A-Húnavatnssýsla

394 tonna byggðakvóti á Norðurland vestra

Á fiskveiðiárinu 2021/2022 er almennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum þar sem þrjú byggðarlög fá 300 þorskígildistonna hámarksúthlutun og sextán byggðarlög fá 15 þorskígildistonna lágmarksúthlutun. Alls fá fimm byggðarlög á Norðurlandi vestra 394 tonn.
Meira

Svandís í beinni í hádeginu

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verður í Beinni línu á Facebook-síðu sinni og VG í hádeginu í dag, 7. janúar klukkan 12:00. Í tilkynningu frá VG segir að um kjörið tækifæri sé að ræða til að spyrja ráðherra út í hvaðeina sem brennur á fólki.
Meira

29 Covid-smit á Sauðárkróki - HSN opnar fyrir PCR sýnatökur um helgina

Enn fjölgar Covid-smituðum á Norðurlandi vestra en samkvæmt töflu aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra fjölgaði um 17 á tveimur dögum en að sama skapi fækkaði um 19 í sóttkví á sama tíma. Vegna þessa hefur HSN ákveðið að hafa opið fyrir PCR sýnatökur um helgina milli kl. 9.30 og 10.
Meira

757 milljónir í jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að afgreiddir hafa verið jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda vegna ársins 2021 og voru samþykktar 1.518 umsóknir þetta árið. Styrkir vegna jarðræktar nema alls 379.624.751 kr. skv. fjárlögum ársins 2021 og 377.624.620 í landgreiðslustyrki, sem gera alls 757.249.371 kr.
Meira

Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Líkt og undanfarin 16 ár býður Húnahornið lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu og er biðlað til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil á Húni.is.
Meira

Matgæðingur vikunnar - kjúklingabringur og banana - döðlubrauð

Matgæðingurinn í fyrsta tbl. ársins er Erna María Jensdóttir, frá Gili í Skagafirði, sem býr ásamt eiginmanni sínum og þrem börnum í Keflavík. Erna er önnum kafin þessa dagana því hún er á lokametrunum í mastersnámi í Nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands.
Meira

Covid-smituðum fjölgar á Norðurlandi vestra

Um 2,5% þjóðarinnar, eða 9.125 manns, er nú í einangrun vegna Covid-smita og um 2% til viðbótar eru í sóttkví og fullyrða má að þetta séu tölur sem svartsýnustu spámenn hefði ekki órað fyrir þegar Ómikron-afbrigðið lét á sér kræla á aðventunni. Góðu fréttirnar eru þær að þessari nýjustu bylgju faraldurins fylgja sjaldnast alvarleg veikindi en 30 manns eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid. Fæstir eru í einangrun á Norðurlandi vestra, alls 41 maður og 64 sátu í sóttkví á sama tíma skv. töflu á Covid.is í morgun, en tölur yfir smitaða fara hækkandi í öllum landshlutum.
Meira

Dalbæingar eiga von á mildum janúar

Fyrsti fundur ársins hjá Veðurklúbbi Dalbæjar var haldin í gær í Betri stofu Dalbæjar, eftir því sem fram kemur í skeyti þeirra til fjölmiðla. Það sem skýrast er eftir nýliðið ár, segir í skeytinu, er hversu sannspáir félagar Veðurklúbbsins voru allt síðastliðið haust eins og auðséð er á fundargerðum ársins 2021.
Meira

Guðlaugstungur meðal fimm svæða sem tilnefnd eru í net verndarvæða Bernarsamningsins

Ísland hefur tilnefnt fimm náttúruverndarsvæði hér á landi til að verða hluti af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, sem kallast Emerald Network, eftir því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þetta var tilkynnt á 41. fundi fastanefndar Bernarsamningsins sem haldinn var í byrjun desember síðastliðinn. Guðlaugs- og Álfgeirstungur er eitt þessara svæða en þau tilheyra Húnavatnshreppi.
Meira

Hugleiðingar um sameiningu sveitarfélaga :: Áskorandinn Jón Árni Magnússon, bóndi í Steinnesi og sveitarstjórnarmaður í Húnavatnshreppi

Að mörgu er að hyggja þegar að sameina á sveitarfélög til að þau standi sterkari saman. Oft hefur það reynst erfitt fyrir íbúana að sætta sig við breytingar og í mörgum tilfellum skiptist fólk upp í hópa líkt og var fyrir sameiningu. Það þýðir ekki að sitja fastur í fortíðinni heldur að taka þessu með opnum huga og hugsa dæmið upp á nýtt.
Meira