A-Húnavatnssýsla

Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu?

Allt frá árinu 2018 hefur verið lögbundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð. Árið 2019 sendi Öryrkjabandalag Íslands erindi á alla sveitarstjóra landsins þar sem brýnd var fyrir þeim skyldan til þess að koma notendaráðum á laggirnar og tryggja þannig samráð fatlaðra íbúa sveitarfélagsins og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks.
Meira

Goðamótsskjöldurinn til Stólastúlkna

Goðamót 5. flokks kvenna fór fram í Boganum um nýliðna helgi og var þar mikið um dýrðir eins og alltaf á hinum sívinsælu Goðamótum en þetta var 68. mótið í Goðamótaröðinni sem hóf göngu sína árið 2003. Þar tefldu hressar stelpur úr Tindastól, Fram, Hvöt/Kormák, Smára og Neista í fjórum liðum en alls tóku 40 lið frá tíu félögum þátt í mótinu að þessu sinni. Mótið gekk vel fyrir sig og var spilað stanslaust í Boganum frá klukkan 15-20 á föstudegi, 9-17 á laugardegi og 9-14 á sunnudegi. Goðamótsskjöldurinn er veittur fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan og voru það stelpurnar í Tindastóli sem hlutu skjöldinn að þessu sinni.
Meira

Kreppa í aðsigi – Leiðari Feykis

Enn er barist í Úkraínu hvar Pútín þenur vítisvélar sínar sem aldrei fyrr. Fyrir eru hugdjarfir heimamenn sem staðráðnir eru í að verjast fram í rauðan dauðann og vonast eftir aðstoð annarra Evrópuríkja og jafnvel Bandaríkjanna. Af fréttum að dæma er lítil von um hernaðarlega íhlutun annarra ríkja í öðru formi en útvegun vopna eða hernaðartækja til varnar. Spurning hvað það dugar lengi gegn öflugum rússneskum her sem staðráðinn er í að ná yfirráðum í landinu hvað sem það kostar.
Meira

Lögreglustarfið - Margrét Alda Magnúsdóttir skrifar

Lögreglustarfið hefur lengi heillað mig. Starfið getur bæði verið krefjandi og gefandi og þú veist aldrei hvað bíður þín þegar þú mætir á vaktina. Verkefnin sem upp koma eru fjölbreytt. Þú getur enn fremur þurft að hafa afskipti af fólki á þeirra verstu stundum en einnig aðstoðað á góðum stundum.
Meira

Þrjár „T137 kindur“ bætast í hópinn á Sveinsstöðum

Enn berast góðar fréttir úr herbúðum þeirra er rannsaka og leita að verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé því nú hafa fundist þrjár kindur til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137 sem er talin mögulega verndandi arfgerð.
Meira

Erum vongóð um fullan bata Atlasar

„Okkar börn væru ekki á lífi ef ekki væri fyrir þetta frábæra starfsfólk. Væntumþykjan þar á bæ er endalaus,“ er haft eftir Kristbjörgu Kamillu Sigtryggsdóttur í Morgunblaðinu í síðustu viku en hún og Elna Ragnarsdóttir á Skagaströnd komu ásamt eiginmönnum sínum og ungum börnum þeirra færandi hendi á vökudeild Landspítalans nokkrum dögum fyrr. Feykir forvitnaðist örlítið um málið.
Meira

Veðurspá Dalbæinga hljómar svipað og sú síðasta

Í fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar þann fjórða mars sl. segir að nánast hefði verið hægt að afrita síðustu fundargerð því veðurspá marsmánaðar hljómar mjög svipað og sú síðasta, þó úrkoma á Dalvík í mars verði ekki eingöngu í föstu formi heldur aðeins blautari en hún var í febrúar. „En áfram verðum við í einhverju mildasta veðrinu hérna á Dallas á meðan við erum farin að vorkenna suður, austur og vesturhlutum landsins fyrir þá veðráttu sem yfir þá gengur,“ segir í fundargerðinni.
Meira

Þolinmæðin kemur einhverstaðar á leiðinni

Úrsúla Ósk Lindudóttir á heima á Skálá í Sléttuhlíð ásamt kærastanum sínum Arnari Bjarka og átta mánaða dóttur þeirra Heru. Þau eru með mjólkurbú, naut, hesta, kindur og eina geit og kiðlingana hennar. Arnar á labradorrakka sem heitir Simbi og Úrsúla á Ástralska tík sem heitir Apríl.
Meira

Lambakonfekt, fylltar beikondöðlur og skyrterta

Matgæðingar í tbl 24, 2021, voru þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Ólafur Viggósson en það voru Vigdís og Þröstur á Skagaströnd sem skoruðu á Guðrúnu og Arnar að taka við því þau eru miklir matgæðingar og höfðingjar heim að sækja. Guðrún og Arnar búa einnig á Skagaströnd og eru bæði fædd og uppalin þar. Guðrún er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum og Arnar er yfirmaður íþróttamannvirkja á staðnum. Þau eiga saman tvö börn sem verða 15 og 19 á þessu ári. 
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Vindhæli á Skagaströnd

Jafnvel þótt nafnið sje vel skiljanlegt í þessari mynd, er það að nokkru breytt og hefir táknað annað upphaflega. Elzta brjefið um nafnið er Auðunarmáldagi l3l8 (DI. II. 470): Vindel-, er það furðanlega rjett, því margt er misritað í Auðunarbók. 75 árum síðar er þannig stafsett í Pjetursmáldögum (DI. III. 55): „Spákonufellskirkja á hrýs fyrir utan götu þá er liggur frá Vindælisgardi í Stapa.“
Meira