Gult ástand á landinu í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.02.2023
kl. 11.42
Þær linna ekki látum lægðirnar sem ganga nú hver af annarri yfir landið en gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir allt landið með austan og suðaustan 15-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda með hita kringum frostmark, en rigning sunnan til og hiti 1 til 6 stig. Minnkandi vindur og úrkoma í kvöld og nótt.
Meira