A-Húnavatnssýsla

Soroptimistasambands Íslands roðagyllir heiminn

Guðrún Lára Magnúsdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands, mun afhenda Kvennaráðgjöfinni, sem er ókeypis lögfræði-og félagsráðgjöf fyrir konur, og Sigurhæðum á Selfossi, sem er ný þjónusta á Suðurlandi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er, fjárstyrki á lokadegi 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur í dag, 10. desember, á Alþjóða mannréttindadeginum sem jafnframt er dagur Soroptimista í heiminum. Styrkirnir eru afrakstur söfnunar allra klúbba landsins.
Meira

Meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hefur verið leyst upp

Í dag varð það endanlega ljóst að samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla verður ekki framlengt frekar. Liðið hefur verið leyst upp af ráðandi fulltrúum aðildarfélaganna og óljóst hvað tekur við. Þetta kemur fram á aðdáendasíðu Kormáks.
Meira

Heim að Hólum á aðventu

Háskólinn á Hólum býður alla velkomna á opinn dag heim að Hólum nú á laugardaginn, 11. desember, og verður húsið opið á milli kl. 12-15. Feykir hafði samband við Eddu Matthíasdóttur sem nýlega var ráðin sviðsstjóri mannauðs, gæða og rekstrar við Háskólann á Hólum, og spurði hvað stæði til. Hún benti snöfurmannlega á ítarlega dagskrá sem finna mætti á Hólar.is og segir dagskrána fyrir fólk á öllum aldri, stærðum og gerðum!
Meira

Kallað eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kalla eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2021. Í frétt á heimasíðu SSNV kemur fram að þetta sé í þriðja sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi árs 2022.
Meira

Breyting á deiliskipulagi við Hólanes

Á heimasíðu Skagastrandar er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hólanes og fjallar um áform vegna uppbyggingar sjóbaða við Hólanes ásamt breytingum á lóðamörkum fyrir Fjörubraut 6 og 8. Skilgreind er aðkoma og bílastæði fyrir sjóböð og breytingar á stígakerfi.
Meira

Jólasveinn, taktu í húfuna á þér – Jólalag dagsins

Krakkar mínir komið þið sæl er 33-snúninga LP-hljómplata sem gefin var út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytur Ómar Ragnarsson jólalög fyrir börnin og varð platan strax geysivinsæl. Jólasveinn, taktu í húfuna á þér, er eitt af tíu lögum plötunnar og segir frá öðruvísi ævintýrum jólasveinanna en áður hafði verið sungið um.
Meira

Dauðadekkin – Leiðari Feykis

Nú er illt í efni. Ég er kominn með drápsdekkjakvíða eftir að ég heyrði í útvarpinu sl. mánudag að það að keyra á nagladekkjum geti orsakað ótímabæran dauða fjölda manns, sérstaklega ef maður ekur um götur höfuðborgarinnar.
Meira

Ísteka riftir samningum við bændur vegna ólíðandi meðferðar hrossa

Í myndskeiði sem nýlega birtist á netinu sjást dæmi um ólíðandi meðferð hrossa hjá samstarfsbændum líftæknifyrirtækisins Ísteka. Þessi meðferð er augljóslega brot á velferðarsamningum fyrirtækisins og viðkomandi bænda. Samningum við þá hefur því verið rift.
Meira

Jólaflóamarkaður á Skagaströnd

Áttu handverk, bækur, spil, dót, föt, málverk eða muni sem nýtast ekki lengur á heimilinu og leita nýrra ævintýra í jólapakkann?, er spurt í tilkynningu frá JólaFló sem NES Listamiðstöð á Skagaströnd stendur fyrir nk. laugardag 11. desember á Fjörubraut 8 milli klukkan 12 og 17.
Meira

Ekki tímabært að slaka á, segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda eins metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv.
Meira