A-Húnavatnssýsla

Breyting á deiliskipulagi við Hólanes

Á heimasíðu Skagastrandar er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hólanes og fjallar um áform vegna uppbyggingar sjóbaða við Hólanes ásamt breytingum á lóðamörkum fyrir Fjörubraut 6 og 8. Skilgreind er aðkoma og bílastæði fyrir sjóböð og breytingar á stígakerfi.
Meira

Jólasveinn, taktu í húfuna á þér – Jólalag dagsins

Krakkar mínir komið þið sæl er 33-snúninga LP-hljómplata sem gefin var út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytur Ómar Ragnarsson jólalög fyrir börnin og varð platan strax geysivinsæl. Jólasveinn, taktu í húfuna á þér, er eitt af tíu lögum plötunnar og segir frá öðruvísi ævintýrum jólasveinanna en áður hafði verið sungið um.
Meira

Dauðadekkin – Leiðari Feykis

Nú er illt í efni. Ég er kominn með drápsdekkjakvíða eftir að ég heyrði í útvarpinu sl. mánudag að það að keyra á nagladekkjum geti orsakað ótímabæran dauða fjölda manns, sérstaklega ef maður ekur um götur höfuðborgarinnar.
Meira

Ísteka riftir samningum við bændur vegna ólíðandi meðferðar hrossa

Í myndskeiði sem nýlega birtist á netinu sjást dæmi um ólíðandi meðferð hrossa hjá samstarfsbændum líftæknifyrirtækisins Ísteka. Þessi meðferð er augljóslega brot á velferðarsamningum fyrirtækisins og viðkomandi bænda. Samningum við þá hefur því verið rift.
Meira

Jólaflóamarkaður á Skagaströnd

Áttu handverk, bækur, spil, dót, föt, málverk eða muni sem nýtast ekki lengur á heimilinu og leita nýrra ævintýra í jólapakkann?, er spurt í tilkynningu frá JólaFló sem NES Listamiðstöð á Skagaströnd stendur fyrir nk. laugardag 11. desember á Fjörubraut 8 milli klukkan 12 og 17.
Meira

Ekki tímabært að slaka á, segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda eins metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv.
Meira

Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586

Út er komin bókin Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586, eftir Lárus Ægi Guðmundsson þar sem rakin er saga kaupmennsku á Skagaströnd frá árinu 1586 en þá var gefið út verslunarleyfi handa Ratke Timmermann frá Hamborg.
Meira

Léttur yfir jólin – Jólalag dagsins

Fyrir jólin 1976 kom út jólaplatan Jólastjörnur með ýmsum flytjendum þar sem Ríó tríó kom heldur betur við sögu, eins og sagt er á heimasíðu Glatkistunnar. Platan naut mikilla vinsælda og mörg laganna hafa lifað með landsmönnum allt til dagsins í dag, og má þar m.a. nefna framlög Ríósins, Léttur yfir jólin og Hvað fékkstu í jólagjöf? Hér er um sömu plötu að ræða og Glámur og Skrámur slógu í gegn með Jólasyrpunni sinni, Jólahvað? og Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða.
Meira

Skert þjónusta á skrifstofum Sýslumannsins

Mánudaginn 13. desember nk. má búast við skertri þjónustu á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, á Blönduósi og á Sauðárkróki, vegna flutnings á tölvukerfum sýslumanna.
Meira

SSNV dregur út nöfn tveggja vinningshafa

Þátttakendum í könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á Norðurlandi vestra var gefinn kostur á að skrá netfang sitt og fara í lukkupott en eins og fram kemur á vef SSNV voru vinningar ekki af verri endanum. Dregið var um tvö 10 þúsund króna gjafabréf í Sölubíl smáframleiðenda sem fer um héruð reglulega og selur gómsætan varning beint frá býli.
Meira