A-Húnavatnssýsla

KS tekur Teyg af markaði og hættir samstarfi við Arnar Grant

Stundin sagði frá því í gær að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtapróteindrykkinn Teyg úr sölu og hætta framleiðslu hans. Einnig mun KS slíta samstarfi við Arnar Grant sem þróaði drykkinn í samstarfi við fyrirtækið ásamt Ívari Guðmundssyni, útvarpsmanni. Er þetta gert eftir að Vítalía Lazareva greindi frá brotum Arnars og félaga gegn sér en segja má að þjóðin hafi agndofa fylgst með umfjöllun af því máli sem komst í hámæli í síðustu viku.
Meira

Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2022

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi dagana 10. - 12. júní 2022 og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorðinn.
Meira

Arnór Guðjónsson í Kormák Hvöt

„Faxvélin heldur áfram að rymja hjá Kormáki Hvöt!“ segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa liðsins en meistaraflokkur Kormáks Hvatar heldur áfram að safna að sér meisturum fyrir sumarið og næstur í röðinni er leikmaður sem er aðdáendum af góðu einu kunnur.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningarkosninga 19. febrúar er hafin

Í frétt á vef Stjórnarráðsins vekur utanríkisráðuneytið athygli á atkvæðagreiðslum um tillögur um sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, sveitarfélaganna Eyja – og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, og sveitarfélaganna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. febrúar næstkomandi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna tillagnanna hófst 25. desember síðastliðinn og hægt er að greiða atkvæði hjá sendiskrifstofum Íslands.
Meira

Breyttar reglur um sóttkví útskrift að lokinni einangrun

Fyrir helgi breytti heilbrigðisráðherra reglum um sóttkví í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Breytingarnar byggja á faglegu mati og góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar. „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi eins og framast er kostur, hvort sem við horfum til skólanna, velferðarþjónustu eða margvíslegrar atvinnustarfsemi og eins og staðan er núna eru þetta bráðnauðsynleg viðbrögð.“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Reglugerð um breytinguna hefur þegar tekið gildi.
Meira

Átaksmenn færðu Björgunarfélaginu Blöndu góða gjöf

Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi barst á dögunum rausnaleg gjöf í nýja húsnæðið sem félagið er að festa kaup á en um er að ræða tæplega 450 fm nýbyggingu uppi á Miðholti. Af þessu tilefni gaf Rafmagnsverkstæðið Átak ehf. Blöndu 36 Opple ledljós sem munu lýsa upp tækjasal félagsins og gott betur en það.
Meira

Byrjaði að prjóna í fyrstu Covid bylgjunni og hef bara ekki stoppað síðan

Snæborg Lilja Hjaltadóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti á Akureyri árið 2016 og hefur búið þar síðan. Snæborg er í sambúð með Roman Arnarssyni og eiga þau tvær dætur, Andreu Marín og Viktoriju Ósk svo Snæborg er aðallega að prjóna á þær og líka á lítil frændsystkini.
Meira

Folaldakjöt og fleira gott

Matgæðingar í tbl 14, 2021, voru Magnús Sigurjónsson og Kristín Birgisdóttir í Syðri-Brekku í Austur-Húnavatnssýslu. Magnús er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hefur lengst af starfað við kennslu en vinnur nú á skrifstofu Blönduósbæjar ásamt því að sinna bústörfum. Kristín er uppalin á Kornsá í Vatnsdal og er leikskólakennari og starfar á Leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Dóttir þeirra heitir Lilja Karen og er á öðru aldursári. Hér fyrir neðan má finna eitthvað gómsætt sem hefur verið mallað í eldhúsinu í Syðri-Brekku.
Meira

Skagaströnd tryggt vatn fyrir baðlaugar við Hólanes

Sveitarfélagið Skagaströnd og Rarik undirrituðu á dögunum samning um afhendingu á vatni vegna uppbyggingu á baðlónum við Hólanes á Skagaströnd. Böðin verða staðsett við sjávarmálið á Hólanesi sem er miðsvæðis á Skagaströnd og skartar tilkomumiklu útsýni yfir Húnaflóann og Strandafjöllin.
Meira

Rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum vísað til lögreglu

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku, sem fram kom í myndbandi sem dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlinum YouTube þann 22. nóvember 2021. Stofnunin hefur vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lögreglu til frekari rannsóknar og aðgerða.
Meira