A-Húnavatnssýsla

Dreymir um gervigrasvöll í Húnabyggð :: Lee Ann í mörgum verkefnum fyrir Hvöt

Lee Ann Maginnis var á dögunum ráðin verkefnastjóri í afmörkuð verkefni af aðalstjórn Ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi samfara því að hafa einnig verið ráðin framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Hvatar. Mörg spennandi verkefni sem þarf að sinna.
Meira

Biðja fyrir snjóléttum vetri

„Helsta vandamálið við þetta verk er að við erum að leggja lögnina hálfum metra undir sjávarmáli í byrjun og gætir því flóðs og fjöru í lagnaskurðum. Við þurfum að láta dælu ganga allan sólarhringinn til að halda skurðum á þurru,“ segir Rúnar S. Símonarson hjá Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar sem eru nú að vinna á Skagaströnd við fyrsta áfanga að fráveitu sem kallast Hólanes-Einbúastígur.
Meira

Söngstund í fjárhúsum :: Sönghópurinn Veirurnar heimsækir Norðlendinga

Í haustlitunum bjóða bændur í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, í Þingeyjarsveit, og Sönghópurinn Veirurnar upp á „Söngstund í fjárhúsum“ föstudaginn 21. og laugardaginn 22. október. Frítt er inn á meðan húsrúm leyfir.
Meira

Lyfja opnar nýtt apótek á Blönduósi

Húnahornið segir frá því að í gær, fimmtudaginn 13. október, opnaði Lyfja nýtt apótek að Húnabraut 4 á Blönduósi. Lyfja er sannarlega komin í góðan félagsskap því í verslunarhúsnæðinu kennir nú ýmissa grasa því þar eru einnig til húsa Kjörbúðin, Hitt og þetta, Hárgreiðslustofa Bryndísar Braga, veitingastaðurinn Tene að ógleymdri Vínbúðinni.
Meira

Norðan hvassviðri og rigning eða slydda á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs sem tekur til Vestfjarða, Stranda og alls Norðurlands en búist er við hvassri norðanátt með ofankomu á morgun sem stendur í sólarhring. „Norðan og norðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu nærri sjávarmáli, en snjókomu á heiðum. Erfið akstursskilyrði vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sérílagi á fjallvegum. Fólki er bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám,“ segir á heimasíðu stofunnar.
Meira

Viltu vinna miða á heiðurstónleika Helenu Eyjólfs?

Tónleikar til heiðurs einnar ástsælustu söngkonu þjóðarinnar, Helenu Eyjólfsdóttur, verða haldnir föstudaginn 21. október í Hofi á Akureyri og laugardaginn 29. október í Salnum Kópavogi. Heppnir lesendur Feykis geta unnið miða.
Meira

Píratar vilja lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi lýsi formlega yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og feli ríkisstjórninni að haga áætlanagerð sinni og aðgerðum í samræmi við það.
Meira

Brautskráning frá Háskólanum á Hólum

Síðastliðinn föstudag var brautskráningarathöfn við Háskólann á Hólum og var hún haldin í húsakynnum Sögusetursíslenska hestsins. Ellefu nemendur brautskráðust að þessu sinni; fimm frá Ferðamáladeild, sömuleiðis fimm frá Fiskeldis og fiskalíffræðideild og loks brautskráðist einn nemandi frá Hestafræðideild.
Meira

Sigurður Bjarni formaður nýrrar stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra

Ný stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, sem skipuð var í kjölfar veitarstjórnarkosninganna í vor, hélt sinn fyrsta fund í byrjun október. Stjórnin er skipuð fulltrúum þeirra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem aðild eiga að Náttúrustofunni en það eru Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing Vestra.
Meira

Skemmtileg norðlensk tenging fylgdi góðri gjöf í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið spilaði við lið Portúgals í Pacos de Fer­reira í Portúgal í gær í umspilsleik þar sem sæti á HM kvenna næsta sumar var í húfi. Eftir smá dómaraskandal náðu heimastúlkurnar yfirhöndinni í leiknum og sigruðu 4-1 eftir framlengdan leik. Feykir ákvað að senda ekki blaðamann á leikinn en það gerði Vísir. Í frétt í morgun var sagt frá því að einn stuðningsmanna íslenska liðsins, Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, hafi fengið góða gjöf í flugstöðinni eftir leik og flaug heim með stjörnur í augum.
Meira