A-Húnavatnssýsla

20 vilja starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV

Á dögunum var auglýst laust til umsóknar starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV og var umsóknarfresturinn til 30. janúar. Alls bárust 20 umsóknir um starfið og segir á heimasíðu samtakanna það ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga á störfum hjá þeim.
Meira

Skrifstofa Sýslumanns á Blönduósi opnar kl. 12 - Uppfært: Skrifstofan á Sauðárkróki er opin.

Tilkynning um opnunartíma skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra mánudaginn 7. febrúar nk. Vegna slæmrar veðurspár verður skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi lokuð mánudaginn 7. febrúar nk. til kl. 12:00.
Meira

Silfurbergskristallar úr Helgustaðanámu – Vísindi og grautur

Á morgun, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11, flytur Kristján Leósson erindið „Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna“ í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur. Erindið fer fram á zoom og er öllum opið.
Meira

Vörumiðlun er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu -Framúrskarandi fyrirtæki

Vörumiðlun ehf. er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu, á eftir Samskip og Eimskip/Flytjanda og var það valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo fyrir rekstrarárið 2020. Höfuðstöðvar Vörumiðlunar eru að Eyrarvegi á Sauðárkróki en að auki hefur fyrirtækið starfsstöðvar á Blönduósi, Hvammstanga, Hólmavík, Búðardal, Hellu, Kirkjubæjarklaustri, Reykjanesbæ, Akureyri og Reykjavík.
Meira

Vanda staðfestir framboð til formanns KSÍ

„Þá er það staðfest, ég ætla að bjóða mig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Ég er stolt af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað og er þakklát stjórn, starfsfólki og þjálfurum KSÍ, ásamt fólkinu í hreyfingunni. Starfið er vissulega krefjandi en eftir erfiða mánuði er bjart framundan og ég brenn af áhuga fyrir því að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan er,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands í Facebook-skilaboðum.
Meira

Úr skjóli Hjaltadalsins í Evrópuslaginn í Brussel

Nú býður Feykir lesendum sínum að stökkva um borð í hraðlest til Brussel í Belgíu en þar hittum við fyrir hana Kristínu Kolku Bjarnadóttur. Hún starfar í þessari höfuðborg evrópskrar samvinnu sem lögfræðingur hjá Uppbyggingarsjóði EES. Kristín Kolka er fædd árið 1994 og er frá Hólum í Hjaltadal, foreldrar hennar eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson og síðan á hún tvo bræður, þá Gunnar Loga Guðrúnarson og Jón Kolka Bjarnason...
Meira

Prjón og hekl er í uppáhaldi

Þórdís Erla Björnsdóttir býr á Blönduósi með eiginmanni og þremur sonum. Handavinna er hennar aðal áhugamál og notar hún hverja mínútu sem hún á aflögu til að dunda sér, helst í prjóni eða hekli. Eins skoðar hún mikið af handavinnu á Instagram eða Facebook, Þórdís segir að það sé auðveldlega hægt að gleyma sér yfir slíku tímunum saman og einnig sé rosalega gaman að skoða fallegt handlitað íslenskt garn.
Meira

Ofnbakaður fiskréttur og krukkugotterí

Það er alltof sjaldan sem við borðum fisk á mínu heimili og ákvað ég því að koma með einn mjög góðan sem allir borða, allavega í mínum húsum. Þá fann ég einn girnilegan eftirrétt sem mig langar til að prufa um helgina, nema ég skipti út namminu í Daim því mér þykir það svo agalega gott. Báðar þessar uppskriftir og myndir koma af heimasíðunni gerumdaginngirnilegan.is
Meira

Verktakar verkefnahlaðnir og ekkert tilboð barst í vegabætur á Vatnsnesi

Húnahornið segir frá því að ekkert tilboð barst í vegabætur á Vatnsnesi en tilboðsfrestur hjá Vegagerðinni rann út í vikunni. Mjög hefur verið kallað eftir vegabótum á Vatnsnesi undanfarin ár en verkið sem um var að ræða var bygging17 metra langrar brúar yfir Vesturhópshólaá á Vatnsnesvegi, nýbyggingu vegar á um 1,0 kílómetra kafla og endurbyggingu á um 1,2 km löngum kafla milli Vesturhópshóla og Þorfinnsstaða.
Meira

Siglufjarðarvegur lokaður

Víðast hvar er snjóþekja á vegum norðanlands og unnið að mokstri á helstu vegum. Éljagangur og skafrenningur víða, samkvæmt því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er í Blönduhlíð og á Siglufjarðarvegi sunnan Ketiláss.
Meira