A-Húnavatnssýsla

Friðrik Halldór ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Blönduósbæjar

Friðrik Halldór Brynjólfsson hefur verið ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Blönduósbæjar, en starfið var auglýst til umsóknar í síðari hluta október. Alls sóttu tíu einstaklingar um stöðuna en eftir vandaða yfirferð og viðtöl þá var Friðrik Halldór metinn hæfastur af umsækjendum og hefur því verið ráðinn til starfa.
Meira

Lagt til að kosið verði um sameiningu 19. febrúar 2022

Á heimasíðunni Húnvetningur II – sameiningarviðræður Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps – kemur fram að það sé álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 19. febrúar 2022 í báðum sveitarfélögunum.
Meira

Á Þorláksmessukvöldi – Jólalag dagsins

Ingi Sigþór Gunnarsson syngur hér lag Skagfirðingsins Hauks Freys Reynissonar Á Þorláksmessukvöldi en það lag var frumflutt fyrir um ári síðan. Heimildir herma að Ingi Sigþór muni flytja lagið á jólatónleikum næstu tveggja helga, og er það vel. Fyrir ári síðan sagði Haukur frá tilurð lagsins a Feyki.is:
Meira

Frístundahús og bílskúrar þurfa ekki lengur byggingarleyfi

Ný reglugerð hefur tekið gildi sem ætlað er að straumlínulaga leyfisveitingaferlið við húsbyggingar. Reglugerðin kveður á um upptöku nýs kerfis við flokkun mannvirkja, sem hafa mun bein áhrif á eftirlit sveitarfélaga, meðferð umsókna og útgáfu leyfa vegna allrar mannvirkjagerðar. Á heimasíðu HMS segir að nýja flokkunarkerfið þýði að bygging einfaldari mannvirkja mun ekki lengur vera háð útgáfu byggingarleyfis, heldur nægir að hafa svokallaða byggingarheimild sem mun draga verulega úr flækjustigi í slíkum framkvæmdum.
Meira

Tvö af Norðurlandi vestra í U21-landsliðshópur LH

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í gær. Þau koma ný inn í hópinn ásamt ásamt fjórum öðrum. Á heimasíðu Landssambands hestamanna kemur fram að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, hafi valið 16 knapa í U21- landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Auk Guðmars og Þórgunnar koma Arnar Máni Sigurjónsson, Egill Már Þórsson, Jón Ársæll Bergmann og Matthías Sigurðsson ný inn í hópinn.
Meira

Styrkjum úthlutað í Húnavatnshreppi

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í gær var styrkjum úthlutað til hinna ýmsu aðila. Í frétt Húnahornsins segir að hæsta styrkinn hafi sóknarnefnd Þingeyraklausturskirkju fengið, allt að 500 þúsund krónur, vegna sumaropnunar kirkjunnar á næsta ári. Þá hlaut Ungmennasamband Austur-Húnvetninga 450 þúsund vegna starfsemi sambandsins árið 2022 og Björgunarfélagið Blanda 400 þúsund vegna endurnýjunar á snjósleðum á þessu ári.
Meira

Kvennaathvarf fest í sessi á Norðurlandi

RÚV segir frá því að kvennaathvarf á Akureyri hafi verið rekið sem tilraunaverkefni undanfarið rúmt ár en nú hefur starfsemi þess verið fest í sessi þar sem ljóst er að þörfin er mikil. Samtök um Kvennaathvarf reka athvarfið á Akureyri samhliða athvarfinu í Reykjavík.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, var kjörinn maður ársins fyrir árið 2020 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2021.
Meira

Jólin alls staðar - Jólalag dagsins

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru vegfarendur beðnir um að fara varlega í hálkunni sem nú liggur yfir öllu. „Njótið helgarinnar og aðventu jólanna,“ segir í kveðju hennar og með fylgir jólalag, fallega sungið af löggunum Ernu Kristjáns og Steinari Gunnarssyni.
Meira

Vertu eldklár á þínu heimili!

Árlegt forvarnarátaki HMS og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fór í gang 1. desember og mun átakið vara út desember. HMS hefur unnið viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff, sem brenndist alvarlega þegar eldsvoði kom upp í íbúð í Mávahlíð árið 2019, og deilir hún lífsreynslu sinni með okkur til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Meira