A-Húnavatnssýsla

Kjörstaðir sameiningarkosninga

Í dag fara fram kosningar um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar og fara kjörfundir fram víðsvegar í sveitarfélögunum. Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
Meira

Er alveg hugfangin af prjónaskap

Kristín Guðmundsdóttir býr á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Hún er handlitari, þ.e litar ull í höndunum og selur undir merkinu Vatnsnes Yarn. Kristín er með vinnustofu í Skrúðvangi á Laugarbakka núna en byrjaði í eldhúsinu heima hjá sér árið 2016.
Meira

Athyglissjúk á við alheimsdrottningu

Mini Shnauzer eða dvergshnauzer eru mjög glæsilegir og kröftugir hundar sem er með feld sem fellir ekki hárin og gefur frá sér litla sem enga hundalykt. Feldurinn er strýr og þarf reglulega að reyta hann og hefur hann þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og óhreinindum. Þeir eru bæði sjálfstæðir og forvitnir, eru með langt höfuð, skegg og augabrýr sem einkennir þessa mögnuðu tegund.
Meira

Covid tölur rjúka upp

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú í morgun má sjá að Civid-smituðum á Norðurlandi vestra fjölgar sem aldrei fyrr. Alls eru 198 manns í einangrun í umdæminu, flestir á Sauðárkróki þar sem nær helmingur hinna smituðu dvelja.
Meira

Þrjár kindur til viðbótar greinast með ARR arfgerðina

Í dag komu niðurstöður úr arfgerðargreiningum á sýnum 95 kinda í Þernunesi og segir á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins að þrjár ær hafi bæst í hóp „gullklumpanna“ sem bera ARR arfgerðina sem er hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé. Eru því alls níu kindur á bænum sem vitað er að bera þessa arfgerð.
Meira

Krakkar geta sótt körfuboltanámskeið um helgina

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra verður með þrjú námskeið um helgina, tvö á Sauðárkróki, í samstarfi við unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og eitt á Blönduósi. Á morgun laugardag hefst fyrra námskeiðið á Króknum klukkan kl. 11:30 og stendur til kl. 13:30 og það seinna frá kl. 10:00 - 12:00 á sunnudag. Á Blönduósi verður námskeið á sunnudaginn milli klukkan 14:30 - 16:30.
Meira

Miklar rafmagnstruflanir þar sem orkumálin voru rædd

Þingmenn hafa þeyst um landið þvert og endilangt í kjördæmaviku sem nú er að renna sitt skeið en einnig hefur tæknin verið nýtt til fundahalda líkt og á dögunum þegar sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra og þingmenn Norðvesturkjördæmis ræddu saman á Teams. Þingmenn fengu þá að sjá með eigin augum hve rafmagnsöryggið á landsbyggðinni getur verið ótryggt.
Meira

Opnir fundir með Kristrúnu Frostadóttur

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið á ferðinni um landið og heiðrar íbúa Norðurlands vestra í dag, reyndar í gær líka þar sem hún boðaði fund á Hvammstanga. Fyrsti fundur dagsins hefst klukkan 12 á hádegi á Harbour á Skagaströnd.
Meira

Matgæðingar vikunnar - Lambaskankar og Toblerone mús

Sara Katrín Stefánsdóttir og Hjörleifur Björnsson eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau eru bæði Skagfirðingar í húð og hár en eru búsett í Kópavoginum ásamt börnunum sínum tveimur, þeim Hinriki og Guðrúnu Katrínu. Sara er geislafræðingur og vinnur á Geislameðferðardeild krabbameina á Landspítalanum og Hjörleifur er pípari og rekur sitt eigið fyrirtæki, Lagnaafl.
Meira

Bændurnir á Kúskerpi í fyrsta þætti Sveitalífs

Sjónvarpsstöðin N4 frumsýndi þáttinn Sveitalífið á miðvikudag og voru bændurnir á Kúskerpi sem fengu þann heiður að vera viðmælendur í fyrsta þætti. Sagt er frá fjósbyggingum, tæknibreytingum, upphaf ævintýrisins við byggðalínuna þar sem heimasætan fann ástina fyrir 50 árum.
Meira