A-Húnavatnssýsla

Nokkur orð um Samband stjórnendafélaga, STF

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum.
Meira

Kormákur/Hvöt áfram í fjögurra liða úrslit

Seinni leikirnir í átta liða úrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Lið Kormáks/Hvatar hafði unnið fyrri leikinn gegn liði Álftaness 1-0 sl. föstudag og þurfti því helst að ná jafntefli eða sigra á Álftanesi í kvöld til að tryggja sætið í fjögurra liða úrslitum. Það gekk eftir því leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli og eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Húnvetningar þurfa að skreppa í Hveragerði á föstudaginn þar sem Hamarsmenn bíða eftir þeim.
Meira

Einn í einangrun á Norðurlandi vestra

Á covid.is var einn skráður í einangrun á Norðurlandi vestra í dag og samkvæmt heimildum Feykis var þar um starfsmann sundlaugarinnar á Hofsósi að ræða. Þar var öllu skellt í lás meðan á sótthreinsun stóð.
Meira

Nýr frisbígolfvöllur á Blönduósi vígður

Á fimmtudaginn verður frisbígolfvöllurinn á Blönduósi formlega vígður í Fagrahvammi en þá munu fulltrúar frá Frisbígolfþjónustu Akureyrar koma og kynna íþróttina, helstu grunnatriði, köst og leikreglur.
Meira

Enginn í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid

Húnahornið segir frá því að enginn er nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna kórónuveirusmits en átta eru í sóttkví. Alls greindust 46 kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af 21 utan sóttkvíar. Ekki hafa greinst færri innanlandssmit síðan 19. júlí síðastliðinn, við upphaf fjórðu bylgju.
Meira

Falspóstur frá Nýprent

Það óheppilega atvik hefur átt sér stað að einhver hefur hakkað sig inn í netpóst eins starfsmanns Nýprents á Sauðárkróki og hefur líklega sent út póst á fjölda manns. Fólk er beðið um að opna ekki póst sem kemur úr netfanginu klara@nyprent.is meðan verið er að komast fyrir vandamálið.
Meira

Katrín Jakobsdóttir endurkjörin formaður VG

Katrín Jakobsdóttir, var endurkjörin formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á rafrænum landsfundi hreyfingarinnar sem fram fór um helgina. Guðmundur Ingi Guðbrandsson var jafnframt endurkjörinn varamaður og Rúnar Gíslason endurkjörinn gjaldkeri. Engin mótframboð bárust í þessi embætti. Í skeyti frá flokknum til fjölmiðla segir að öllu meiri spenna hafi verið í kosningum til ritara en tvær buðu sig fram. Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Sóley Björk var kjörin.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í vænlegri stöðu

Fyrsta umferðin í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu var leikin í gær. Á Blönduósi tóku heimamenn í liði Kormáks/Hvatar á móti liði Álftaness og var reiknað með hörkuleik. Húnvetningar áttu ágætan leik og voru sprækara liðið en eina mark leiksins gerðu heimamenn seint í leiknum og fara því með ágæta stöðu í seinni leik liðanna sem fram fer á OnePlus-vellinum þriðjudaginn 31. ágúst.
Meira

Áherslur xF í samgöngum í NV-kjördæmi - Frá Sundabraut til nýrrar Breiðafjarðarferju

Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Sundbraut styttir mikið tímann sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni.
Meira

Enn gilda 200 manna fjöldatakmarkanir og eins metra nálægðartakmörk

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýjar sóttvarnareglur sem taka gildi á miðnætti en fjöldatakmarkanir miðast enn við 200 manns og reglur um eins metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar.
Meira