A-Húnavatnssýsla

Innanlandstakmarkanir hertar til að sporna við hraðri útbreiðslu smita

Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns og nándarregla tveir metrar í stað eins með ákveðnum undantekningum, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu stjórnarráðsins. Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka kl. 21 á kvöldin en hraðprófsviðburðir verða takmarkaðir við 200 manns. Sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum verður heimilt að taka á móti 50% af hámarksfjölda.
Meira

Samstaða og kærleikur hjá Jólahúnum í Hvammstangakirkju í kvöld

Í kvöld, 21. desember kl. 20:00, munu Jólahúnar í Húnaþingi vestra syngja inn jólin. Allur hagnaður af tónleikunum í Hvammstangakirkju rennur óskiptur til Margrétar Eikar Guðjónsdóttur sem verður næstu mánuði frá vinnu að jafna sig eftir krabbameinsaðgerð.
Meira

Öryrkjar fá jólabónus

Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar fagna því að samstaða hafi náðst í fjárlaganefnd um tillögu stjórnarandstöðunnar að greiða öryrkjum 53.000 kr. aukagreiðslu skattfrjálst og skerðingarlaust.
Meira

Veiruskita í kúm í Eyjafirði

Sagt er frá því á heimasíðu MAST að veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Segir í tilkynningu stofnunarinnar að mikilvægt sé að bændur hugi vel að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á búin.
Meira

Jól án matarsýkinga

Mikið álag er á eldhúsum landsmanna við jólaundirbúning í desember og yfir hátíðirnar og bendir Matvælastofnun á það á heimasíðu sinni hvað hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla sé mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.
Meira

Spennandi námskeið á Króknum milli jóla og nýárs fyrir ungt knattspyrnufólk

Knattspyrnuakademía Norðurlands verður með námskeið dagana 27. og 28. desember á Sauðarkróksvelli og er námskeiðið ætlað krökkum allt frá 7. flokki og upp í 3. flokk karla og kvenna. Systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur verða með fyrirlestra á námskeiðinu. „Það er frábært að fá jafn reynda fyrirlesara og þær systur. Nú þegar hafa rúmlega 30 krakkar skráð sig. Foreldrar barna sem koma á námskeiðið geta setið þessa fyrirlestra sem er frábært því þarna er farið yfir allt sem skiptir máli. Einar Örn,Margrég Lára og Elísa eru öll mikið íþróttafólk og fagmenn í því sem þau eru að gera,“ segir Tóti yfirþjálfari yngri flokkaTindastóls.
Meira

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum - International 10/20 árgerð 1930

Á Byggðasafninu á Reykjum eru ekki aðeins bátar, askar og sáir til sýnis þrátt fyrir að aldir handverkfæra og búsgagna baðstofumenningarinnar séu þar hvað mest áberandi. Upphaf vélaaldarinnar hérlendis er gjarnan miðuð við árið 1902 er fyrstu vélinni var komið fyrir í sexæringnum Stanley á Ísafirði.
Meira

Ástrós segir sögur af jólum undir Spákonufelli

Í fyrra kom út bókin Jól undir Spákonufelli en það var Ástrós Elísdóttir sem skrifaði og gaf út. Sögusvið sagnanna er falið í titlinum, en undir hinu dulmagnaða Spákonufelli kúrir þorpið Skagaströnd, heimkynni höfundar síðustu ár. „Sagan er í senn næm, ljúf, óvænt og sprenghlægileg og það er erfitt að komast hjá því að tárast á fallegustu stöðunum en þeir eru margir,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir í umsögn um Jól undir Spákonufelli. Bókin er myndskreytt af Tommaso Milella teiknara. Þetta er fyrsta bók Ástrósar og Feykir lagði fyrir hana nokkrar spurningar.
Meira

Kjör til Manns ársins 2021 á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar sem teknar voru til greina.
Meira

Viðburðaríkt ár hjá Textílmiðstöð Íslands

Þetta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Textílmiðstöð Íslands og nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka. Ullin var í sviðsljósinu síðastliðið vor þegar haldið var „Ullarþon“ í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Yfir 100 aðilar tók þátt í hugmyndasamkeppni um íslenska ull og viljum við þakka öllum sem að keppninni komu kærlega fyrir þátttökuna og samstarfið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti vinningsteymum verðlaun við hátíðlega athöfn á HönnunarMars í Reykjavík þann 20 maí. Upplýsingar um vinningshafa og þeirra hugmyndir má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar: https://www.textilmidstod.is
Meira