A-Húnavatnssýsla

Sveitarfélögin vel á veg komin í gerð stafrænna húsnæðisáætlana

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti á haustmánuðum breytt fyrirkomulag húsnæðisáætlana þar sem þær verða alfarið á samræmdu stafrænu formi frá og með árinu 2022. Þessi breyting er í samræmi við niðurstöðu samstarfsþings HMS og sveitarfélaganna sem haldið var í janúar sl.
Meira

Eitt lítið jólalag – Jólalag dagsins

Nú er loksins kominn desember og því má fara að leika jólalögin skammlaust enda fátt betra til að telja niður dagana til jóla. Við byrjum á einu gömlu og góðu sem Birgitta Haukdal söng á plötunni 100 íslensk jólalög sem kom út 2006.
Meira

Jólatónleikar í Blönduóskirkju til styrktar orgelsjóði

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár í Blönduóskirkju fimmtudaginn 9. desember klukkan 20. Þetta verður í fjórða skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina og í fyrsta skipti sem hópurinn heldur jólatónleika í Blönduóskirkju. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur í orgelsjóð Blönduóskirkju.
Meira

Bjarni næsti þingflokksritari VG

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvestur kjördæmi, hefur verið valinn ritari þingflokksins af félögum sínum í þingflokki VG, Bjarni var áður varaþingmaður en tók sæti á Alþingi nú í haust. Orri Páll Jóhannsson var valinn þingflokksformaður.
Meira

Mikið að gera og viðtökurnar frábærar :: Harbour restaurant & bar á Skagaströnd

Í sumar opnaði á Skagaströnd huggulegur lítill veitingastaður Harbour restaurant & bar sem staðsettur er í gömlu iðnaðarhúsi á höfninni. Eigendur eru tvenn hjón sem ákváðu að bíða ekki eftir því að aðrir opnuðu slíkan stað á Skagaströnd, tóku málin í eigin hendur og létu drauminn rætast. Feykir hafði samband við eitt þeirra, Birnu Sveinsdóttur, og forvitnaðist lítillega um ævintýrið á bryggjunni.
Meira

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér

Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrgð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Meira

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skipuð

Ríkisráð kom saman til tveggja funda á Bessastöðum í gær en á fyrri fundinum veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur lausn frá störfum. Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur var svo skipað á seinni fundinum þar sem forseti undirritaði einnig úrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti:
Meira

Skólabörn í Blönduskóla fengu fulltrúa frá slökkviliðinu í heimsókn

Á heimasíðu Blönduskóla á Blönduósi segir af því að nemendur í þriðja og fjórða bekk hafi síðastliðinn föstudagsmorgun fengið heimsókn frá Ingvari slökkviliðsstjóra og Birnu slökkviliðsmanni en Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur um árabil staðið fyrir eldvarnaátaki meðal landsmanna í aðdraganda jólanna.
Meira

Stefán Vagn og Bjarni auðvitað í kolvitlausum flokkum!

Margir Skagfirðingar hafa væntanlega rekið augun í mynd sem birtist á samfélagsmiðlum í vikunni af fjórum reffilegum Alþingismönnum sem stilltu sér upp saman til myndatöku. Allir eru þeir Króksarar en Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson búa báðir á Sauðárkróki en hinir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, að sjálfsögðu sprungulausir Króksarar þó þeir búi sunnan heiða.
Meira

Kostnaður við málefni fatlaðs fólks að sliga sveitarfélög á Norðurlandi vestra :: Uppfært

Húnaþing vestra ræður ekki við þátttöku í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra undir óbreyttum formerkjum. Málaflokkurinn er á ábyrgð ríkisins en Sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag verkefnisins. Gríðarlegur hallarekstur er vegna málaflokksins sem rekja má til afleiðingar Covid-19 faraldursins og stytting vinnutíma hjá vaktavinnufólki.
Meira