A-Húnavatnssýsla

Fimm sóttu um starf sóknarprests í Þingeyrarklaustursprestakalli

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, auglýsti fyrir nokkru eftir prestum í fjögur störf og rann umsóknarfrestur um þau út á miðnætti 24. janúar sl. og var eitt þeirra sóknarprestsstarf í Þingeyrarklaustursprestakalli. Á heimasíðu Þjóðkirkjunnar kemur fram að fimm hafi sóst eftir því að þjóna Húnvetningum.
Meira

Hinn þögli meirihluti :: Leiðari Feykis

Brátt fá íbúar Húnavatnshrepps, Blönduóss, Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar að ganga að kjörborðinu og hlutast til um framtíð síns sveitarfélags í sameiningarkosningum sem fram fara þann 19. febrúar næstkomandi. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá eru þessi fjögur sveitarfélög ekki að sameinast í eina sæng heldur freista samningarnefndir þess að koma Húnvetningum saman annars vegar og Skagfirðingum hins vegar.
Meira

Geggjaður fiskréttur og einföld skyrterta

Matgæðingar í tbl 16, 2021, voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Gunnar Kristinn Ólafsson. Þau búa á Blönduósi og eiga saman fimm börn. Gunnar starfar hjá Ísgel ehf. sem er í þeirra eigu ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Kristín er menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar.
Meira

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

800. vísnaþátturinn í Feyki :: Guðmundur Valtýsson hefur staðið vaktina í hartnær 35 ár

Vísnaþáttur í einhverri mynd hefur verið fastur liður hjá Feyki í þá fjóra áratugi sem hann hefur komið út og ætíð notið mikilla vinsælda vísnavina. Á vordögum 1987, fyrir hartnær 35 árum tók Guðmundur Valtýsson, frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þáttinn að sér og hefur stýrt honum af mikilli röggsemi allt fram á þennan dag.
Meira

Var að ljúka við að prjóna hestalopapeysu á ömmustelpuna mína

Í dag býr Björg á Blönduósi en hefur búið í Austur-Húnvatnssýslu í 44 ár en áður bjó hún á Sveinsstöðum í Húna-vatnsshreppi þar sem sonur hennar og tengdadóttir stýra nú búi. Hún á fjögur börn en auk sonar hennar á Sveins-stöðum búa tvö börn á Blönduósi en yngsta dóttirin býr í Reykjavík. Björg á níu barnabörn og þrjú barnabarna-börn og bráðum verða þau fjögur.
Meira

Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð í kvöld

Búast má við norðvestan stormi eða roki á norðan- og austanverðu landinu í kvöld og fram til hádegis á morgun, auk þess sem gert er ráð fyrir hríð norðanlands, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Í athugasemd veðurfræðings segir jafnframt að búast megi við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira

Kæru íbúar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, tökum næsta skref inn í framtíðina

Nú er komið að því að kjósa um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar þann 19. febrúar nk. Aðdragandi þess er búinn að vera langur en í byrjun júní sl. var kosið um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Austur- Hún. eftir tæplega fjögurra ára viðræður/undirbúningstíma. Sú sameiningartillaga var samþykkt í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ en felld í hinum tveimur og því varð ekki af þeirri sameiningu. Sú ákvörðun var tekin í sveitarstjórn Húnavatnshrepps að kanna hug íbúa til sameiningar þessara tveggja sveitarfélaga og voru 2/3 kjósenda jákvæðir fyrir að skoða þessa sameiningu.
Meira

Skagstrendingar lásu til sigurs í Samrómi

Höfðaskóli á Skagaströnd tók þátt í Samrómi, lestrarkeppni grunnskólanna, og gerði sér lítið fyrir og sigraði í C-flokki. Allir nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt ásamt fjölmörgum velunnurum skólans. „Samstaða og samheldni einkenndi keppnisanda allra þeirra sem tóku þátt,“ segir á heimasíðu Höfðaskóla.
Meira

Skúli Eggert Þórðarson nýr ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Skúla Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis frá 1. febrúar nk. Skúli Eggert er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti ríkisendurskoðanda frá árinu 2018. Hann var áður ríkisskattstjóri frá 2006 og fram að því skattrannsóknarstjóri frá árinu 1993.
Meira