A-Húnavatnssýsla

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar stendur yfir hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga sem fram fer nk. laugardag 19. febrúar: Blönduósbær og Húnavatnshreppur; Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur; Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur.
Meira

Smitum fjölgar á Norðurlandi vestra

Samkvæmt nýrri stöðutöflu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur orðið töluverð aukning í smitum í umdæminu þar sem 97 einstaklingar eru skráðir í einangrun. Enginn er í sóttkví enda búið að fella hana niður með reglugerð sem birt var sl. föstudag en þá losnuðu hátt í 10.000 manns undan þeim sóttvarnaraðgerðum á landsvísu.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Slaufunarmenning, stafrænt ofbeldi, stéttskipting í íslensku ljósi, viðhorfsbreytingar tengdar #metoo, frjósemisréttindi fatlaðra kvenna, valdójafnvægi innan íþrótta, textíll og hringrásarkerfi sem jafnréttismál, ljósmyndasýning tengd mannúðarstörfum kvenna og staða jafnréttismála innan háskóla landsins er meðal þeirra fjölbreyttu umfjöllunaref
Meira

Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar!

Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei.
Meira

Búðingar og Buff-stroganoff

Matgæðingurinn í tbl 18 í fyrra, 2021, var Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem tók áskorun elskulegrar dóttur sinnar, Herdísar Pálmadóttur. Birgitta starfaði sem ljósmóðir hjá HSN í mörg ár en er nú iðin fyrir Félag eldri borgara á Króknum. Birgitta segist vera orðin afar löt við að matbúa, finnst leiðinlegt að elda handa þeim hjónakornunum, en slær gjarnan upp veislu ef von er á fleirum til að snæða.
Meira

Reynir Katrínar sýnir í Húnabúð

Föstudaginn 18. febrúar milli klukkan 16 og 18 opnar örgallerí í Húnabúð á Blönduósi sem nefnist Gallerí Hún. Listamaðurinn Reynir Katrínar verður sá fyrsti sem sýnir myndlistaverk sín þar.
Meira

Er að prufa að prjóna sokka í fyrsta skiptið

Guðrún Aníta Hjálmarsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og flutti á Austurland vorið 2020 til þess að vinna í lögreglunni. Síðan þá er hún búin að kaupa hús á Eskifirði og er í sambúð með Ívari Birni Sandholt sem vinnur einnig í lögreglunni og eignuðust þau stelpu í byrjun ágúst 2021. Guðrún Aníta er aðallega að prjóna á börn í fjölskyldunni og svo núna á hennar eigið. Hún er reyndar byrjuð á tveimur fullorðinspeysum en þær eru ekki tilbúnar ennþá.
Meira

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

Fráveita á Skagaströnd í útboð

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur óskað eftir tilboðum í fyrsta áfanga á fráveitu við Hólanes og Einbúastíg á Skagaströnd. Í verkinu felst vinna við sniðræsi fráveitu, frá Hólanesi til vesturs og norðurs meðfram Hólanesvegi og Strandgötu, allt að Einbúastíg, en þar opnast lögnin um bráðabirgðaútrás til sjávar vestan við Skagastrandarhöfn.
Meira

Edda Hlíf ráðin prestur í Þingeyrarklaustursprestakalli

Á heimasíðu Biskupsstofu kemur fram að sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hafi staðfest kosningu valnefndar sem vildi Skagfirðinginn Eddu Hlíf Hlífarsdóttur, mag. theol., til að gegna embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
Meira