A-Húnavatnssýsla

Jólatré Blönduósinga fengið úr Gunnfríðarstaðarskógi

Þann 1. desember voru ljós tendruð á jólatrénu við Blönduóskirkju en vegna sóttvarnatakmarkana var ekki hefðbundin dagskrá á Blönduósi frekar en víðast hvar annars staðar. Einhverjir verða þó að mæta og það voru krakkarnir á Fjallabæ og Stóra Fjallabæ á Leikskólanum Barnabæ ásamt starfsfólki sem mættu galvösk til leiks, komu og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð góða.
Meira

Pabbi, komdu heim um jólin – Jólalag dagsins

Árið 1976 kom út hjá SG - hljómplötum 33 snúninga jólaplata þar sem Kristín Lillendahl söng tólf jólalög. Eitt þeirra, Pabbi, komdu heim um jólin, er eftir B. & .F Danoff en Ólafur Gaukur gerði íslenskan texta þar sem ung stúlka biður pabba sinn að vera heima um hátírnar og spyr: Viltu ekki vinna aðeins minna?
Meira

Aðventa komandi kjörtímabils

Á fyrsta sunnudegi í aðventu leit ný ríkistjórn dagsins ljós. Niðurstöður kosninganna voru skýrar en rúm 54% atkvæða skiluðu sér til fyrrum stjórnarflokkana. Ríkisstjórnin fékk endurnýjað umboð frá kjósendum til þess að vinna áfram saman.
Meira

Telja mikilvægt að blóðmerarannsókn beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starfseminni

Matvælastofnun heldur áfram rannsókn á meintum alvarlegum brotum á velferð blóðtökuhryssna, sem nýlega var vakin athygli á. Á heimasíðu hennar kemur fram að stofnunin vinni jafnframt að endurskoðun á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir starfseminni og eftirliti með henni og eru ábendingar um alvarleg dýravelferðarbrot ávallt teknar mjög alvarlega hjá stofnuninni.
Meira

300 m. kr. í jólagjafir!

Það styttist til jóla. Áður en við vitum af verðum við farin að gera jólaísinn og pakka inn jólagjöfum. Kannski eru margir hverjir þegar byrjaðir. Það er hins vegar afar misjafnt hvenær fólk hefst handa við jólagjafainnkaupin. Einhverjir byrja snemma árs en svo eru aðrir sem bíða þar til á Þorláksmessu með að kaupa gjafirnar og allt þar á milli. Það er líka afar misjafnt hversu miklu við eyðum í jólagjafir.
Meira

Helga Margrét ráðin yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi

Helga Margrét Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfirhjúkrunarfræðings svæðis á Blönduósi. Helga útskrifaðist sem sjúkraliði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2014 og sem hjúkrunarfræðingur frá háskólanum á Akureyri 2019.
Meira

Sveitarfélögin vel á veg komin í gerð stafrænna húsnæðisáætlana

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti á haustmánuðum breytt fyrirkomulag húsnæðisáætlana þar sem þær verða alfarið á samræmdu stafrænu formi frá og með árinu 2022. Þessi breyting er í samræmi við niðurstöðu samstarfsþings HMS og sveitarfélaganna sem haldið var í janúar sl.
Meira

Eitt lítið jólalag – Jólalag dagsins

Nú er loksins kominn desember og því má fara að leika jólalögin skammlaust enda fátt betra til að telja niður dagana til jóla. Við byrjum á einu gömlu og góðu sem Birgitta Haukdal söng á plötunni 100 íslensk jólalög sem kom út 2006.
Meira

Jólatónleikar í Blönduóskirkju til styrktar orgelsjóði

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár í Blönduóskirkju fimmtudaginn 9. desember klukkan 20. Þetta verður í fjórða skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina og í fyrsta skipti sem hópurinn heldur jólatónleika í Blönduóskirkju. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur í orgelsjóð Blönduóskirkju.
Meira

Bjarni næsti þingflokksritari VG

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvestur kjördæmi, hefur verið valinn ritari þingflokksins af félögum sínum í þingflokki VG, Bjarni var áður varaþingmaður en tók sæti á Alþingi nú í haust. Orri Páll Jóhannsson var valinn þingflokksformaður.
Meira