A-Húnavatnssýsla

Verndandi gen gegn riðu hefur fundist í íslensku fé

Riða heldur áfram að hrella bændur og fyrir viku var enn eitt tilfellið staðfest á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hingað til hefur niðurskurður verið eina svarið í baráttunni við þennan vágest en auk niðurskurðar smitaðrar hjarðar þarf að farga hverri kind sem látin hefur verið til annarra bæja frá sýkta bænum, líka öllum kindum frá öðrum bæjum sem hýstar hafa verið á riðubænum yfir nótt eða lengur, eins og fram kemur á heimasíðu MAST.
Meira

Skoðanakönnun um mögulegar sameiningarviðræður

Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa ákveðið að kanna hug íbúa til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður. Hafi íbúar áhuga á að sameiningarviðræður fari fram, er stefnt að því að kosið verði um sameiningu þeirra í byrjun árs 2022 með það fyrir augum að kosið yrði til nýrrar sveitarstjórnar í maí 2022.
Meira

Í tilefni alþingiskosninga 25. september 2021 - Opið bréf til lýðveldisbarna

Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofnað. Ykkur var gefið loforð: Ykkur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá. Loforðið var aldrei efnt af stjórnmálaflokkunum þótt rekið væri á eftir því. Það gerði til dæmis Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) í nýársávarpi sínu árið 1949:
Meira

Fjölmörg verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk úr Matvælasjóði

Nú um miðjan september veitti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 566,6 milljónum úr Matvælasjóði en sjóðurinn styrkti 64 verkefni að þessu sinni. Alls bárust 273 umsóknir í fjóra styrkjaflokka Matvælasjóðsins og var sótt um tæplega 3,7 milljarða króna. Í umfjöllun á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 93% umsókna hafi talist styrkhæfar. 14% þess fjármagns sem veitt var að þessu sinni rann til verkefna á Norðurlandi vestra.
Meira

Píratísk byggðastefna

Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landsins í öllum kjördæmum þess.
Meira

Örkin, síðasti báturinn úr rekaviði, komin á Reykjasafn

Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum barst góður gripur í gær þegar Örkin var sett niður á safnasvæðið. Um er að ræða bát í eigu Guðjóns Kristinssonar frá Dröngum en smíðaður af föður hans Kristni Jónssyni.
Meira

Berjumst gegn fátækt á Íslandi! -Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri

Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða.
Meira

Samfélagsvegir – sveitalínan

Með sam­stilltu átaki tókst okk­ur Íslend­ing­um að stór­efla og bæta fjar­skipti í sveit­um lands­ins. Rann­sókn sem gerð var fyr­ir fjar­skipta­sjóð dró fram hversu mikla þýðingu það verk­efni hef­ur haft fyr­ir lífs­gæði, tekju­mögu­leika og byggðafestu í dreif­býli um land allt.
Meira

Framkvæmdir hafnar við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi

Hafnar eru framkvæmdir við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi en um er að ræða byggingu á nýju húsi sem hannað er til að hýsa fjölbreyttar þarfir viðskiptavina gagnaversins á öruggan og umhverfisvænan máta. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að snjallnetslausnir verða nýttar til að tryggja rekstraröryggi og auka nýtni orkuflutnings.
Meira

VILT ÞÚ BÚA Í LANDI TÆKIFÆRANNA?

Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem yfir 600 manns bíða áratugum saman á biðlista eftir húsnæði - en það er enginn heimskortur á byggingarefni, vinnufólki né peningum? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem fátækt eykst og fleiri þúsund manns eiga ekki fyrir mat út mánuðinn - samt er enginn skortur á matvælum í landinu?
Meira