Vilja að framkvæmdir hefjist sem fyrst við Sundabraut
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.02.2022
kl. 09.32
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Norðvesturskjördæmis, flutti mál sitt um Sundabrú sem forgangsmál í samgöngum og hröðun framkvæmda á alþingi í vikunni. Beinir hann því til Alþingis að það álykti að fela innviðaráðherra að beita sér fyrir því að öllum undirbúningi við gerð Sundabrautar, með brú milli Kleppsvíkur og Gufuness, verði hraðað eftir fremsta megni og framkvæmdir hafnar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir árslok 2023. Framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr. Lagning Sundabrautar verði forgangsverkefni í samgöngubótum í landinu.
Meira
