A-Húnavatnssýsla

Fullt hús stiga á Jólin heima

Jólatónleikarnir Jólin heima voru haldnir fyrir fullum sal í Menningarhúsinu Miðgarði sl. laugardagskvöld, haldnir af ungu skagfirsku tónlistarfólki sem áður höfðu haldið jólatónleika á síðasta ári í netstreymi. Til að gera langa sögu stutta tókust tónleikarnir afar vel og fá fullt hús stiga.
Meira

Vilja að stjórnvöld framlengi átakið Allir vinna út árið 2022

Húnahornið segir frá því að stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafi skorað á ríkisstjórnina að framlengja gildistíma á verkefninu „Allir vinna“ út árið 2022. Að mati stjórnar SSNV hefur verkefnið skilað góðum árangri og skapað aukna atvinnu í kjölfar Covid-19. Fjölmargir hafi ráðist í framkvæmdir við fasteignir sínar og nýtt sér þann afslátt af virðisaukaskatti sem verkefnið felur í sér.
Meira

Félag grunnskólakennara hafnar Lífskjarasamningi og slítur kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga

Í morgun sleit Félag grunnskólakennara kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga, en kjarasamningur aðila rennur út um næstu áramót. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð á grunni Lífskjarasamnings er gildir frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023. Tilboðið er í samræmi við þá samninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa þegar gert við aðra viðsemjendur sína.
Meira

Segir félögin ekki hafa náð saman um rekstrarfyrirkomulag Kormáks/Hvatar

Feykir sagði frá því í gær að meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hafi verið leyst upp en stjórnir félaganna hafa undanfarin tíu ár haldið úti sameiginlegum meistaraflokki. Að sögn Björgvins Brynjólfssonar, fráfarandi formanns meistaraflokksráðs Kormáks/Hvatar, hafði meistaraflokksráði verið gefið umboð til að stjórna því starfi án aðkomu aðalstjórna eða knattspyrnunefnda félaganna.
Meira

Soroptimistafélagið Við Húnaflóa tók þátt í að roðagylla heiminn

Í ár, eins og mörg undanfarin ár, slóust Soroptimistar um allan heim í för með um 6000 samtökum í 187 löndum sem leidd eru af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku í 16 daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld. Roðagyllti liturinn sem er litur átaksins táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Meira

Jólastemning í sundlauginni á Skagaströnd

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að það styttist í jólin. Í öllu hafaríinu sem fylgir undirbúningi jólanna er það að sjálfsögðu tilvalin hugmynd að láta streituna líða úr sér í heitum potti. Á Skagaströnd taka heimamenn þetta jafnvel skrefinu lengra því fram að jólum býðst þeim sem koma í heita pottinn í sundlauginni að fá rjúkandi heitt kakó með rjómatopp í boði hússins.
Meira

Soroptimistasambands Íslands roðagyllir heiminn

Guðrún Lára Magnúsdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands, mun afhenda Kvennaráðgjöfinni, sem er ókeypis lögfræði-og félagsráðgjöf fyrir konur, og Sigurhæðum á Selfossi, sem er ný þjónusta á Suðurlandi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er, fjárstyrki á lokadegi 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur í dag, 10. desember, á Alþjóða mannréttindadeginum sem jafnframt er dagur Soroptimista í heiminum. Styrkirnir eru afrakstur söfnunar allra klúbba landsins.
Meira

Meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hefur verið leyst upp

Í dag varð það endanlega ljóst að samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla verður ekki framlengt frekar. Liðið hefur verið leyst upp af ráðandi fulltrúum aðildarfélaganna og óljóst hvað tekur við. Þetta kemur fram á aðdáendasíðu Kormáks.
Meira

Heim að Hólum á aðventu

Háskólinn á Hólum býður alla velkomna á opinn dag heim að Hólum nú á laugardaginn, 11. desember, og verður húsið opið á milli kl. 12-15. Feykir hafði samband við Eddu Matthíasdóttur sem nýlega var ráðin sviðsstjóri mannauðs, gæða og rekstrar við Háskólann á Hólum, og spurði hvað stæði til. Hún benti snöfurmannlega á ítarlega dagskrá sem finna mætti á Hólar.is og segir dagskrána fyrir fólk á öllum aldri, stærðum og gerðum!
Meira

Kallað eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kalla eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2021. Í frétt á heimasíðu SSNV kemur fram að þetta sé í þriðja sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi árs 2022.
Meira