A-Húnavatnssýsla

Árið 2021: „Manni leggst alltaf eitthvað til“

Feykir plataði söngvaskáldið góða, Svavar Knút, til að henda í eitt ársuppgjör. Pilturinn er að handan, eða austan Vatna, en býr í Bogahlíð borgar óttans. Svavar Knútur hefur verið duglegur við alls kyns tónleikahald um allar trissur á Covid-tímum og þá ekki hvað síst skellt í netútsendingar í tíma og ótíma, enda happdrætti að plana meiriháttar tónleikaferðir síðustu misserin. Hann er vatnsberi í skónúmeri 45 og þegar hann er beðinn um að lýsa árinu í þremur orðum segir hann: „Tími með börnunum.“
Meira

Alþjóðadagur punktaleturs er í dag

Alþjóðadagur punktaleturs (Alþjóðlegur dagur blindraletursins) er viðburðardagur haldinn 4. janúar ár hvert til að auka vitund um mikilvægi blindraletur sem samskiptatækis til að auka mannréttindi blindra og sjónskertra fólks.
Meira

Aco Pandurevic þjálfar Kormák Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Aco Pandurevic sem aðalþjálfara fyrir sumarið 2022. Samkvæmt tilkynningu frá ráðinu býr Aco yfir leikmannareynslu úr heimalandi sínu Serbíu, Slóvakíu og Færeyjum, en á Íslandi hefur hann spilað með Ægi frá Þorlákshöfn síðastliðinn áratug.
Meira

Árni Björn er maður ársins á Norðurlandi vestra

Árni Björn Björnsson á Sauðárkróki er Maður ársins 2021 á Norðurlandi vestra að mati lesenda Feykis og Feykir.is. Árni Björn er eigandi veitingastaðarins Hard Wok Cafe á Aðalgötunni á Sauðárkróki, ásamt Ragnheiði Ástu Jóhannsdóttur konu sinni.
Meira

Starfshópur um merablóðtöku hefur störf

Skipaður hefur verið starfshópur, að frumkvæði Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Hópnum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kring um hana.
Meira

Árið 2021: „Verbúðin byrjar einstaklega vel!“

Feykir náði í skottið á Blönduósingnum Auði Húnfjörð sem starfar nú sem sölumaður hjá Fréttablaðinu, er bogmaður og býr í Hafnarfirði. Hún var beðin um að gera upp árið í stuttu máli en fyrst að skýra tengslin norður. „Föðurættin mín er frá Blönduósi, Húni afi minn og Óskar pabbi minn áttu bakaríið Krútt. Ég flutti frá Blönduósi um aldamótin og er nýlega farin að koma aftur í heimsókn í bæinn þar sem sonur minn og tengdadóttir búa í sveitinni með börnum sínum tveimur,“ segir Auður.
Meira

Flugmaður steig of harkalega á bremsu

Flugmaður í aftursæti heimasmíðaðrar flugvélar sem hvolfdi við Blönduósflugvöll 4. maí sl. steig í ógáti og of harkalega á bremsu sem varð til þess að vélin steyptist yfir sig með fyrrgreindum afleiðingum í lendingarbruni á grasi utan flugbrautar. Í frétt á Vísi.is segir að þetta sé niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt 31. desember 2021. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir báðir ómeiddir og komust sjálfir út vélinnien skemmdir á henni voru minniháttar.
Meira

Árið 2021: Lífið er hverfult og morgundagurinn allt annað en sjálfsagður!

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir á Ránarbrautinni á Skagaströnd gerir nú upp árið. Hún er skólastjóri, organisti, tónlistarkona, starfsmaður útfararþjónustu o.s.frv. Hún er bogmaður og lýsir árinu sem skrítnu, skemmtilegu og erfiðu.
Meira

Acai verður áfram með Kormáki Hvöt

Acai Nauset Elvira Rodriguez, einn allra mikilvægasti leikmaður Kormáks Hvatar úr uppferðarsumrinu 2021 hefur gert samkomulag um að spila áfram með liðinu sumarið 2022. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref í áttina að því að tryggja að mikilvægustu púslin taki sér stöðu og geri sig klár í þeirri spennandi baráttu sem er framundan í 3. deild.
Meira

Nú árið er liðið

Nú þegar árið 2021 er að baki og nýtt ár með nýjum áskorunum er framundan er rétt og hollt að gjóa augunum lítið eitt í baksýnisspegilinn og undirbúa þannig hvernig best sé að mæta því sem framundan er.
Meira