A-Húnavatnssýsla

Siglufjarðarvegur lokaður

Víðast hvar er snjóþekja á vegum norðanlands og unnið að mokstri á helstu vegum. Éljagangur og skafrenningur víða, samkvæmt því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er í Blönduhlíð og á Siglufjarðarvegi sunnan Ketiláss.
Meira

Úthvíldir Dalbæingar spá í tunglið

Í skeyti frá Veðurklúbbi Dalbæjar segir að spámönnum hafi orðið ljóst á fundi þann 1. febrúar að áframhald verði á þeim mildu veðrum sem hafa leikið við Dalvíkinga síðan síðastliðið sumar þó hitastigið hafi núna breyst yfir í frost og sú úrkoma sem fellur verði því nánast bara í sínu fallega fasta hvíta formi.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Moussaka og ein frönsk

Matgæðingar vikunnar, tbl 5 2022, eru Linda Fanney Valgeirsdóttir frá Vatni á Höfðaströnd og eiginmaður hennar, Jóhannes Björn Arelakis frá Siglufirði. Linda Fanney starfar sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. og Jóhannes er sérfræðingur hjá Advania. Þau búa í Setberginu í Hafnarfirði ásamt dætrunum Karólínu Bríeti og Steinunni Diljá.
Meira

Breytt fyrirkomulag íbúafunda í Austur-Hún

Ákveðið hefur verið að í stað íbúafunda sem boðað hafði verið í dag, annars vegar í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:30 og í Húnavallaskóla kl. 20:00, verði haldinn einn fjarfundur á Zoom kl. 20:00. Fundinum verður eftir sem áður streymt á Facebook.
Meira

Undskyld, danske venner :: Leiðari Feykis

Það má segja að íslenska landsliðið í handbolta hafi gert garðinn frægan á Evrópumótinu sem nú er nýafstaðið og fór fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Væntingar voru ekki miklar fyrir mót og voru menn helst að vonast til að komast í hóp tíu bestu liða álfunnar á ný en það hafði ekki gerst síðan 2014 þegar Ísland endaði í 5. sæti á EM sem fram fór í Danmörku.
Meira

Íbúafundir á Blönduósi og í Húnavallaskóla

Samstarfsnefnd um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps boðar til tveggja íbúafunda fimmtudaginn 3. febrúar. Fyrri fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:30 en sá síðari í Húnavallaskóla í Húnavatnshreppi kl. 20:00. Á fundunum verður kynning á framtíðarsýn samstarfsnefndar og forsendum fyrir sameiningartillögu hennar.
Meira

Myndarlegur borgarísjaki 20 sjómílur norður af Selskeri

Á vef Landhelgisgæslunnar segir frá því að varðskipið Þór hafi nú á mánudaginn siglt fram á myndarlegan borgarísjaka um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfn Þórs áætlar að ísjakinn sé um 250 metrar á lengd, 260 metrar á breidd og 15 metra hár. Landhelgisgæslan telur ástæðu til að vara sjófarendur við ísjakanum enda getur hann reynst varasamur, sérstaklega í myrkri.
Meira

Fjölbreytni í sveitarstjórnum

Þann 14. maí nk. verður kosið til sveitarstjórna í landinu. Í dag eru nærri 70 sveitarfélög í landinu, og þau eru grundvallareining í stjórnskipan landsins. Stjórnsýsla þeirra er mikilvæg í lýðræðislegri ákvörðun um grunnþjónustu í nærsamfélagi íbúa landsins. Það er því gríðarlega mikilvægt hverju sveitarfélagi að sveitarstjórnin endurspegli sem best íbúasamsetningu þess.
Meira

Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til sex mánaða

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. febrúar til sex mánaða. Hann leysir af Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, sem fer í sex mánaða námsleyfi.
Meira

Pepelu passar markið hjá Kormáki Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar heldur áfram að safna liði til að styðja við markmið liðsins í sumar en framundan er spennandi sumar í nýrri deild og sem nýliðar í stóru tjörninni er ljóst að sú vegferð hefst aftast á vellinum, segir í tilkynningu frá ráðinu.
Meira