A-Húnavatnssýsla

H-listinn býður fram í nýju sveitarfélagi í Austur-Hún

Það er orðið kristaltært að íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar geta í það minnsta valið milli tveggja lista í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þegar hafði D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra verið kynntur til sögunnar og nú í vikunni bættist H-listinn í pottinn en það er Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli, núverandi oddviti Húnavatnshrepps, sem leiðir listann.
Meira

Matgæðingur í tbl 12 - Eldbökuð pizza og ís með Mars-sósu

Matgæðingur í tbl 12 í ár er Magnús Barðdal en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Magnús er giftur Önnu Hlín Jónsdóttur og eru þau að sjálfsögðu búsett á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn. Magnús vinnur í dag hjá SSNV sem verkefnisstjóri fjárfestinga en saman eiga þau hjónin gistiheimilið Hlín Guesthouse sem staðsett er á Steinsstöðum í Lýdó.
Meira

Þvílíkur hvalreki :: Leiðari Feykis

Eins og fram kemur á forsíðu Feykis þessa vikuna rak stærðarinnar hval upp í fjöru í landi Bessastaða í Húnaþingi vestra. Í orðabókum er hvalreki m.a. skilgreindur sem óvænt stórhapp en eins og flestir vita var litið á hvalreka sem mikinn happafeng á öldum áður og dæmi um að slíkt hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða.
Meira

Þórarinn í Öldunni sækist eftir formennsku í Starfsgreinasambandinu

Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands, nú þegar Björn Snæbjörnsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér. Þórarinn segir Björn hafa reynst farsæll formaður og tekist að halda góðum friði og starfsanda innan sambandsins í sinni formannstíð.
Meira

Rúmar 20 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra

Alls bárust 285 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2022 alls upp á ríflega 1,2 milljarða króna en einungis var úthlutað fjórðungi þeirrar upphæðar eða 300 milljónir til 242 umsókna sem hlutu náð fyrir augum matsnefndar. Nokkur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki upp á rúmar 20 milljónir.
Meira

Ferðaþjónustan kemur saman að nýju

Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða.
Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson endurkjörinn formaður Framsóknar

Kosning til forystu Framsóknar fór fram í gær á fjölmennu flokksþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir fengu endurnýjað umboð með afgerandi kosningu. Sigurður Ingi hlaut 98,63% atkvæða til formanns Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir hlaut 96,43% atkvæða til varaformanns.
Meira

Lukkan ekki í liði með Húnvetningum í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar var hársbreidd frá því að næla í fyrstu stigin í B deild karla, riðli C, í Lengjubikarnum í gær þegar Húnvetningar mættu liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Þeir voru 3-4 yfir þegar venjulegur leiktími var liðinn en fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Lið Tindastóls spilaði síðan í Boganum á Akureyri í dag við lið Samherja og vann nauman sigur.
Meira

Nú er það svart, allt orðið hvítt! - rétt fyrir leik Stólastúlkna gegn Stjörnunni í gær :: Myndband

Ekki var útlitið gott rétt fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna þar sem snjó hafði kyngt niður um morguninn svo bregðast þurfti skjótt við og moka völlinn til að leikurinn gæti farið fram. Strákarnir í meistaraflokki munduðu skóflurnar af miklu harðfylgi þremur tímum fyrir leik og fleiri svöruðu kallinu og mættu með skóflur og stærri tæki.
Meira

Nemendur Höfðaskóla tóku við viðurkenningu frá forseta Íslands

Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Höfðaskóli á Skagaströnd hefði orðið hlutskarpastur í C-flokki í lestrarkeppni grunnskólanna, Samrómi, en nemendur, foreldrar, ættingjar og velunnarar skólans lásu af miklum móð. Höfðaskóli sigraði mikinn slag við Öxafjarðarskóla um toppsætið en í nafni skólans voru lesnar 153.288 setningar af 353 keppendum. Nú í liðinni viku voru fulltrúar skólans viðstaddir athöfn á Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Samrómi.
Meira