A-Húnavatnssýsla

Góðar gjafir frá Hollvinasamtökum á Blönduósi

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi veglegar gjafir í síðustu viku. Á Húni.is kemur fram að um sé að ræða þrjá hnakkastóla, hægindastól, þrjú útvarpstæki, myndavél, hitabakstra og rafrænt píluspjald til notkunar á sjúkradeildum, að andvirði 440.545 krónur.
Meira

Horft til framtíðar - Leiðari Feykis

Þá er það ljóst að Skagfirðingar eru sameinaðir í eitt sveitarfélag eftir kosningar helgarinnar og Húnvetningar til hálfs í Austursýslunni. Margir vilja meina að hér hafi verið stigið stórt framfaraskref fyrir viðkomandi samfélög íbúum öllum til heilla. Aðrir eru efins og óttast að þeirra hlutur muni skerðast í stærra sveitarfélagi.
Meira

Farsælt skólastarf til framtíðar - Skólaþing sveitarfélaga fór fram í gær

Fyrsti hluti skólaþings sveitarfélaga fór fram í gær á netinu en þingið átti að fara fram í fyrra, 2021, 25 árum frá yfirfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Þinginu er skipt upp í fimm hluta og verður dagskránni skipt upp á nokkra mánudaga, sem gerir það m.a. að verkum að þátttakendur geta tekið þátt í öllum málstofum en þurfa ekki að velja á milli þeirra.
Meira

Stormur eða rok í nótt og líkur á foktjóni

Suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og í nótt og versnar veðrið fyrst sunnanlands, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Suðvestan óveður skellur síðan á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun. Vegna þessa hefur verið gefin út gul viðvörun sem tekur gildi seinni partinn í dag sem breytist svo fljótlega í appelsínugula viðvörun fyrir landið allt áður en dagur er allur.
Meira

Blönduósi kemur ekki dúr á auga

Víða á landsbyggðinni er talsverð uppbygging í gangi þessi misserin og það á ekki síst við á Blönduósi, bænum sem aldrei sefur, svo vitnað sé í einn af máttarstólpum samfélagsins. Feykir fékk að birta nokkrar framkvæmdamyndir frá í febrúar úr safni Róberts Daníels Jónssonar sem fangar flest á minniskortið sem vert er að festa á mynd.
Meira

Ofnbakaður teriyaki silungur og marengsrúlluterta

Matgæðingar í tbl 20, 2021, voru þau Vigdís Elva Þorgeirsdóttir, leiðbeinandi við Höfðaskóla á Skagaströnd og kennaranemi við Háskóla Íslands, og eiginmaður hennar, Þröstur Árnason sjómaður á Drangey SK-2. Þau eiga saman fjögur börn á aldrinum 8 til 20 ára og búa á Skagaströnd.
Meira

Kjölfestan er í fólkinu - í öllu hinu er óvissa :: Framúrskarandi fyrirtæki FISK Seafood

FISK Seafood, sem stofnað var árið 1955, hefur vaxið hratt á undanförnum árum og tekið sér stöðu á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Félagið hefur byggst upp með kaupum og samruna nokkurra félaga á löngum tíma, m.a. Fiskiðju Sauðárkróks, Útgerðarfélags Skagfirðinga, Hraðfrystihússins Skjaldar, Hraðfrystihússins á Hofsósi, Skagstrendings, Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og Soffaníasar Cecilssonar sem rekur umfangsmikla saltfiskverkun í Grundarfirði.
Meira

Húnvetningar samþykktu sameiningu

Íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykktu í dag sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Þetta kemur fram á heimasíðu samstarfsnefndar, hunvetningur.is. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi 15 dögum síðar.
Meira

Níu mörk Njarðvíkinga í erfiðum fyrsta leik Kormáks Hvatar

Eins og kunnugt er þá náði sameinað lið Kormáks og Hvatar þeim fína árangri síðasta sumar að komast úr kviksyndi 4. deildarinnar í knattspyrnu og upp í 3. deild. Húnvetningar léku fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu í dag við 2. deildar lið Njarðvíkur en spilað var í Nettó-höllinni í Reykjanesbæ í 1. umferð Lengjubikarsins. Heimamenn í Njarðvík reyndust talsvert sterkari í leiknum og sigruðu 9-0.
Meira

Ástríður skipuð framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar

Á Húnahorninu er sagt frá því að Landskjörstjórn hefur skipað Ástríði Jóhannesdóttur lögfræðing í embætti framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar en hún er Húnvetningur. Ástríður lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi frá Háskólanum í Konstanz í Þýskalandi árið 2000. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum hjá opinberum aðilum og starfaði árin 2000-2008 hjá Fasteignamati ríkisins og 2008-2011 hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
Meira