A-Húnavatnssýsla

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu Crossfit 550

Á mánudaginn skelltu nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd, sem eru þátttakendur í valgreininni íþróttir og heilsufræði,sér á Krókinn til að taka á honum stóra sínum á Crossfit æfingu hjá Crossfit 550. Krakkarnir fengu smá fræðslu um crossfit og gerðu síðan WOD dagsins eða Work Of the Day eins og það kallast á ylhýru enskunni.
Meira

Ábyrgð á innheimtu meðlaga verði á Blönduósi

Áformað er að flytja starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga til ríkisins. Meginmarkmiðið er að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga en hlutverk stofnunarinnar er að innheimta meðlög. Húnahornið segir frá því í frétt að tillögur þessa efnis hafi verið kynntar í greinargerð verkefnisstjórnar, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði, á grundvelli viljayfirlýsingar ríkis og sveitarfélaga frá janúar 2021, til að skoða fýsileika á tilfærslu verkefna við innheimtu meðlaga frá sveitarfélögum til ríkisins. Megintillaga verkefnisstjórnarinnar er að færa ábyrgð á innheimtu meðlaga frá sveitarfélögunum til ríkisins.
Meira

Einelti er dauðans alvara :: Leiðari Feykis

Það er alltaf sami hausverkurinn að finna hvað skuli skrifa um í leiðara og oftar en ekki snarsnýst efnið í höndum skrifara áður en skrifum er lokið. Einhverjir kunna að halda að efnið sem tekið er fyrir hverju sinni sé útpælt og djúpt kafað í málin en hér verður mikið leyndarmál dregið fram úr skúmaskoti. Oftast nær er leiðarinn það síðasta sem ritað er í blaðið og ætíð undir tímapressu þar sem dauðalínan, eða „dead line“ upp á ástkæru enskuna, er nánast undir iljum skrifara.
Meira

Svandís kallar eftir upplýsingum frá Matvælastofnun

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur leikur á að umráðamenn séu ekki að uppfylla ákvæði laga, hvort sem um er að ræða almennt eftirlit eða samkvæmt ábendingum sem berast stofnuninni.
Meira

Nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að útbúa Halloween kökur

Sá þessar sniðugu hugmyndir þar sem notaðar eru bollakökur og svo er kremið smurt ofan á.
Meira

Uppbyggingasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum

Enn er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð SSNV, sem ætlaður er einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum, stofnunum eða sveitarfélögum með lögheimili á Norðurlandi vestra.
Meira

Fuglaflensa í skúmum og svartbökum – enn smithætta fyrir alifugla

Skæð fuglaflensa greinist enn í villtum fuglum hér á landi og telur Matvælastofnun því ekki óhætt að aflétta þeim varúðarráðstöfunum sem fyrirskipaðar voru í mars á þessu ári. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að faraldurinn sé einnig viðvarandi annars staðar í Evrópu og víðar. Enn er mikilvægt að fólk tilkynni um veika og dauða fugla til MAST.
Meira

Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu

Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur að viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. Þannig tryggja stjórnvöld að almannatryggingarþegar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í viðræðunum ásamt því að ríkisstjórnin taki rökstudda afstöðu til þeirra sjónarmiða áður en viðræðunum lýkur.
Meira

Nemendur Árskóla meðal Grænna frumkvöðla framtíðar í nýjum þætti á N4

Fimmtudaginn síðasta var frumsýndur þáttur á sjónvarpsstöðinni N4 um verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Matís í rúmt ár og er markmið þess að kenna ungmennum um loftslagsbreytingar á frumlegan og nýstárlegan hátt, en jafnframt að kenna þeim að sjá þau tækifæri sem leynast í eigin heimabyggð.
Meira

Nú er fræsöfnunartíminn í hámarki

Landsverkefnið Söfnum og sáum birkifræi hvetur landsmenn til að skila nú á söfnunarstöðvar því fræi sem safnast hefur. Nokkuð vantar upp á að markmið ársins hafi náðst. Enn er líka nóg af fræi á trjánum og fram undan góðir veðurdagar til að safna.
Meira