A-Húnavatnssýsla

Tólf manns nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19

Heldur hefur nú fækkað í hópi þeirra íbúa á Norðurlandi vestra sem sæta einangrun vegna Covid-smita. Í þessari bylgju faraldursins nú í nóvember voru mest 20 manns í einangrun samtímis á svæðinu en samkvæmt stöðumynd frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra eru nú tólf manns í einangrun og 17 í sóttkví. Skiptingin er hnífjöfn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslna, sex í einangrun sitt hvoru megin Þverárfjalls og þrír í einangrun í sitt hvorri Húnavatnssýslunni.
Meira

115 umsóknir um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Á heimasíðu SSNV segir frá því að frestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2022 rann út fyrir réttri viku, föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var góð og bárust alls 115 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 198 milljónum króna en til úthlutunar úr sjoðnum eru rúmar 70 milljónir króna.
Meira

Skíðavinir geta skellt sér á skíði í Stólnum

Það er opið uppi á skíðasvæði Tindastóls í dag. Í tilkynningu á Facebook-síðu skíðadeildar Tindastóls í morgun segir að neðri lyftan verði opin frá kl. 10-16. „Hér er fínasta veður, lítilsháttar snjókoma og 3 m/s. Göngubraut verður lögð klukkan 10,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Fæddi barn á Þverárfjallsvegi

Hún var ekki að láta bíða eftir sér litla stúlkan sem kom í heiminn á Þverárfjallsvegi á mánudagskvöldið en verið var að flytja móðurina, Jenný Lind Sigurjónsdóttur, í sjúkrabíl til Akureyrar þar sem fæðingin átti auðvitað að fara fram. Að sögn Jennýjar er líðan þeirra mæðgna góð en þær eru komnar heim eftir að hafa gist eina nótt á Akureyri.
Meira

Covid-19 smit komið upp í FNV

Vegna Covid- smits sem kom upp hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fellur allt skólahald niður í dag samkvæmt skilaboðum sem send voru nemendum og foreldrum í morgun. Óvíst er hvað áhrif þessa smits eru víðtækt en þó ljóst að sýning Leikfélags Sauðárkróks á Ronju ræningjadóttur fellur niður í dag, þar sem einn leikarinn er kominn í sóttkví.
Meira

Óvænt uppákoma á bókarkynningu í Kakalaskála :: Geirmundur Valtýsson fékk glæsta hryssu að gjöf

Það var glatt á hjalla í Kakalaskálanum á sunnudaginn, þeir Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson boðuðu til hátíðar á messutíma til að kynna bók sína Guðni á ferð og flugi. Hins vegar var hátíðin tveir hálfleikir, Geirmundur Valtýsson var mættur og falið að spila á harmonikkuna og stýra söng sem hann gerði. En hið óvænta var að í upphafi kynnti Guðni að fram færi heimsviðburður því aðdáendur Geirmundar ætluðu að hefja samkomuna á að heiðra Geirmund fyrir að hafa spilað og sungið fyrir þjóðina í 65 ár og þar af með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í 50 ár eða hálfa öld.
Meira

Kóngur vill sigla en byr ræður :: Leiðari Feykis

Nú hafa formenn stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, rætt í þaula hvernig best sé að stjórna landinu næstu fjögur árin og hver eigi skilið að fara með völd ráðuneytanna. Sá langi tími sem farið hefur í samtalið er mörgum undrunarefni ekki síst þar sem þessi þrjú hafa sagt að samstarfið hafi gengið mjög vel á seinasta kjörtímabili og gagnkvæmt traust hafi ríkt milli þeirra. Þau vita nákvæmlega hvar hver stendur og þekkja væntingar hvers og eins. Hvers vegna tekur þetta þá svona langan tíma?
Meira

Arnaldur Indriðason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en þau eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu, þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Sérstaka viðurkenningu dags íslenskrar tungu hlaut að þessu sinni Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona.
Meira

Ó þú jörð :: Dagur íslenskrar tungu er í dag

Ó þú jörð, sem er yndi þúsunda, blessuð jörð sem ber blómstafi grunda sárt er að þú sekkur undir mér. Hef ég mér frá þér hér og hníg til þín aftur, mold sem mannsins er magngjafi skaptur sárt er að þú sekkur undir mér (Jónas Hallgrímsson, 1844)
Meira

Nýir sviðsstjórar ráðnir til Háskólans á Hólum

Í kjölfar nýlegrar endurskoðunar á framtíðarsýn Háskólans á Hólum og stefnumótun fyrir árin 2021-2025 hafa verið ráðnir tveir nýir sviðsstjórar sem taka munu sæti í framkvæmdaráði skólans. Báðar stöðurnar eru nýjar í skipuriti skólans og munu vinna sérstaklega með framtíðarsýn hans um að vera þekkt sem framúrskarandi fjölþjóðlegt lærdómssamfélag, eftir því sem fram kemur á Holar.is. Þar kemur ennfremur fram að sviðsstjórunum sé einnig ætlað að styrkja innra starf skólans og tengsl við atvinnulíf og samfélag.
Meira