A-Húnavatnssýsla

Enginn úr sóttkví reyndist smitaður í FNV

Eins og fram kom á Feyki fyrir helgi greindist einn nemandi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með Covid-19. Kennsla féll niður sl. föstudag og allir nemendur sendir í smitgát eða sóttkví í tengslum við þetta smit. Í gær var svo greint frá því á heimasíðu skólans að allir viðkomandi hafi fengið neikvæðar niðurstöður úr báðum sýnatökum.
Meira

Frjálsar handfæraveiðar – réttur sjávarbyggða og skref til sátta

Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Nýjar atvinnugreinar, fiskeldi og ferðaþjónusta, eru árstíðabundin aukabúgrein. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru skerðing á búseturétti þeirra.
Meira

Félag Hrossabænda fordæmir vinnubrögð við blóðtöku mera

Félags Hrossabænda hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem vinnubrögð, sem viðhöfð voru og sjást á myndbandi við blóðtöku úr hryssum, eru hörmuð og fordæmd. Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn félagsins hafa ávallt bent á að velferð hryssna og folalda í blóðhryssnabúskap þurfi að vera í fyrirrúmi.
Meira

Hvassri norðanátt og snjókomu spáð í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir smá hvelli í nótt, aðfaranótt miðvikudags, og hefur gefið út gula viðvörun vegna slæmrar veðurspár fyrir mest allt landið. Hér á Norðurlandi vestra gildir viðvörunin frá kl. 23 í kvöld til kl. 7 í fyrramálið. Á því tímabili má reikna með norðan 15-20 m/s og snjókomu, skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. „Varasamt ferðaveður,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.
Meira

Vetrarþjónustu mjög ábótavant við ferðamannastaði

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands telur það óásættanlegt að vetrarþjónustu að vegum á ferðamannastöðum á Norðurlandi sé jafn ábótavant og raun ber vitni. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á síðasta stjórnarfundi MN.
Meira

Tólf manns nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19

Heldur hefur nú fækkað í hópi þeirra íbúa á Norðurlandi vestra sem sæta einangrun vegna Covid-smita. Í þessari bylgju faraldursins nú í nóvember voru mest 20 manns í einangrun samtímis á svæðinu en samkvæmt stöðumynd frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra eru nú tólf manns í einangrun og 17 í sóttkví. Skiptingin er hnífjöfn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslna, sex í einangrun sitt hvoru megin Þverárfjalls og þrír í einangrun í sitt hvorri Húnavatnssýslunni.
Meira

115 umsóknir um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Á heimasíðu SSNV segir frá því að frestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2022 rann út fyrir réttri viku, föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var góð og bárust alls 115 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 198 milljónum króna en til úthlutunar úr sjoðnum eru rúmar 70 milljónir króna.
Meira

Skíðavinir geta skellt sér á skíði í Stólnum

Það er opið uppi á skíðasvæði Tindastóls í dag. Í tilkynningu á Facebook-síðu skíðadeildar Tindastóls í morgun segir að neðri lyftan verði opin frá kl. 10-16. „Hér er fínasta veður, lítilsháttar snjókoma og 3 m/s. Göngubraut verður lögð klukkan 10,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Fæddi barn á Þverárfjallsvegi

Hún var ekki að láta bíða eftir sér litla stúlkan sem kom í heiminn á Þverárfjallsvegi á mánudagskvöldið en verið var að flytja móðurina, Jenný Lind Sigurjónsdóttur, í sjúkrabíl til Akureyrar þar sem fæðingin átti auðvitað að fara fram. Að sögn Jennýjar er líðan þeirra mæðgna góð en þær eru komnar heim eftir að hafa gist eina nótt á Akureyri.
Meira

Covid-19 smit komið upp í FNV

Vegna Covid- smits sem kom upp hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fellur allt skólahald niður í dag samkvæmt skilaboðum sem send voru nemendum og foreldrum í morgun. Óvíst er hvað áhrif þessa smits eru víðtækt en þó ljóst að sýning Leikfélags Sauðárkróks á Ronju ræningjadóttur fellur niður í dag, þar sem einn leikarinn er kominn í sóttkví.
Meira