A-Húnavatnssýsla

Saturday Night Fever í fyrsta sinn á íslensku leiksviði - Frumsýning á sunnudagskvöld

„Hver man ekki eftir John Travolta leika töffarann Tony Mareno í Saturday Night Fever og geggjuðu Bee Gees lögin sem eru í myndinni. Legendary mynd sem kom Travolta og Bee Gees á kortið og síðar heimsfrægð,“ svarar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, annar leikstjóri sýningarinnar, þegar hún er spurð út í uppfærslu Nemendafélags Fjölbrautaskólans á leikritinu Saturday Night Fever.
Meira

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Mat á umhverfisáhrifum

Öll sveitarfélög á Norðurlandi, eru að vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.
Meira

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum var sl. helgi í Laugardalshöll

Helgina 11.-12. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. Skráðir voru um 300 keppendur til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu og sendu UMSS, USAH og Kormákur keppendur til leiks. Níu mótsmet voru sett og átti Guðni Bent Helgason frá UMSS eitt af þeim er hann stökk 1,47m í hástökki 11 ára pilta.
Meira

Árshátíð Húnaskóla tókst með miklum ágætum

Húnahornið segir frá því að fyrsta árshátíð Húnaskóla, sameinaðs grunnskóla í Húnabyggð, fór fram í Félagsheimilinu á Blönduósi í gær. Sýnd voru leikritin Latibær og Galdrakarlinn í Oz en þar að auki fór fram söngkeppni í danssal félagsheimilisins og boðið var upp á dýrindis veislukaffi að auki.
Meira

Villuráfandi ríkisstjórn - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu.
Meira

Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Fjórtán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en þrjátíu verkefni af öllu landinu sóttu um þátttöku í ár. Kjarnastarfsemi Norðanáttar snýr að svokölluðum FEW-nexus eða matur- orka- vatn og þau verkefni sem taka þátt snerta öll á þessum áherslum með einum eða öðrum hætti.
Meira

Viltu veita öðrum félagsskap, nærveru og hlýju?

Rauði kross Íslands, Fjölskyldusvið Húnaþings vestra, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Þjóðkirkjan hafa ákveðið samstarf um vinaverkefni undir forystu Húnavatnssýsludeildar Rauða krossins. Fjótlega verður auglýst eftir fólki sem vill taka þátt í verkefninu og fara á námskeið því tengdu.
Meira

Sex safnastyrkir á Norðurland vestra

Á árinu 2023 hefur menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 209.510.000 krónum úr safnasjóði. Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 í febrúar voru veittar 153.010.000 krónur en veittur var 101 styrkur til eins árs að heildarupphæð 136.510.000 kr. til 50 styrkþega. Sex umsóknir af Norðurlandi vestra fengu styrki.
Meira

ÖRUGG verkfræðistofa opnar starfsstöð á Blönduósi

ÖRUGG verkfræðistofa hefur nú opnað útibú á Blönduósi til að sinna auknum verkefnum á Norðurlandi. Starfsmaður skrifstofunnar á Blönduósi er Elvar Ingi Jóhannesson og er hann að jafnaði með viðveru þar alla virka daga. ÖRUGG verkfræðistofa var stofnuð í ársbyrjun 2020 og hefur á skömmum tíma orðið leiðandi á landinu á sínum sérsviðum. Hjá stofunni starfa nú um 15 manns við bruna- og öryggishönnun, BIM stjórnun, vindgreiningar og umhverfis- og vinnuvernd.
Meira

Verkfall Eflingar gæti haft áhrif á olíusölu í Staðarskála

Verkafólk Eflingar, sem starfar hjá Samskipum, Berjaya Hotels, Skeljungi, Edition og Olíudreifingu, hófu ótímabundið verkfall klukkan 12 á hádegi og munu því ekki hefja störf á ný fyrr en félagið aflýsir því. Ljóst er að þessar aðgerðir munu hafa mikil áhrif á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega þegar eldneytisskortur fer að gera vart við sig á bensínstöðvum.
Meira