Sveitarstjórn Skagastrandar hvetur Svandísi til að hverfa frá 1.500 tonna niðurskurði strandveiðikvóta
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.01.2022
kl. 16.42
Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær var tekin fyrir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frá 21. desember þar sem skerða á þorskveiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða næsta sumar og almenns byggðakvóta. Var þessu mótmælt í bókun sveitarstjórnarinnar og á það bent að umtalsverð nýliðun hafi átt sér stað innan smábátaútgerðar á Skagaströnd á undanförnum árum sem tengja má beint við strandveiðikerfið.
Meira