Góðar gjafir frá Hollvinasamtökum á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.02.2022
kl. 09.58
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi veglegar gjafir í síðustu viku. Á Húni.is kemur fram að um sé að ræða þrjá hnakkastóla, hægindastól, þrjú útvarpstæki, myndavél, hitabakstra og rafrænt píluspjald til notkunar á sjúkradeildum, að andvirði 440.545 krónur.
Meira
