A-Húnavatnssýsla

Guðmundur Guðmundsson hættur með landsliðið

HSÍ og Guðmundur Þ. Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins fyrr í dag. Samkomulagið er í sátt beggja aðila og ekki stendur til að tjá sig frekar um innihald þess, segir í tilkynningunni. Guðmundur hefur þjálfað íslenska landsliðið í samtals 14 ár og hefur sem þjálfari komið íslenska landsliðinu inn á 16 stórmót, þar af þrenna Ólympíuleika.
Meira

Ragnheiður Jóna nýr sveitarstjóri Þingeyjarsveitar

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið en hún starfaði sem sveitarstjóri Húnaþings vestra frá árinu 2019-2022.
Meira

Jökulhlaup geta haft áhrif á lífríki áa og næsta umhverfi þeirra

Undanfarna daga hafa ár víða um land verið að ryðja sig í hlýindum og vatnsviðri en kuldar í desember og janúar voru langvarandi og frost víða mikið, sérstaklega inn til dala, segir í frétt á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra. Segir í fréttinni að á Norðurlandi vestra hafi þá allar ár verið lagðar og ísinn víða um 60-80 cm þykkur og sumstaðar jafnvel allt að 120 cm á þykkt.
Meira

Morten Wiborg, starfsnemi hjá BioPol, útskrifast sem verkfræðingur

Morten Wiborg, sem stundaði starfsnám hjá BioPol á síðasta ári, útskrifaðist með diplómagráðu í efna- og líftækniverkfræði (BEng) frá University of Denmark í lok janúar.
Meira

USAH sækir um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024, Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið fer fram í Stykkishólmi í sumar.
Meira

Fimmtán starfsgildi hjá frumkvöðlafyrirtæki sem í vor hefur starfsemi á Blönduósi

Morgunblaðið sagði um helgina frá íslensku frumkvöðlafyrirtæki, Foodsmart Nordic, sem mun hefja starfsemi í nýju hátækniframleiðsluhúsi á Blönduósi nú í vor. Fyrirækið framleiðir í dag kollagen, sæbjúgnaduft og fiskprótein í þróunarsetri sínu á Skagaströnd og selur til innlendra aðila en með tilkomu framleiðsluhússins á Blönduósi er stefnt á útflutning. Reiknað er með um 15 stöðugildum við starfsemina auk afleiddra starfa.
Meira

Veiruskita í kúm veldur gríðarlegu tjóni austan Tröllaskaga

Vikublaðið á Akureyri greindi frá því í síðasta blaði að tugmilljónatjón hafi orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu en alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Haft er eftir Sigurgeir Hreinssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að veiran hagi sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og séu dæmi þess að hún hafi borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.
Meira

Ekki þurfti að rífa brúna þegar allt kom til alls

Í byrjun síðustu viku ruddi Svartá í Svartárdal sig og mátti litlu muna að brúin yfir ána við bæinn Barkarstaði færi af og fyrstu fréttir hermdu að hún væri ónýt og ekkert annað í stöðunni en að rífa hana. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir hins vegar að skemmdirnar hafi verið mun minni en í fyrstu var ætlað og var brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar ekki lengi að kippa brúnni í lag og var hún opnuð á ný sl. föstudag.
Meira

Sigurgeir Þór Jónasson nýr formaður knattspyrnudeildar Hvatar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi fór fram sl. föstudag, þann 17. febrúar, við góða mætingu, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar. Kosið var í stjórn knattspyrnudeildarinnar og Sigurgeir Þór Jónasson er nýr formaður.
Meira

Sitthvað um nafnabreytingar - Tunga :: Torskilin bæjarnöfn

Í 35. tbl. Feykis sem út kom í september var þáttur um Strjúg í Langadal. Þar var líkum að því leitt að upphaflega bæjarnafnið hafi verið Strjúgsstaðir og bent á fleiri dæmi um nafnastyttingar sem höfundur hafði rekist á. Eftirfarandi texti er framhald úr sama þætti: Þá eru til ekki svo sárfá bæjanöfn í Húnavatnsþingi, sem týnst hafa, en önnur verið tekin upp í staðinn. Standa þau nafnaskifti stundum í sambandi við heiti þeirra bænda, sem búið hafa á jörðunum. Má þar til nefna Finnstungu í Blöndudal, sem fjekk nafnið Sölvatunga nokkru fyrir aldamótin l500 eftir Sölva, sveini Einars Þorleifssonar hirðstjóra (sbr. Safn II. B. bls. 650.
Meira