Óvænt uppákoma á bókarkynningu í Kakalaskála :: Geirmundur Valtýsson fékk glæsta hryssu að gjöf
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
18.11.2021
kl. 10.47
Það var glatt á hjalla í Kakalaskálanum á sunnudaginn, þeir Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson boðuðu til hátíðar á messutíma til að kynna bók sína Guðni á ferð og flugi. Hins vegar var hátíðin tveir hálfleikir, Geirmundur Valtýsson var mættur og falið að spila á harmonikkuna og stýra söng sem hann gerði. En hið óvænta var að í upphafi kynnti Guðni að fram færi heimsviðburður því aðdáendur Geirmundar ætluðu að hefja samkomuna á að heiðra Geirmund fyrir að hafa spilað og sungið fyrir þjóðina í 65 ár og þar af með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í 50 ár eða hálfa öld.
Meira
