A-Húnavatnssýsla

Breytum sjávarútveginum á laugardaginn

Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkur

Stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gegnt síðan í janúar 2017 og dómsmálaráðherra frá mars til september 2019. Hún hlaut kjör til Alþingis fyrir Norðvesturkjördæmi 2016 og var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins 2018.
Meira

Margrét Katrín Guttormsdóttir ráðin verkefnisstjóri TextílLabs

Nýr starfsmaður, Margrét Katrín Guttormsdóttir, tekur til starfa hjá Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi sem verkefnisstjóri TextílLabs þann 1. október. Samkvæmt tilkynningu frá Textílmiðstöð flytur hún úr borginni á Blönduós til að leggja sitt af mörkun við uppbyggingu og þróun hjá Textílmiðstöðinni.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins

Í forystusæti Flokki fólksins í Norðvesturskjördæmis situr Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur LL.M. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum, sonur Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, sjóliðsforingja og skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík til margra ára, og Aniku Jónu Ragnarsdóttur, húsmóður og sjúkraliða. Eyjólfur var rúmlega þriggja ára þegar fjölskyldan flutti gosnóttina frá Eyjum til Reykjavíkur, þar sem hann ólst upp.
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokkur

Oddvitaskipti urðu hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi eftir að Ásmundur Einar Daðason ákvað að færa sig í annað Reykjavíkurkjördæmið í vor. Þar stendur nú Stefán Vagn Stefánsson í brúnni og freistast til að leiða flokkinn til sigurs í kjördæminu. Stefán hefur gegnt stöðu yfirlögregluþjóns á Norðurlandi vesta og er forseti sveitastjórnar í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins sem hér segir: Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00. Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00.
Meira

Látum ekki kúga okkur lengur í krafti einokunar og auðs!

Þar sem atvinnulíf er einhæft ráða eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti einokunar og auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni?
Meira

Frambjóðendur Norðvesturkjördæmis í sviðsljósinu :: Bjarni Jónsson Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Bjarni Jónsson er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi en það sæti fékk hann eftir sigur í prófkjöri flokksins sl. vor. Á síðasta kjörtímabili sat hann í öðru sæti og settist inn á Alþingi sem varamaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem skipaði efsta sæti flokksins í kjördæminu.
Meira

Píratar standa með sjómönnum

Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu.
Meira

TÖKUM Í HORNIN Á TUDDA

„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala.
Meira