Árið 2021: „Manni leggst alltaf eitthvað til“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
04.01.2022
kl. 11.01
Feykir plataði söngvaskáldið góða, Svavar Knút, til að henda í eitt ársuppgjör. Pilturinn er að handan, eða austan Vatna, en býr í Bogahlíð borgar óttans. Svavar Knútur hefur verið duglegur við alls kyns tónleikahald um allar trissur á Covid-tímum og þá ekki hvað síst skellt í netútsendingar í tíma og ótíma, enda happdrætti að plana meiriháttar tónleikaferðir síðustu misserin. Hann er vatnsberi í skónúmeri 45 og þegar hann er beðinn um að lýsa árinu í þremur orðum segir hann: „Tími með börnunum.“
Meira
