldi í spjalli við Feyki.
Meira

FNV veitt Byggðagleraugun 2023

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, veittu á dögunum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Byggða­gleraugun 2023 fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV afhenti Þorkeli V. Þorsteinssyni, aðstoðarskólameistara FNV, viðurkenninguna á 31. ársþingi SSNV þann 14. apríl síðastliðinn.
Meira

Opið hús og sex íbúðir til sýnis þar sem gamli leikfimisalurinn var áður

Seinni áfangi nýbyggingar að Sæmundargötu 2b á Sauðárkróki, þar sem áður var Barnaskóli Sauðárkróks, er nú kominn í sölu. Um er að ræða sex glæsilegar tveggja og þriggja herbergja íbúðir með sér inngangi og fylgja íbúðunum ýmist svalir eða sérafnotareitur. Opið hús verður laugardaginn 22. apríl milli kl. 13 og 15 þar sem nýju íbúðirnar verða til sýnis.
Meira

Leshraðamælingar og Háskóli Íslands :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar.
Meira

Vinnusmiðja í tengslum við Tæknibrú

Í fréttatilkynningu frá 1238: Baráttan um Ísland segir að þann 18. apríl síðastliðinn var haldin vinnusmiðja á Sauðárkróki í tengslum við verkefnið Tæknibrú sem styrkt var af Sprotasjóði og unnið hefur verið að í allan vetur. Tæknibrú er samstarfsverkefni allra grunnskóla á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, FabLab smiðjunnar og Sýndarveruleika ehf, sem á og rekur sýninguna 1238 á Sauðárkróki.
Meira

Leiðir skilja :: Leiðari Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að fjölmiðlar landsins berjast í bökkum í sí harðnandi rekstrarumhverfi. Veitist það mörgum erfitt og hafa þeir týnt tölunni síðustu misseri. Pappírsfjölmiðlar eru fáir og bjartsýnustu menn að verða svartsýnir á framtíð þeirra. Margt er tínt til þegar ástæðna er leitað og flest allt gott og gilt.
Meira

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti er í dag og óskar Feykir lesendum gleðilegs sumars. Þessi ágæti dagur virðist ætla að bjóða upp á sumarveður í dag, hitinn á Norðurlandi vestra víðast hvar á bilinu 10-14 gráður, glampandi sól og suðvestanátt, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að fagna komu sumars með því að stökkva í stuttbuxur í tilefni dagsins. Þeir sem vilja halda daginn hátíðlegan gætu kíkt á Hvammstanga í dag en þar er að venju dagurinn tekinn með trompi.
Meira