Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit tekið í notkun á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.11.2021
kl. 11.23
Meðalhraðaeftirlit á tveimur vegarköflum verður gangsett á morgun, 16. nóvember 2021 kl. 12:00. Í fyrsta sinn á Íslandi verður sú aðferð notuð að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að rannsóknir sýni að sjálfvirkt hraðaeftirlit virki vel til að halda niðri umferðarhraða og fækka slysum. Þar á bæ er vonast til að hægt verði að fjölga meðalhraðaköflum á næstu misserum.
Meira